Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiLíkkistuhalda
Ártal1200-1700
FinnandiKristján Eldjárn 1916-1982

StaðurSkálholt
ByggðaheitiBiskupstungur
Sveitarfélag 1950Biskupstungnahreppur
Núv. sveitarfélagBláskógabyggð
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)

Nánari upplýsingar

NúmerSk-59-a-c/1954-1-59
AðalskráJarðfundur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá_Munir, Fundaskrá, Skálholt (Sk)
Stærð25,5 cm
EfniJárn
TækniJárnsmíði

Lýsing

Aðrar grafir. S59 a-c. Þrír líkkistuhankar úr járni, af kistu Jóns biskups Vídalíns; voru tveir slíkir hankar hvoru megin, gerðir úr sívölum óbreyttum járnstöngum sem þó eru gildastir um miðjuna og krappt beygðir inn undir sig til beggja enda svo að þeir verða óvenjulega þröngir eða lágir, aðeins 7 cm yfir bogann; lengdin er 25,5 cm. Kengirnir, sem hankarnir hafa leikið í, ganga gengum þunna járnskildi í líkingu við fjögurra blaða rós og eru 11 cm milli blaðtungna. Tvær slíkar rósir eru þannig undir hverjum hanka. (ljósmynd)

Heimildir

Kristján Eldjárn, Håkon Christie, Jón Steffensen: Skálholt fornleifarannsóknir 1954-1958.Reykjavík 1988.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana