LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurDouwe Jan Bakker 1943-1997
VerkheitiA VOCABULARY SCULPTURE IN THE ICELANDIC LANDSCAPE (1975), Reykjavík/Haarlem 1976-1977. Fragments and
Ártal1981

GreinBóklist - Bókverk
Stærð24 x 17 x 0,3 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakLjósmynd, Texti

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-8709
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá, DCA

EfniPappír
Aðferð Prentun
HöfundarétturDouwe Jan Bakker-Erfingjar

Lýsing

Verkið er 32 blaðsíður, svarthvítt prentaðar ljósmyndir og texti á hálf-glans pappír. Bókin samanstendur af myndum og texta úr verki listamannsins, unnið á árunum 1975-1977, sem ber sama titil og bókin. Upprunalega verkið samanstendur af safni 72 ljósmynda úr íslensku landslagi sem samsvarar jafnmörgum íslenskum landslagsheitum. Bókin sýnir úrval 25 ljósmynda og heita úr verkinu ásamt hluta af texta á ensku, fenginn af sýningu árið 1978. Útgefin í tengslum við sýningu Douwe Jan Bakker í Heine Onstad Kunstsenter í Høvikodden, Noregi, 1981-1982. Bundin með mjúkum spjöldum. Upplag óþekkt.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.