LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiStúdentagarður
Ártal2006-2012
Spurningaskrá116 Hvernig er að búa á Stúdentagörðum?

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2012-1-114
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið13.4.2012/26.4.2012
TækniTölvuskrift

Svörin eru aðeins aðgengileg á innri vef Sarps vegna tæknilegs umbúnaðar. Hafið samband við Þjóðháttadeild Þjms. eða bókasafn.


Kafli 1 af 6 - Íbúðin

Hversu lengi hefur þú búið á Stúdentagörðum?

Síðan 2006


Hvar bjóst þú áður?

Stúdentahúsnæði í Bústaðarhlíð


Hvernig er að búa í stúdentaíbúð?

Allt í lagi. Mér finnst vanta meiri vinskap milli íbúa.


Hve miklum tíma eyðir þú/þið í íbúðinni?

Já slatta


Hvenær er gott að vera þar og hvenær ekki?

Á nóttunni til að sofa en ekki þegar það er gott veður úti


Hverjir eru helstu kostir íbúðarinnar? En gallar?

Það jákvæðasta við að búa á görðunum er staðsetningin, að vera alveg við hliðina á skólanum er mjög mikill kostur. Það er hins vegar frekar há leiga hérna að mínu mati fyrir nemendur sem ekki eru í vinnu og aðeins á stúdentalánum.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 6 - Heimilið

Hvað var það fyrsta sem var gert þegar flutt var inn í íbúðina (t.d. þrifið, kveikt á kertum, loftað út, settar upp gardínur)?

Koma upp gardínum var afar mikilvægt og íbúðin var ekki svo hrein þegar ég fékk hana.


Hvenær varð íbúðin að „heimili“ og hvað var það einkum sem gerði hana að því?

Eftri að hafa búið hérna svo lengi er íbúðin orðin að heimili en samt vantar einhvað.


Finnst þér að heimilið segi eitthvað um þig/ykkur eða vera einkennandi fyrir þig/ykkur? Að hvaða leyti?

Það er erfitt að gera íbúðina líka mínum persónuleika því það má ekki mála, ekki negla nagla neins staðar og hún er það lítil að erfitt er að gera hana “sérstaka”.


Hvað finnst þér vera heimilislegt (t.d. lykt, hljóð, birta/lýsing, tónlist)?

Að elda á kvöldin eða skreyta fyrir jólin.


Gerir þú eitthvað til að skapa heimilislega stemmningu? Hvað, ef svo er?

Nei, ekkert sérstakt


Hvernig er draumaheimilið? Lýstu því hvernig þér finnst að hið fullkomna heimili eigi vera.

Staður þar sem manni líður sem best á.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 6 - Nágrannarnir

Hvernig eru samskipti við nágranna? Á fólk mikið/lítið sameiginlegt (t.d. partý, barnapössun, heimsóknir)?

Ég þekki engann á hæðinni minni. Hef búið erlendis sem skiptistúdent og þar þekkti maður alla í blokkinni sinni. Mér finnst leitt að vita ekki einu sinni hver deilir svölum með mér.


Hvernig er sameignin notuð?
Leika börnin (ef einhver) sér saman?

Það eru nú alltaf einhverjir ormar að leika sér á ganginum hérna og í lyftunni.


Um hvað snúast helstu ágreiningsmálin (t.d. hávaða, umgengni, vonda lykt)?

Hávaði held ég, um helgar er hesta nágranna-vandamálið. Það er líka ekkert allt of huggulegt að heyra í nágrönnum sínum stunda kynlíf.


Reynir þú að kynnast nágrönnum þínum eða heldur þú ákveðinni fjarlægð frá þeim?

Ég býð þeim sem ég kannast við góðan dag en fæ sjaldan kveðju til baka.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 6 - Ljósmyndun, útlit heimilisins

Í þessum hluta ert þú beðin(n) um að taka ljósmyndir af íbúðinni. Í fyrsta lagi er um að ræða yfirlitsmyndir af hverju rými fyrir sig (eldhús, stofa, herbergi/alrými, bað) þar sem greina má glugga, hurðir, húsgögn og innréttingar (5-10 myndir). Í öðru lagi er um að ræða persónulegri nálgun þar sem þú ert beðin(n) um að taka myndir af hlutum, veggskrauti og húsgögnum sem þér eru mikilvæg og af uppáhaldsstaðnum þínum í íbúðinni (5-10 myndir). Þú ert beðin(n) um að merkja myndirnar með tölustöfum og segja frá vali á myndefni og því sem fyrir augu ber á hverri mynd fyrir sig. Mynd 1: Þetta er eldhúsið eins og það leggur sig. Mynd 2: Ónýtanlegt horn, skrifborð og sjónvarp. Mynd 3: Hinn helmingurinn af stofunni, sófi, og barnahorn. Mynd 4: Gangur, mynd af París frá ikea. Mynd 5: Klósettið, ekki mikið sem hægt er að segja. Mynd 6: Skiptidýna, það var allavega hugsað fyrir plássi fyrir henni. Mynd 7: Fjólublá útihurð í stíl við gólfið. Mynd 8: Svefnherbergið, tveir krummar sem hanga á veggnum. Mynd 9: Mynd 10: Mynd 11: Mynd 12: Mynd 13: Mynd 14: Mynd 15: Mynd 16: Mynd 17: Mynd 18: Mynd 19: Mynd 20:

Mynd 1: Þetta er eldhúsið mitt. Það er oftast fullt af óhreinu leirtauji í vaskinum og sjaldnast er það skýnandi hreint. Þarna eyði ég samt talsverðum tíma í að elda og útbúa einhvað handa mér í svanginn. Mynd  2:  Þetta er helmingurinn af “stofunni”, þarna er skrifborðið mitt og þvottagrindin. Það er ekkert skipulag á skrifborðinu og þvottagrindin er alltaf full af þvotti. Mynd 3: Hérna eyði ég sennilegast mestum tíma í íbúðinni minni, í “svefnherberginu”. Til að mér líði vel hér skipti ég oft um rúmföt og hef eins hreint og snyrtilegt og ég get í kringum rúmmið mitt. Mynd 4: Hinn helmingurinn af “stofunni”. Hérna er lítið skipulag. Ég set fötin mín, töskur sem og annað dót á stólana tvo og svo safnast fyrir á þeim alls konar hrúgur í kjölfarið. Skipulögð óreiða því ég veit hvar allt er í hrúgunum. Mynd 5:  Baðið. Báðir skáparnir eru fullir af snyrtidóti sem ég nota ekki en hendi samt ekki. Er alltaf með tvenn handklæði til að þurrka mér með eftir sturtu (eitt fyrir hárið og eitt fyrir kroppinn). Þessi hluti íbúðarinn er oftast sá skítugasti. Mynd 6:  Gat ekki snúið myndinni. Skórnir mínir í forstofunni. Mynd 7: Póstkort frá vinum mínum víðs vegar um Evrópu sem ég kynntist í skiptinámi í Finnlandi. Mynd 8:  Myndir af fjölskyldu og vinum á stofuborðinu. Einnig tvö umslög frá Póllandi og kassi sem er pakkaður inn í pappír með mynd af korti af Finnlandi. Mynd 9:  “Bjútí-hornið”, hérna er make-up dótið mitt, allt glingrið mitt (sem er í 3 sælgætis dósum) og ýmsar snyrtivörur. Einnig geymi ég alltaf húslyklana mína hérna. Á speglinum eru mynd af mér og vinkonum mínum, hálsmen og mynd af engli. Finnski fáninn er fyrir ofan ásamt bókamerki sem er finnsk handverk. Við hliðina á speglinum er handafarið mitt síðan í fyrsta bekk. Mynd 10:  Þessar tvær myndir eru fyrir ofan rúmmið mitt. Myndina til vinstri saumaði amma mín út og gaf mér í tvítugsafmælisgjöf. Mynd 11:  Heimasaumaðar gardínur. Babúskurnar mínar sem ég keypti í Rússlandi og snar brjáluð vekjaraklukka Mynd 12:  Skrifborið mitt sem er líka matarborð. Mynd 13:  Staupsafnið mitt og önnur partý tæki ;)  


Hvað hangir á veggjunum?

Á veggjunum eru englamyndir, myndir sem mér voru gefnar og þykir vænt um.


Hver saumaði gardínurnar?

Móðir mín saumaði gluggatjöldin fyrir mig þegar ég var um 10 ára.


Hvaðan koma húsgögnin? Eru þau ný eða notuð (t.d. frá nytjamörkuðum, skyldfólki, keypt sérstaklega fyrir þessa íbúð, voru í fórum þínum áður)?

Fæst húsgögnin mín eru ný. Sum hef ég fengið gefins hér og þar en önnur eru erfðagripir líkt og græni stóllinn mínn, sem afi átti, og elhússtólana átti amma mín heitin.


Eru einhver húsgögn þér kærari eða mikilvægari en önnur? Hvers vegna?

Sennilegast stólarnir sem ég fékk frá ömmu og afa


Hvað með skraut og smámuni? Vekja þeir upp einhverjar minningar/sögur? Segðu frá þeim.

Mjög mikið í íbúðinni minni minnir mig á Finnland og þann frábæra tíma sem ég átti þar í skiptináminu


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla, nema þeirri fyrstu, í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 6 - Uppvaxtarheimilið

Segðu frá æsku- og uppvaxtarheimili þínu í grófum dráttum. Hversu margir voru í heimili? Hve stór var íbúðin eða húsið? Var oft flutt á milli staða? Ef svo er, voru sérstakar ástæður fyrir því?

Ég bjó alla mína æsku á einu heimili. Ég ólst upp í sveit í frekar nýbyggðu húsi. Við í fjölskyldunni erum 5 en á sumrin voru börn frá féló hjá okkur. Húsið er stórt og rúmaði alla vel.


Að hvaða leyti sækir þú fyrirmyndir til æskuheimilisins í sköpun eigin heimilis? Hvað reynir þú að forðast að taka til fyrirmyndar? Hvernig aðgreinir þú þitt heimili frá æskuheimilinu?

Á æskuheimili mínu var allt alltaf á sínum stað og aldrei rusl né drasl. Ég leifi mér soldið að hafa drasl í kringum mig en þó ekki of mikið.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 6 - Persónulegar upplýsingar

Viltu að svör þín verði varðveitt ópersónugreinanleg? Ef ekki er tekin afstaða til þessa er litið svo á að ekki sé óskað nafnleyndar.

Ég vil ekki að nafn mitt komi fram.


Mikilvægt er að fá lágmarks upplýsingar um þá heimildarmenn sem óska nafnleyndar. Þeir sem þess óska eru vinsamlegast beðnir um greina frá eftirtöldum atriðum: Kyn: Aldur: Starf: Menntun/í hvaða námi: Fjölskylduhagir: Þjóðerni: Tegund íbúðar:

Kyn: kona Aldur: 27 Menntun/í hvaða námi: Mannfræði Fjölskylduhagir: Einhleip Tegund íbúðar: Stúdíó Þjóðerni: íslensk


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana