Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HönnuðurÞorkell Gunnar Guðmundsson 1934-2021
VerkheitiSpíra
Ártal1965-1967
FramleiðandiÁ. Guðmundsson ehf

GreinHönnun
Stærð60 x 150 x 63 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakBekkur, Legubekkur, Sófi

Nánari upplýsingar

NúmerHs/2000-85
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAlmenn listmunaskrá

EfniFura, Textíll, Ullarefni
AðferðTækni,Húsgagnasmíði

Lýsing

Legubekkur, sófi smíðaður úr furu klæddur með íslensku ullaráklæði. Það var sérstaklega unnið fyrir þennan bekk hjá Gefjun í samráði við hönnuðinn Þorkel G. Guðmundsson. Bekkinn er hægt að lengja með því að leggja arma hans niður. Tveir sívalir lausir púðar í baki. Gefinn til safnsins af hönnuði árið 2000.

Sófinn og lausn að framlengingu á honum var hannað 1965.

Nafn sófans er dregið af því þegar armarnis á endunum er lagðir niður, þá "spírar" sófinn til allra átta.

Sófinn fór í framleiðslu árið 1967 og var útflutningsvara til Danmerkur, Þýskalands og Færeyja um árabil.

Um bólstrun á bekkjunum sá Sigurður Már Helgason bólstrari (Módelhúsgögn).


Heimildir

Alþýðublaðið, 19.9.1969.

Þetta aðfang er í Hönnunarsafni Íslands. Safnið á og geymir um 1100 muni, íslenska og erlenda. Frá því að það var stofnað árið 1998, hafa aðföng borist safninu með reglubundnum hætti. Stór hluti safneignarinnar eru gjafir en einnig reynir safnið eftir fremsta megni að kaupa inn þýðingarmikla muni fyrir sögu íslenskrar hönnunar. Safnið hefur skráð um 1100 muni í Sarp en nokkuð vantar upp á að þeirri skráningu sé lokið.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.