LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiStúdentagarður
Ártal2010-2012
Spurningaskrá116 Hvernig er að búa á Stúdentagörðum?

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2012-1-37
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið13.4.2012/26.4.2012
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 6 - Íbúðin

Hversu lengi hefur þú búið á Stúdentagörðum?

Þetta er 3. Íbúð okkar. Við bjuggum fyrst í 50fm í númer 8 og núna í 12 í  87fm íbúðinni. Við erum nýflutt. Við bjuggum í spegilmyndíbúðinni sem er endurnýjað núna. Íbúðin okkar er glæný


Hvar bjóst þú áður?

Í Grafarvogi


Hvernig er að búa í stúdentaíbúð?

Frábært! Einfalt.


Hve miklum tíma eyðir þú/þið í íbúðinni?

Við erum í íbúðinni yfirleitt frá 16 til 8 og svo um helgar


Hvenær er gott að vera þar og hvenær ekki?

Ekki frá 8 til 16 – við búum fyrir ofan leikskóla. Frábært í sumar. Mikil sól.


Hverjir eru helstu kostir íbúðarinnar? En gallar?

Stutt frá háskóla og leikskóla barna. Stór, björt, góðar innréttningar, internettenging, baðker fyrir krakka en ekki venjuleg sturta. Hvað truflar mig mest er tegund ljósanna... eins og í skurðstofu.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 6 - Heimilið

Hvað var það fyrsta sem var gert þegar flutt var inn í íbúðina (t.d. þrifið, kveikt á kertum, loftað út, settar upp gardínur)?

Aðeins þrifið. Íbúðin var endurnýjuð, þannig hún var í mjög góðu ástandi.


Hvenær varð íbúðin að „heimili“ og hvað var það einkum sem gerði hana að því?

Þegar við fluttumst inn, settum upp garðinur, elduðum og borðuðum þar.


Finnst þér að heimilið segi eitthvað um þig/ykkur eða vera einkennandi fyrir þig/ykkur? Að hvaða leyti?

Það segir MJÖG mikið. Við viljum hafa þetta kósý í rólegum litum en samt finnst okkur gott að hafa marglitar myndir... Barnaherbergið er í mörgum litum. Við erum frekar róleg og bjartsýn og svo er íbúðin okkar.


Hvað finnst þér vera heimilislegt (t.d. lykt, hljóð, birta/lýsing, tónlist)?

Lykt, myndir á veggjunum


Gerir þú eitthvað til að skapa heimilislega stemmningu? Hvað, ef svo er?

Ég hef alltaf kveikt í kerti en krakkar eru litlir og ég þori ekki að gera það þegar þau eru vakandi. Mér finnst alltaf gott að baka, þá er þetta bara heimili.


Hvernig er draumaheimilið? Lýstu því hvernig þér finnst að hið fullkomna heimili eigi vera.

Stór íbúð, með stórum gluggum og svona sæti/bekk við glugga með fullt af koddum til að geta lesið. Heimili er fyrst og fremst þar sem fjölskylda er og garðinur, myndir og lykt eru aðeins viðauki.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 6 - Nágrannarnir

Hvernig eru samskipti við nágranna? Á fólk mikið/lítið sameiginlegt (t.d. partý, barnapössun, heimsóknir)?

Við heimsækjum stundum gamla nágranna, en hittumst oft úti í garðinum eða í bókabíl


Hvernig er sameignin notuð?

Hvernig er sameignin notuð? Við notum aðeins þvottahús og það gengur bara vel


Leika börnin (ef einhver) sér saman?

Nei, of lítil til að vera úti sjálf.


Um hvað snúast helstu ágreiningsmálin (t.d. hávaða, umgengni, vonda lykt)?

Engin. Við erum frekar opin, heilsum og brosum en ekki allir svara jafn jákvætt. Kannski er þetta bara persónuleki eða það að við séum ekki Íslendingar erfitt að meta það. En við erum í góðu sambandi við marga.


Reynir þú að kynnast nágrönnum þínum eða heldur þú ákveðinni fjarlægð frá þeim?

Við reynum að kynnast þeim. Spjöllum við flestum í blokkinni.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 6 - Ljósmyndun, útlit heimilisins

Í þessum hluta ert þú beðin(n) um að taka ljósmyndir af íbúðinni. Í fyrsta lagi er um að ræða yfirlitsmyndir af hverju rými fyrir sig (eldhús, stofa, herbergi/alrými, bað) þar sem greina má glugga, hurðir, húsgögn og innréttingar (5-10 myndir). Í öðru lagi er um að ræða persónulegri nálgun þar sem þú ert beðin(n) um að taka myndir af hlutum, veggskrauti og húsgögnum sem þér eru mikilvæg og af uppáhaldsstaðnum þínum í íbúðinni (5-10 myndir). Þú ert beðin(n) um að merkja myndirnar með tölustöfum og segja frá vali á myndefni og því sem fyrir augu ber á hverri mynd fyrir sig. Mynd 1: Þetta er eldhúsið eins og það leggur sig. Mynd 2: Ónýtanlegt horn, skrifborð og sjónvarp. Mynd 3: Hinn helmingurinn af stofunni, sófi, og barnahorn. Mynd 4: Gangur, mynd af París frá ikea. Mynd 5: Klósettið, ekki mikið sem hægt er að segja. Mynd 6: Skiptidýna, það var allavega hugsað fyrir plássi fyrir henni. Mynd 7: Fjólublá útihurð í stíl við gólfið. Mynd 8: Svefnherbergið, tveir krummar sem hanga á veggnum. Mynd 9: Mynd 10: Mynd 11: Mynd 12: Mynd 13: Mynd 14: Mynd 15: Mynd 16: Mynd 17: Mynd 18: Mynd 19: Mynd 20:

Mynd 1: Barnaherberið – við eigum strák og stelpu, þannig ekkert alveg blátt eða alveg bleikt, sem okkur finnst frekar fáranlegt. Margir litir, mörg leikföng og margar, aðgengilegar bækur í hillunni. Tjaldið er jólagjöf frá vinum okkar og krökkum finnst gaman að fela sig í því. Mynd 2: Baðherbergið – erfitt var að taka mynd svo að allt sjáist. Við erum líka með þvottavél og förum svo með föt niður til að hengja upp. Við elskum grænt sem sést á myndinni. Mynd 3: Gangur – frábar og mikilvægur staður í íbúðinni. Krakkar hlaupa og sonurinn tekur fyrsta skref á nýja hjólinu sínu. Í horni við barnaherbergi er eldhús þeirra, þar sem þau elda og búa til kaffi fyrir okkur. Eini staður heima, þar sem má leika sér með bolta. Mynd 4: Svefnherbergi – ekki alveg búið að gera fínt. Það vantar mynd á vegginum, en þar er ein bruðkaupsmynda okkar á milli glugga.Mynd 5: Stofa – Borðið stendur alltaf á mottunni svo að auðvelt sé að færa það. Við notum samt mottuna til að leika okkur með lego kubba. Sofi og stóll eru frekar létt þannig einfalt að færa. Við færum þessi husgögn oft – fer eftir því hvort við viljum horfa á sjónvarp eða dansa. Mynd 6: Eldhúsið – á myndinni sést ekki vaskur fullur af óhreinum diskum J Mynd 7: Inngangur – mikilvægt að hafa líka jákvæðan lit strax þegar maður kemur heim. Mynd 8: Barnatjaldið – veitir börnum örrugan stað og þeim finnst gaman að fela sig og foreldrar verða að finna þau. Mynd 9: Tágaskúffusett – eins og ég nefni á eftir var settið pantað og gert í Póllandi þegar við bjuggum enn þar. Gaman að á eitthvað sem minnir okkur á lífið í Póllandi. Mynd 10: Mynd – við fungum hugmynd á vefsíðunni Hugmyndir fyrir heimili. Gerð úr vaxlita og bráðin með hárþurrku. Það var svo gaman að búa hana til. Mynd 11: Krakkamyndir – núna eru bara fætur og hendur en verk þeirra koma bráðum á vegginn. Mynd 12: Ísskápur – allt sem er þar hefur einhverja sögu. Maríu mey höfum við fengið frá nönnum sem búa í Ingólfstræti, á móti Bónus. Við kaupum líka merki staða sem við heimsóttum: Fareyjar, Ísland og líka staðir í Póllandi: Zakopane og Poznan heimaborgin okkar.


Hvað hangir á veggjunum?

Vinkona okkar.


Hver saumaði gardínurnar?
Hvaðan koma húsgögnin? Eru þau ný eða notuð (t.d. frá nytjamörkuðum, skyldfólki, keypt sérstaklega fyrir þessa íbúð, voru í fórum þínum áður)?

Flestir husgögn eru notuð. Stofuborð og stólar frá Góða hirðinum, sófi frá vinkonu sem flutti til Póllands, borð, barnarúm og dýnur okkar eru lánuð frá íslenskum vinum. Skrifborð eru frá ikea Þau eru held ég ein sem eru ný.  


Eru einhver húsgögn þér kærari eða mikilvægari en önnur? Hvers vegna?

Skúffusett sem er á myndinni. Við höfðum hana smiðað í Póllandi og komum með hana hingað. Efni sem hún er gert úr er mjög pólskt J og minnir á upprunalandið okkar. Við eigum hana síðan við vorum gift þannig hún var alltaf með okkur.


Hvað með skraut og smámuni? Vekja þeir upp einhverjar minningar/sögur? Segðu frá þeim.

Myndin sem er myndinni bjuggum við sjálf til. Fætur og hendur krakka minna okkur á það að við berum ábyrgð á þeim... þau eru svo lítil og þarfnast okkur. Dót á ísskápnum er bæði frá Póllandi og Íslandi. Við keyftum sumt og svo var líka eitthvað gefið af gestum. Tóm ísskáparhurð er mjög óheimilislegt.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla, nema þeirri fyrstu, í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 6 - Uppvaxtarheimilið

Segðu frá æsku- og uppvaxtarheimili þínu í grófum dráttum. Hversu margir voru í heimili? Hve stór var íbúðin eða húsið? Var oft flutt á milli staða? Ef svo er, voru sérstakar ástæður fyrir því?

Ég ólst upp í Póllandi. Ég bjó frá 3ja ára í blokkinni á 11 hæð. Þangað til ég var 10 ára bjuggum við þar samtals 6 og svo flutti bróðir minn til afa sem var veikur. Fyrsta eigin herbergið mitt var þegar ég var 21, held ég. Íbúðin var sa.84 fm, þ.e. 2 svefnherbergi, stofa þar sem foreldrar líka sváfu, eldhús og borðstofa, sem var áður herbergi en var sameinað með eldhúsinu. Við fluttum ekki mikið. Þegar ég var ekki til fluttu foreldrar mínir kannski 4 sinnum. Bjuggu fyrst hjá foreldrum mömmu og svo pabba. Svo leigðu lítil íbúð og svo bjuggu í húsinu föðursystur, þegar hún óg fjölskylda hennar bjuggu í Frakklandi. Á þessum tíma þurfti maður að sækja um íbúð og bíða stundum í mörg ár til að fá uthlútun. Skemmtilegt var líka að kommunisk stefna var að allir voru eins og svo bjó í gangstíganum okkar hermaður, bílstjóri, lögræðingur, læknir, verkmaður o.fl. Mjög skemmtileg blanda. En á þessum tíma þekktust allir og lánuðu hver öðru ef einhverjum skorti egg eða laukur. Læknir sem bjó á 5 hæð var læknir allra í stíganginum og tók ekki penning. Mamma mín bakaði samt alltaf fyrir fjölskyldu hennar.


Að hvaða leyti sækir þú fyrirmyndir til æskuheimilisins í sköpun eigin heimilis? Hvað reynir þú að forðast að taka til fyrirmyndar? Hvernig aðgreinir þú þitt heimili frá æskuheimilinu?

Ég reyndi að ganga frá. Hjá okkur var mikið í drasli... ég meina það var ekki ikea og erfitt var að fá allt skippulagt, sérstaklega með 4 börn. Heimili okkar var alltaf mjög opið. Allir gátu komið og fengið té og köku. Við höfum þetta eins. Ég baka oft og hef fólk hjá okkur gjarnan.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 6 - Persónulegar upplýsingar

Viltu að svör þín verði varðveitt ópersónugreinanleg? Ef ekki er tekin afstaða til þessa er litið svo á að ekki sé óskað nafnleyndar.

nei


Mikilvægt er að fá lágmarks upplýsingar um þá heimildarmenn sem óska nafnleyndar. Þeir sem þess óska eru vinsamlegast beðnir um greina frá eftirtöldum atriðum: Kyn: Aldur: Starf: Menntun/í hvaða námi: Fjölskylduhagir: Þjóðerni: Tegund íbúðar:

Kyn: kona Aldur: 30 Starf: doktorsnemi Menntun/í hvaða námi:þýðingafræði Fjölskylduhagir: 2 börn Þjóðerni: pólsk Tegund íbúðar: fjölskylduíbúð, 2 svefnherbergi, stofa


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana