LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurJoan Perlman
VerkheitiFrom IceV1-3
Ártal2007

GreinNýir miðlar - Vídeóverk
Stærð142 x 190 cm
Tímalengd00:07:
Eintak/Upplag1/1
EfnisinntakJökulá

Nánari upplýsingar

NúmerHb -1342
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráHeildarsafn

HöfundarétturJoan Perlman

Sýningartexti

"Í einfaldleika og vönduðu yfirbragði listaverka Joan Perlman má sjá áhrif frá Richard Serra og Richard Long, tveimur listamönnum sem einnig hafa markað spor á Íslandi. Perlman laðast að notkun Serra á rúmfræði og næmi hans á efni og mælikvarða. Frá Long fær hún innblástur af langvarandi samskiptum hans við landslag og þeirri einingu sem ríkir milli sköpunarferlis og lokagerðar verka hans. Listinn yfir áhrifavalda hennar - þar á meðal 16. og 17. aldar kínversk landslagsmálverk, japönsk Zen málverk frá miðöldum, blekpennateikningar van Gogh auk verka Evu Hesse og Marks Rothko - sýnir hvernig hún laðast að einfaldri fagurfræðilegri sýn sem einkennist af alúð við mælikvarða, liti, vinnsluferli og efni, og umfram allt, tilliti til náttúrulegra forma.

Eins og öll skapandi tímamót hófust tengsl Perlman við Ísland með því að hún tók hliðarskref. Árið 1991, meðan hún bjó í San Francisco, fór hana aftur og aftur að dreyma Ísland. Hún vissi ekkert um landið og man ekki eftir neinni tilvísun sem kann að hafa komið þessari ásókn af stað. Samt skynjaði hún landið í svefninum sem öfgafengið og þótt það væri ekki ógnvekjandi fannst henni það búa yfir einhverjum "frumkrafti"." 

[...]

"Perlman kom fyrst til Íslands árið 1995. Í fimm vikur ferðaðist hún ein um landið og fann tengsl við landslagið verða til innra með sér. Í síðari ferðum hefur hún haft tækifæri til að gefa gaum að tilteknum stöðum, tala við fólk og fræðast um hið jarðsögulega ferli sköounar og ummyndunar sem svo ljóslega má sjá á yfirborði landsins."

(Anne Brydon, "Og jörðin af vatni: Listsköpun Joan Perlman", Frumkraftar, sýningarskrá Hafnarborgar 2007.)

"Í einfaldleika og vönduðu yfirbragði listaverka Joan Perlman má sjá áhrif frá Richard Serra og Richard Long, tveimur listamönnum sem einnig hafa markað spor á Íslandi. Perlman laðast að notkun Serra á rúmfræði og næmi hans á efni og mælikvarða. Frá Long fær hún innblástur af langvarandi samskiptum hans við landslag og þeirri einingu sem ríkir milli sköpunarferlis og lokagerðar verka hans. Listinn yfir áhrifavalda hennar - þar á meðal 16. og 17. aldar kínversk landslagsmálverk, japönsk Zen málverk frá miðöldum, blekpennateikningar van Gogh auk verka Evu Hesse og Marks Rothko - sýnir hvernig hún laðast að einfaldri fagurfræðilegri sýn sem einkennist af alúð við mælikvarða, liti, vinnsluferli og efni, og umfram allt, tilliti til náttúrulegra forma.

Eins og öll skapandi tímamót hófust tengsl Perlman við Ísland með því að hún tók hliðarskref. Árið 1991, meðan hún bjó í San Francisco, fór hana aftur og aftur að dreyma Ísland. Hún vissi ekkert um landið og man ekki eftir neinni tilvísun sem kann að hafa komið þessari ásókn af stað. Samt skynjaði hún landið í svefninum sem öfgafengið og þótt það væri ekki ógnvekjandi fannst henni það búa yfir einhverjum "frumkrafti"." 

[...]

"Perlman kom fyrst til Íslands árið 1995. Í fimm vikur ferðaðist hún ein um landið og fann tengsl við landslagið verða til innra með sér. Í síðari ferðum hefur hún haft tækifæri til að gefa gaum að tilteknum stöðum, tala við fólk og fræðast um hið jarðsögulega ferli sköounar og ummyndunar sem svo ljóslega má sjá á yfirborði landsins."

(Anne Brydon, "Og jörðin af vatni: Listsköpun Joan Perlman", Frumkraftar, sýningarskrá Hafnarborgar 2007.)


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta listaverk er í safneign Hafnarborgar – menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Safneignin telur yfir 1500 verk, er þetta er skrifað. Í skráningunni er verkunum skipt í fjóra flokka sem eru: almenn listaverkaskrá, stofngjöf, verk Eiríks Smith og útilistaverk í Hafnarfirði. Ekki eru til birtingarhæfar ljósmyndir af öllum verkum, þó unnið sé að úrbætum í þeim efnum.

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og safnsins. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu- eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting eða eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef (myndstef@myndstef.is).


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.