LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiStúdentagarður
Ártal2011-2012
Spurningaskrá116 Hvernig er að búa á Stúdentagörðum?

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2012-1-111
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið13.4.2012/26.4.2012
TækniTölvuskrift

Svörin eru aðeins aðgengileg á innri vef Sarps vegna tæknilegs umbúnaðar. Hafið samband við Þjóðháttadeild Þjms. eða bókasafn.


Kafli 1 af 6 - Íbúðin

Hversu lengi hefur þú búið á Stúdentagörðum?

Frá 1.september 2011, og bý þar ennþá.


Hvar bjóst þú áður?

Íbúð Byggingarfélags námsmanna, Bólstaðarhlíð 23, 105 Reykjavík.


Hvernig er að búa í stúdentaíbúð?

Það er bara mjög þæginlegt, stutt frá skóla og mikið næði á réttum tímum, eins og í prófum.


Hve miklum tíma eyðir þú/þið í íbúðinni?

Erum mikið í íbúðinni. Lærum oftar heima heldur en upp í skóla. Svona kannski 8 tímar á dag sem maður er ekki heima að meðaltali.


Hvenær er gott að vera þar og hvenær ekki?

Alltaf gott að vera heima hjá sér.


Hverjir eru helstu kostir íbúðarinnar? En gallar?

Staðsetningarlega séð er hún frábær. Íbúðarlega séð er hún dáldið gömul og vantar einhvers viðhalds. Bónið á gólfinu er hræðilegt og rispast alltaf upp.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 6 - Heimilið

Hvað var það fyrsta sem var gert þegar flutt var inn í íbúðina (t.d. þrifið, kveikt á kertum, loftað út, settar upp gardínur)?

Settum upp gardínur í svefnherberginu svo við gætum sofið. Annars var bara að finna stað fyrir allt leirtauið og dótið.


Hvenær varð íbúðin að „heimili“ og hvað var það einkum sem gerði hana að því?

Þegar að flestir kassarnir voru farnir úr íbúðinni og fötin komin rétt inn í skápana. Svo þegar að myndir voru komnar upp á vegg þá varð fyrst heimilislegt.


Finnst þér að heimilið segi eitthvað um þig/ykkur eða vera einkennandi fyrir þig/ykkur? Að hvaða leyti?

Veit það nú ekki alveg þar sem að maður hefur kannski ekki verið að eyða einhverjum pening í að kaupa hluti í okkar eigin stíl heldur frekar nota það sem að til er.


Hvað finnst þér vera heimilislegt (t.d. lykt, hljóð, birta/lýsing, tónlist)?

Myndir upp á veggjum og í hillum. Kósý kertalykt er líka heimilisleg.


Gerir þú eitthvað til að skapa heimilislega stemmningu? Hvað, ef svo er?

Kveiki á kertum á kvöldin. Borða góðan mat.


Hvernig er draumaheimilið? Lýstu því hvernig þér finnst að hið fullkomna heimili eigi vera.

Bjart með stórum gluggum. Opið rými þannig að flæðið sé gott í húsinu. Gamaldags en stílhreint útlit. Helst dáldið sveitó. Mikið af myndum og lömpum.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 6 - Nágrannarnir

Hvernig eru samskipti við nágranna? Á fólk mikið/lítið sameiginlegt (t.d. partý, barnapössun, heimsóknir)?

Er svo stutt síðan að við fluttum í þessa íbúð sem við erum í núna að við þekkjum ekki fólkið í næstu íbúðum. En ein vinkona mín úr sama námi og ég býr í sömu götu svo að stutt er að labba til hennar. Hittumst við aðallega ef að partý er eða fyrir vísindaferðir.


Hvernig er sameignin notuð?

Erum með sameiginlegt þvottahús sem að gott skipulag er á og aldrei neitt vesen í kringum. Erum líka með sameiginlega hjólageymslu en erum ekki með hjól svo við vitum lítið um hana.


Leika börnin (ef einhver) sér saman?

Engin börn.


Um hvað snúast helstu ágreiningsmálin (t.d. hávaða, umgengni, vonda lykt)?

Höfum ekki átt nein ágreiningsmál.


Reynir þú að kynnast nágrönnum þínum eða heldur þú ákveðinni fjarlægð frá þeim?

Við erum ekki mikið búin að reyna að kynnast nágrönnunum. Spjöllum stundum við fólkið sem er niðri í þvottahúsi en ekki meira en það.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 6 - Ljósmyndun, útlit heimilisins

Í þessum hluta ert þú beðin(n) um að taka ljósmyndir af íbúðinni. Í fyrsta lagi er um að ræða yfirlitsmyndir af hverju rými fyrir sig (eldhús, stofa, herbergi/alrými, bað) þar sem greina má glugga, hurðir, húsgögn og innréttingar (5-10 myndir). Í öðru lagi er um að ræða persónulegri nálgun þar sem þú ert beðin(n) um að taka myndir af hlutum, veggskrauti og húsgögnum sem þér eru mikilvæg og af uppáhaldsstaðnum þínum í íbúðinni (5-10 myndir). Þú ert beðin(n) um að merkja myndirnar með tölustöfum og segja frá vali á myndefni og því sem fyrir augu ber á hverri mynd fyrir sig. Mynd 1: Þetta er eldhúsið eins og það leggur sig. Mynd 2: Ónýtanlegt horn, skrifborð og sjónvarp. Mynd 3: Hinn helmingurinn af stofunni, sófi, og barnahorn. Mynd 4: Gangur, mynd af París frá ikea. Mynd 5: Klósettið, ekki mikið sem hægt er að segja. Mynd 6: Skiptidýna, það var allavega hugsað fyrir plássi fyrir henni. Mynd 7: Fjólublá útihurð í stíl við gólfið. Mynd 8: Svefnherbergið, tveir krummar sem hanga á veggnum. Mynd 9: Mynd 10: Mynd 11: Mynd 12: Mynd 13: Mynd 14: Mynd 15: Mynd 16: Mynd 17: Mynd 18: Mynd 19: Mynd 20:
Hvað hangir á veggjunum?

Myndir og klukka.


Hver saumaði gardínurnar?

Keypti þær í Ikea en varð að stytta þær fyrir gömlu íbúðina. Á eftir að stytta þær aftur því þær voru of langar fyrir gluggana hér. Erum svo nýlega flutt að ekki hefur gefist tími til þess enþá.


Hvaðan koma húsgögnin? Eru þau ný eða notuð (t.d. frá nytjamörkuðum, skyldfólki, keypt sérstaklega fyrir þessa íbúð, voru í fórum þínum áður)?

Búin að kaupa smá nýtt og þá frá IKEA. Annars erum við með í láni frá bróður mínum og svo dót sem við áttum fyrir.


Eru einhver húsgögn þér kærari eða mikilvægari en önnur? Hvers vegna?

Sjónvarpsskápurinn er örugglega kærastur þar sem að hann var smíðaður af kærastanum.


Hvað með skraut og smámuni? Vekja þeir upp einhverjar minningar/sögur? Segðu frá þeim.

Er ekki með mikkið af smámunum og skrauti hérna. Eigum enþá eftir að fá sumt af hlutunum okkar hingað suður. En bækurnar mínar eru mér mjög mikilvægar. Aðallega vegna þess að mér finnst mjög gaman að glugga í bækur og finnst þær setja vist heimilsegt útlit á íbúðina.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla, nema þeirri fyrstu, í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 6 - Uppvaxtarheimilið

Segðu frá æsku- og uppvaxtarheimili þínu í grófum dráttum. Hversu margir voru í heimili? Hve stór var íbúðin eða húsið? Var oft flutt á milli staða? Ef svo er, voru sérstakar ástæður fyrir því?

Ég kem úr sveit í Skagafirði, rétt hjá Varmahlíð. Við vorum 5 í fjölskyldunni. Húsið heima er 210 – 220 fm að stærð en er mikið skipt niður í herbergi svo að hvert rými er kannski ekki svo stórt. Fluttum aldrei frá þessum stað, mamma og pabbi búa þar ennþá og munu gera það áfram.


Að hvaða leyti sækir þú fyrirmyndir til æskuheimilisins í sköpun eigin heimilis? Hvað reynir þú að forðast að taka til fyrirmyndar? Hvernig aðgreinir þú þitt heimili frá æskuheimilinu?

Fyrirmyndirnar sem ég sæki til æskuheimilisins eru myndirnar og bækurnar sem að eru á víð og dreifð um allt húsið. Finnst það mjög heimilislegt. Lítið sem ég reyni að forðast núna en í framtíðinni mun ég reyna að forðast að skipta húsinu mínu upp í svona lítil herbergi. Veit ekki alveg hvernig ég aðgreini mitt heimili frá æskuheimilinu.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 6 - Persónulegar upplýsingar

Viltu að svör þín verði varðveitt ópersónugreinanleg? Ef ekki er tekin afstaða til þessa er litið svo á að ekki sé óskað nafnleyndar.
Mikilvægt er að fá lágmarks upplýsingar um þá heimildarmenn sem óska nafnleyndar. Þeir sem þess óska eru vinsamlegast beðnir um greina frá eftirtöldum atriðum: Kyn: Aldur: Starf: Menntun/í hvaða námi: Fjölskylduhagir: Þjóðerni: Tegund íbúðar:

Kyn: KVK Aldur: 22 Starf/ menntun/í hvaða námi: Félagsfræði við HÍ Fjölskylduhagir: Í sambúð. Þjóðerni: Íslensk Tegund íbúðar: Paríbúð


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana