LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiStúdentagarður
Ártal2009-2012
Spurningaskrá116 Hvernig er að búa á Stúdentagörðum?

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2012-1-110
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið13.4.2012/26.4.2012
TækniTölvuskrift

Svörin eru aðeins aðgengileg á innri vef Sarps vegna tæknilegs umbúnaðar. Hafið samband við Þjóðháttadeild Þjms. eða bókasafn.


Kafli 1 af 6 - Íbúðin

Hversu lengi hefur þú búið á Stúdentagörðum?

Síðan haust 2009.


Hvar bjóst þú áður?

Ég bjó alltaf á Akranesi áður en ég flutti á Eggertsgötu 2, síðan á Skógagörðarðana.


Hvernig er að búa í stúdentaíbúð?

Á Eggertsgötu upplifði ég mig alltaf eins og að ég væri í gistingu á hótelherbergi tímabundið. Á Skógagörðunum finnst mér heimilislegra.


Hve miklum tíma eyðir þú/þið í íbúðinni?

Mjög miklum tíma, við erum mjög heimakær.


Hvenær er gott að vera þar og hvenær ekki?

Mér finnst alltaf gott að vera hér.


Hverjir eru helstu kostir íbúðarinnar? En gallar?

Kostir íbúðarinnar hér á Skógagörðunum er helst að hér er sér inngangur. Gott er að hafa lyftu í blokkinni. En á Eggertsgötu gat það verið erfitt að fara upp á þriðju hæð með bónuspokana og barn. Hér er gott skápapláss og fín eldhúsinnrétting og skápar ná almennt alveg til lofts. Ekki sameiginlegt þvottahús heldur tengi inni á baði. Gallar hér er helst staðsetning íbúðarinnar sem er þannig að hún snýr beint út á bílaplan og það sést vel inn. En ég mér finnst skipta máli að geta verið aðeins prívat heima hjá mér þó það sé dregið frá. Einnig er stofan þannig í laginu að erfitt er að raða í hana, en sófinn verður að vera heldur langt frá sjónvarpinu. Það mætti vera meira skápa pláss inni á baði (efri skápar).Svo er kannski svolítið langt að fara út með ruslið.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 6 - Heimilið

Hvað var það fyrsta sem var gert þegar flutt var inn í íbúðina (t.d. þrifið, kveikt á kertum, loftað út, settar upp gardínur)?

Við erum þau fyrstu sem búa hér í þessarri íbúð. Við þrifum bara létt yfir og settum upp gardínur. Keyptum sturtuhengi. Fluttum húsgögnin okkar inn.


Hvenær varð íbúðin að „heimili“ og hvað var það einkum sem gerði hana að því?

Eftir að húsgögnin okkar voru komin varð hún strax að okkar “heimili”. Þegar var búið að setja saman rúmið okkar og kaupa stóran þægilegan hornsófa í stofuna.


Finnst þér að heimilið segi eitthvað um þig/ykkur eða vera einkennandi fyrir þig/ykkur? Að hvaða leyti?

Já, ég tel að við séum með ákveðinn stíl. Blöndu af dökkum/ljósum húsgögnum. Erum þó farin að forðast að kaupa mikið svart þar sem að það sést svo á því.


Hvað finnst þér vera heimilislegt (t.d. lykt, hljóð, birta/lýsing, tónlist)?

Lágmarka loftljós og að hafa fleiri lampa. Dempaða lýsingu. Við hlustum ekki mikið á tónlist en ef ég er ein heima þá finnst mér tómlegt ef ég hef ekki sjónvarpið á. Sennilega því það er óvanalegt fyrir mig að vera alveg ein heima.


Gerir þú eitthvað til að skapa heimilislega stemmningu? Hvað, ef svo er?

Já, stundum eftir að ég er búin að þrífa þá kveiki ég kertaljós.


Hvernig er draumaheimilið? Lýstu því hvernig þér finnst að hið fullkomna heimili eigi vera.

Helst að vera með mörgum herbergjum, yfir 4 sfefnherbergi. Góð eldhúsinnrétting með miklu borðplássi til þess að sýsla á og almennt nýjar innréttingar, Stofan stór, helst auka hol fyrir sjónvarp og mjúkann sófa svo að þar sé hægt að vera í næði og líka til þess að sjónvarpið yfirgnæfi ekki alla í íbúðinni. Baðherbergið stórt með miklu skápaplássi. Há lofthæð í íbúðinni. Góð rými. Maður þyrfti að geta verið svolítið út af sig,


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 6 - Nágrannarnir

Hvernig eru samskipti við nágranna? Á fólk mikið/lítið sameiginlegt (t.d. partý, barnapössun, heimsóknir)?
Hvernig er sameignin notuð?
Leika börnin (ef einhver) sér saman?
Um hvað snúast helstu ágreiningsmálin (t.d. hávaða, umgengni, vonda lykt)?
Reynir þú að kynnast nágrönnum þínum eða heldur þú ákveðinni fjarlægð frá þeim?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 6 - Ljósmyndun, útlit heimilisins

Í þessum hluta ert þú beðin(n) um að taka ljósmyndir af íbúðinni. Í fyrsta lagi er um að ræða yfirlitsmyndir af hverju rými fyrir sig (eldhús, stofa, herbergi/alrými, bað) þar sem greina má glugga, hurðir, húsgögn og innréttingar (5-10 myndir). Í öðru lagi er um að ræða persónulegri nálgun þar sem þú ert beðin(n) um að taka myndir af hlutum, veggskrauti og húsgögnum sem þér eru mikilvæg og af uppáhaldsstaðnum þínum í íbúðinni (5-10 myndir). Þú ert beðin(n) um að merkja myndirnar með tölustöfum og segja frá vali á myndefni og því sem fyrir augu ber á hverri mynd fyrir sig. Mynd 1: Þetta er eldhúsið eins og það leggur sig. Mynd 2: Ónýtanlegt horn, skrifborð og sjónvarp. Mynd 3: Hinn helmingurinn af stofunni, sófi, og barnahorn. Mynd 4: Gangur, mynd af París frá ikea. Mynd 5: Klósettið, ekki mikið sem hægt er að segja. Mynd 6: Skiptidýna, það var allavega hugsað fyrir plássi fyrir henni. Mynd 7: Fjólublá útihurð í stíl við gólfið. Mynd 8: Svefnherbergið, tveir krummar sem hanga á veggnum. Mynd 9: Mynd 10: Mynd 11: Mynd 12: Mynd 13: Mynd 14: Mynd 15: Mynd 16: Mynd 17: Mynd 18: Mynd 19: Mynd 20:
Hvað hangir á veggjunum?

Nokkrur málverk.


Hver saumaði gardínurnar?

Mamma mín.


Hvaðan koma húsgögnin? Eru þau ný eða notuð (t.d. frá nytjamörkuðum, skyldfólki, keypt sérstaklega fyrir þessa íbúð, voru í fórum þínum áður)?

Sum voru í fórum okkar áður, flest koma úr Ikea, Rúmfatalagernum. Rúmið er úr Betra Bak og sófinn úr einhverri sófaverslun sem ég man ómögulega nafnið á,


Eru einhver húsgögn þér kærari eða mikilvægari en önnur? Hvers vegna?

Nei, alls ekki.


Hvað með skraut og smámuni? Vekja þeir upp einhverjar minningar/sögur? Segðu frá þeim.

Hér er ekkert skraut og engir smámunir. Mér er illa við slíkt drasl.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla, nema þeirri fyrstu, í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 6 - Uppvaxtarheimilið

Segðu frá æsku- og uppvaxtarheimili þínu í grófum dráttum. Hversu margir voru í heimili? Hve stór var íbúðin eða húsið? Var oft flutt á milli staða? Ef svo er, voru sérstakar ástæður fyrir því?

Ég bjó alltaf á sama stað. Það var einbýlishús með fjórum svefnherbergjum. Stór stofa og lítið eldhús. Við vorum upphaflega 6 sem bjuggum það en síðan vorum við bara 3 eftir.


Að hvaða leyti sækir þú fyrirmyndir til æskuheimilisins í sköpun eigin heimilis? Hvað reynir þú að forðast að taka til fyrirmyndar? Hvernig aðgreinir þú þitt heimili frá æskuheimilinu?

Ég myndi vilja stærra eldhús. Ekki sjónvarpið miðsvæðis þar sem að það yfirgnæfir alla í íbúðinni.Stærri svefnherbergi.Ég myndi vilja hafa góðan garð eins og var þar og bílskúr/stóra geymslu. Sér þvottahús.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 6 - Persónulegar upplýsingar

Viltu að svör þín verði varðveitt ópersónugreinanleg? Ef ekki er tekin afstaða til þessa er litið svo á að ekki sé óskað nafnleyndar.

Ég vil að svör mín verði varðveitt ópersónugreinanleg.


Mikilvægt er að fá lágmarks upplýsingar um þá heimildarmenn sem óska nafnleyndar. Þeir sem þess óska eru vinsamlegast beðnir um greina frá eftirtöldum atriðum: Kyn: Aldur: Starf: Menntun/í hvaða námi: Fjölskylduhagir: Þjóðerni: Tegund íbúðar:

Kyn: kvk Aldur: 25 Starf/ menntun/í hvaða námi: Lyfjafræði Fjölskylduhagir: Í sambúð og á eitt barn Þjóðerni: Íslendingur Tegund íbúðar: Þriggja herbergja á Skógagörðunum.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana