LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiStúdentagarður
Ártal2009-2012
Spurningaskrá116 Hvernig er að búa á Stúdentagörðum?

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2012-1-119
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið13.4.2012/26.4.2012
TækniTölvuskrift

Svörin eru aðeins aðgengileg á innri vef Sarps vegna tæknilegs umbúnaðar. Hafið samband við Þjóðháttadeild Þjms. eða bókasafn.


Kafli 1 af 6 - Íbúðin

Hversu lengi hefur þú búið á Stúdentagörðum?

Það verða 3 ár næsta haust.


Hvar bjóst þú áður?

Í stúdíóíbúð á Selfossi


Hvernig er að búa í stúdentaíbúð?

Það er ágætt.


Hve miklum tíma eyðir þú/þið í íbúðinni?

Allavega 5 klukkutíma fyrir utan svefn. Oftast meira.


Hvenær er gott að vera þar og hvenær ekki?

Það getur verið óþægilegt um helgar ef fólk er með partí. Hefur samt aldrei truflað mig svo mikið. Þegar ég þarf að komast niður í bæ er fínt að vera hér og þegar umhverfið er rólegt friðsamt.


Hverjir eru helstu kostir íbúðarinnar? En gallar?

Það er óþalandi að það skuli ekki vera vifta fyrir eldavél! Íbúðin er vel staðsett og rúmgóð. Fínt að hafa geymslu.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 6 - Heimilið

Hvað var það fyrsta sem var gert þegar flutt var inn í íbúðina (t.d. þrifið, kveikt á kertum, loftað út, settar upp gardínur)?

Loftað út.


Hvenær varð íbúðin að „heimili“ og hvað var það einkum sem gerði hana að því?

Þegar allar skúffur voru fullar af draslinu mínu og búið var að tæma úr kössum þá var íbúðin orðin að heimili.


Finnst þér að heimilið segi eitthvað um þig/ykkur eða vera einkennandi fyrir þig/ykkur? Að hvaða leyti?

Já, það lýsir mér held ég vel. Fullt af bókum, skápar, hnífar, diskar, krydd.


Hvað finnst þér vera heimilislegt (t.d. lykt, hljóð, birta/lýsing, tónlist)?

Að bækur séu upp í hillum. Að dótið mitt sé á réttum stöðum, sjáanlegt.


Gerir þú eitthvað til að skapa heimilislega stemmningu? Hvað, ef svo er?

Já, held ég geri það alltaf. Ósjálfrátt meðan ég er heima.


Hvernig er draumaheimilið? Lýstu því hvernig þér finnst að hið fullkomna heimili eigi vera.

Heimili með góðu eldhúsi, stofu, svefnherbergi. Þar er pláss fyrir allt mitt dót og dót barnsins míns.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 6 - Nágrannarnir

Hvernig eru samskipti við nágranna? Á fólk mikið/lítið sameiginlegt (t.d. partý, barnapössun, heimsóknir)?

Samskiptin eru eiginlega engin. Mæti fólk á göngum og í þvottahúsi, meiri eru þau ekki


Hvernig er sameignin notuð?
Leika börnin (ef einhver) sér saman?
Um hvað snúast helstu ágreiningsmálin (t.d. hávaða, umgengni, vonda lykt)?
Reynir þú að kynnast nágrönnum þínum eða heldur þú ákveðinni fjarlægð frá þeim?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 6 - Ljósmyndun, útlit heimilisins

Í þessum hluta ert þú beðin(n) um að taka ljósmyndir af íbúðinni. Í fyrsta lagi er um að ræða yfirlitsmyndir af hverju rými fyrir sig (eldhús, stofa, herbergi/alrými, bað) þar sem greina má glugga, hurðir, húsgögn og innréttingar (5-10 myndir). Í öðru lagi er um að ræða persónulegri nálgun þar sem þú ert beðin(n) um að taka myndir af hlutum, veggskrauti og húsgögnum sem þér eru mikilvæg og af uppáhaldsstaðnum þínum í íbúðinni (5-10 myndir). Þú ert beðin(n) um að merkja myndirnar með tölustöfum og segja frá vali á myndefni og því sem fyrir augu ber á hverri mynd fyrir sig. Mynd 1: Þetta er eldhúsið eins og það leggur sig. Mynd 2: Ónýtanlegt horn, skrifborð og sjónvarp. Mynd 3: Hinn helmingurinn af stofunni, sófi, og barnahorn. Mynd 4: Gangur, mynd af París frá ikea. Mynd 5: Klósettið, ekki mikið sem hægt er að segja. Mynd 6: Skiptidýna, það var allavega hugsað fyrir plássi fyrir henni. Mynd 7: Fjólublá útihurð í stíl við gólfið. Mynd 8: Svefnherbergið, tveir krummar sem hanga á veggnum. Mynd 9: Mynd 10: Mynd 11: Mynd 12: Mynd 13: Mynd 14: Mynd 15: Mynd 16: Mynd 17: Mynd 18: Mynd 19: Mynd 20:

Mynd 1: Geymsla. Sýnir þessa miklu ruslakompu sem ég kalla geymslu. Það eru pokar á gólfinu og allskonar dót sem ég geymi þarna. Mynd 2: Baðherbergið, Það hangir handklæði upp og á gólfinu er lítið handklæði fyrir framan sturtuna. Mynd 3: Gangur eða forstofa Mynd 4: Yfirlitsmynd. Sýnir mest alla íbúðina nema rúm og eldhúskrók. Þarna er eldhúsborð fullt af drasli, bókahillur, sófaborð, sófi, gítar. Gluggi hurð og svalir. Mynd 5: Yfirlitsmynd: Tekin frá sama stað en lengra til hægri. Sýnir svuntur sem hanga á símanum, veggspjald af Hómer Simpssons er fjær og nær er Grettis veggspjald. Mynd 6: Eldhús. Þetta er eldhúskrókurinn. Veskur, uppvasksgrind, 2 hellur, lítið borð, ísskápur og skápar. Engin vifta sem gerir mig pirraðan. VIldi gjarnan hafa alvöru eldhús. Ég elda mikið og finnst þetta oftast frekar glatað. Vil hafa betra eldhús þó svo ég þurfi ekki endilega á því að halda. Mynd 7: Rúm. Þessi mynd sýnir IKEA rúmið sem ég keypti notað og 15 þús. og eru bestu kaup sem ég hef gert held ég. Það glittir aðeins í fataskápinn og á veggnum eru tvö póstkort með skemmtilegum myndum sem ég nota til að skreyta aðeins þennan allt of hvíta vegg. Einnig sést kortið af miðgarði Tolkien upp á vegg og lampi sem mamma gaf mér. Mynd 8: Grill. Þessi mynd sýnir svalirnar og grillið sem þar er. Mynd 9: Þetta er líklega uppáhaldsstaðurinn í íbúðinni, eldhúsið. Það er fátt jafn skemmtilegt og að elda og þær stundir sem ég eyði þar milli 18 og 20 þar sem ég helda og spila þátt í tölvunni eru bestu stundir dagsins. Mynd 10: Bókahillur og gítar. Stóru hilluna er ég nýbúinn að kaupa. Megnið af bókunum þurftu að vera í hillum í geymslunni og mér fannst það ömurlegt. Bækurnar þurfa að vera sýnilegar og aðgengilegar og síðan ég var krakki hef ég haft einhverja undarlega unun af því að horfa á bókahillur, hugsa um bækurnar og velta fyrir mér efni þeirra. Mynd 11: Plantan sem ég hef átt síðan ég var barn. Ákaflega þægileg þar sem það þarf ekkert að hugsa um hana. Harðgerð vaxplanta sem bara vex og vex og blómstrar fallega ef hún fær mikla sól. Mynd 12: Tinna myndin finnst mér skemmtileg. Gjöf frá barnsmóður minni. Minnir mig á tímann sem barn og unglingur sem ég eyddi i lestur á Tinna, Lukku Láka, Steinríki, Sval og Val og þær allar. Mynd 13: Rafmagnsgítarinn minn sem ég keypti fyrir mörgum árum. Gítarspil er eytt af mínum aðaláhugamálum. Minnir á drauma. Mynd 14: Grillið. Ég keypti grill síðasta vor. Ansi gott. Gaman að eiga grill og gaman að grilla. Liður í því að fullkomna eldhúsið.


Hvað hangir á veggjunum?

eitt veggspjald með mynd af Homer Simpsons, eitt veggspjald með mynd af Gretti. Tvö lítil póstkort með skemmtilegum myndum og kort af Miðgarði Tolkiens.


Hver saumaði gardínurnar?

Mamma


Hvaðan koma húsgögnin? Eru þau ný eða notuð (t.d. frá nytjamörkuðum, skyldfólki, keypt sérstaklega fyrir þessa íbúð, voru í fórum þínum áður)?

Rúmið keypti ég, sófann gáfu mamma og pabbi mér og annað (stólar, eldhúsborð...) fékk ég gefins. Allt er notað nema bókahillur sem ég keypti í IKEA. Sófaborðið var keypt í Góða hirðinum. Það eina sem var keypt sérstaklega fyrir þessa íbúð eru bókahillurnar held ég


Eru einhver húsgögn þér kærari eða mikilvægari en önnur? Hvers vegna?

Rúmið því það er mjög gott. Bókahillurnar því það er mikilvægt að hafa góðan stað fyrir bækurnar. Annars er bara margt sem ég væri til í að skipa út.


Hvað með skraut og smámuni? Vekja þeir upp einhverjar minningar/sögur? Segðu frá þeim.

Hnattlíkanið minnir mig á stúdentinn, plantan mín er kannski smá tenging við herbergið sem ég bjó í heima hjá foreldrum mínum en þar var plantan í mörg, mörg ár. Kaffivélin minnir mig á hve mikið ég hef breyst síðan ég flutti í bæinn um sama má segja um áfengið upp í hillu. Það eru staflar af bókum og blöðum á öllum borðum sem minnir sífellt á skólum. Krukkur með tei minna líka á breytingar í mínu fari. Ofan á bókahillu er mjög ódýr eftirlíking af óskarsverðlaunastyttunni sem ég hlaut sem viðurkenningu fyrir að hafa verið virkur í félagslífi nemendafélagsins í háskólanum. Gôður djókur, eins og það má að orði komast. Ég mætti ekki það oft en var stjórnin mundi aðallega eftir mér. En aftur sýnir þetta breytingar. Áður en ég flutti í bæinn drakk ég ekki kaffi, ekki áfengi, stundaði ekki félagslíf og hitti fáa. Annars er ekki mikið skraut, það eru aðallega bókahillurnar og bækurnar sem skreyta íbúðina. Svo eru það rafmagnsgítar og kassagítar sem minna á tónlist og allar þær stundir sem ég hef eytt í að spila á gítarana og læra ný lög.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla, nema þeirri fyrstu, í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 6 - Uppvaxtarheimilið

Segðu frá æsku- og uppvaxtarheimili þínu í grófum dráttum. Hversu margir voru í heimili? Hve stór var íbúðin eða húsið? Var oft flutt á milli staða? Ef svo er, voru sérstakar ástæður fyrir því?

Þar til ég flutti að heiman hafði ég búið á tveimur stöðum á Selfossi. Á Reynivöllum og svo Ártúni. Reynivellir var venjuleg íbúð fyrir litla fjölskyldu. Við vorum þrjú sem bjuggu þar: ég, mamma og pabbi. Það voru 3 herbergi, eldhús, svefnherbergi og frekar stór stofa sem virtist einhvern tíma hafa verið tvö herbergi. Mig minnir það hafi verið teppi á stofunni, og það voru einhverjir blettir á því. Sófar, stólar, hljómflutningstæki, sjónvarp. Baðherbergið var á milli svefnherbergisins og eldhússins. Út um eldhúsgluggann sást bílastæði, gatan sem húsið lá við, nágrannar og leikskólinn sem ég var á. Ég átti fullt af dóti sem var iðulega út um allt stofugólf. Rétt áður en bróðir minn fæddist í febrúar fyrir 16 árum fluttum við í mikið stærra hús. 2 hæða einbýlishús, eitt af þeim elstu í bænum. Keypt af gömlum hjónum sem pabbi þekkti. Þau höfðu verið með húsið á sölu í mörg ár en alltaf sagt nei. Fasteignasalinn sagði við pabba að þetta væri vonlaust. Hringdi svo seinna undrandi og sagði að eigandinn hefði sagt já en gert gagntilboð. Einhvern tíma fórum við í heimsókn og eigandinn sýndi okkur herbergi á efri hæðinni sem hann sagði að yrði mitt herbergi. Ég man eftir tilhlökkun, sá stóran skáp eða hólf. Þetta varð svo herbergið mitt. Í nýja húsinu var stór stofa, eitt hjónaherbergi, 3 minni herbergi, sjónvarpsherbergi, baðherbergi á hverri hæð, eldhús og bílskúr. Það er gaman að búa í stóru húsi og það hefur áhrif. Mig langar í svona hús einhvern tíma. Hús með stórri lóð eins og þetta var. Garðurinn er stór og var stækkaður. Mikið stærri en nokkur sem ég hef séð í Reykjavík. Það sem ég myndi forðast er eitthvað sem kemur ekki til skoðunar fyrr en ég get keypt mína eigin íbúð og það er að hafa öll borð í eldhúsinu í réttri hæð fyrir mig. Íbúðin mín og uppvaxtarheimilið eru svo ólík. Aðgreiningin er algjör. Þetta er mitt heimili á meðan æskuheimilið var hús foreldra minna þar sem ég bjó. Allar breytingar voru að þeirra frumkvæði en ég hafði mitt herbergi.


Að hvaða leyti sækir þú fyrirmyndir til æskuheimilisins í sköpun eigin heimilis? Hvað reynir þú að forðast að taka til fyrirmyndar? Hvernig aðgreinir þú þitt heimili frá æskuheimilinu?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 6 - Persónulegar upplýsingar

Viltu að svör þín verði varðveitt ópersónugreinanleg? Ef ekki er tekin afstaða til þessa er litið svo á að ekki sé óskað nafnleyndar.
Mikilvægt er að fá lágmarks upplýsingar um þá heimildarmenn sem óska nafnleyndar. Þeir sem þess óska eru vinsamlegast beðnir um greina frá eftirtöldum atriðum: Kyn: Aldur: Starf: Menntun/í hvaða námi: Fjölskylduhagir: Þjóðerni: Tegund íbúðar:

Kyn: kk Aldur: 23 Starf: háskólanemi Menntun/í hvaða námi: diplómanám í opinberri stjórnsýslu Fjölskylduhagir:einhleypur Þjóðerni: íslenskur Tegund íbúðar: stúdíóíbúð.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana