Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHúsdýr, Nafn
Spurningaskrá68 Auðkenni og nöfn húsdýra

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1908

Nánari upplýsingar

Númer8609/1987-3
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.12.1987
Nr. 8609

p1
Nöfn nautgripa: Glaumhyrna, Gýghyrna, Hnífilhyrna, Hringhyrna, Hokinhyrna, Hlöðuhyrna, Ljómalind, Flóra, Fína Branda, Gæla, Grýla, Gullhúfa, Gríma, Sæunn, Stássa, Þökk, Þaramjöll, Stóravömb, Stórahesja, Magra Grána, Litla Lína, Skítuga Kolla, Skrauta, Freyja, Skjóða, Skollalág, Gláma, Katla, Dropadrjúg, Stritla, Stimpa, Huppa, Dumba, Gliðra, Gilla, Droplaug, Júgurprúð, Prýði, Básavilt, Björt, Brana, Stóra Hesja, Skjalda, Sænauta Grána, formóðirin átti að hafa verið sækýr og var mikið mjólkurkyn út af henni. Búkolla, Dúfa, Dröfn og Þöll Drífa, Rösk og Elja Frenja, Lóa, Flóra Mjöll Freyja, Gæfa, Selja.

Skotta, Laufa, Skrauta, Lind Skráma, Hyrna, Gyðja Gullbrá, Lokka, Grána, Hind Gríma, Lukka, Hnyðja. Sauðfé: Þekkum öll dæmi sem þið nefnið um hornalag. Afturhyrnt, framhyrnt, gleiðhyrnt, hringhyrnt, krókhyrnt, snaghyrnt, úthyrnt, vaninhyrnt, öngulhyrnt, ferhyrnt, spjóthyrnt, hníflótt. Á suðurlandi voru hyrndar kindur kenndar við Kleifar í Gislfirði, en kollótt fé við Ólafsdal. Þótti kollótta féð afurða meira en það hyrnda betra að bjarga sér til beitar. Nöfn dregin af hornalagi: Hringhyrna, Snaghyrna Hnýfla, Gleiðhyrna, Krókhyrna, Öngulhyrna, Stúfhyrna, Einhyrna, Brotinhyrna, Slóhyrna, Mjallhvít dregið af ullarlagi og lit. Golsa, Móra, Flekka, Svört, Hálsa, Bílda, Prýði, GLóð, Sokka, Grákolla, Augabrún, Stjarna, Laufa, Lokka, Litbrá Lísa, Blíða, Ljúfa, Lögg, Brúða, Mjöll

p2
Suðurvíkur Kolla, Þykkjvabæjar Hyrna, Höfðabrekkumóra, Hvammsgrána. Höfðahálsa, bar alltaf í Hjörleifshöfða, þótt hún ætti heima á Höfðabrekku. Hrútinn Sæli frá Ársæli. Hrúturinn Stökkull undan Höfðahálsu sem stökk yfir allar girðingar. Einnig stukku þau mæðgin yfir tvöflöld jötubönd, til þess a geta valið það sem þeim þótti best úr fóðrinu. Skapgerð kom í ljós á fyrsta ári. Sum lömb gengu harðar fram í því að velja úr fóður, ruddu öðru frá og stönguðu, ef annað dugði ekki. Sum voru gæf og vægðu jafnan. Mörgum hrútum þótti mjög gott að láta strjúka sér um vanga og hændust að mönnum. Engar skepnur þóttu mér skemmtilegri fyrir utan hunda. Sumir hestar áttu þessa skapgerð til, en voru mis upplagðir til blíðuhóta. Sumar kindur höfðu greinilega hæfileika til forystu og kom það snemma fram. Vildu ráða ferð og stefnu og virtust hafa meira vit en aðrar í hópnum. Þær sýndu vissa ákveðni og sýndust jafnvel geta metið aðstæður. Það hefði átt að gera rannsóknir á slíkum kindum. Þetta er reyndar svipað og með manninn. Varla eru meira ein einn af hundraði sem hafa hæfileika til að stjórna öðrum, nema þeir eru það verri en sauðféð að þeir gefa sig oft fram til slíkra starfa á þess að geta það. Geitfé: Ekkert veit ég um geitfé, nema þegar ég tíu ára gamall, þá á Bakka í Hnífsdal, N.Ís. var látinn gæta kúa stuttu eftir að þeim var sleppt út. Gætti ég kúnna við svokallaða Bakkaskriðu, nálægt girðingu meðfram engjunum. Kom þá til okkar kiðlingur, sennilega undanvillingur. Kúnum brá svo við að sjá þennan svartflekkótta litla kiðling að þær hlupu til okkar bölvandi með hausinn undir sér, svo við áttum fótum okkar fjör að launa innfyrir girðinguna.

p3
Hestanöfn: Hestum voru gefin nöfn út frá lit og ýmsum sér einkennum. Þau nöfn sem nefnd eru á bls. 2 kannast ég við. Nafngiftir voru á ýmsa vegu. Hestar sem keyptir voru frá öðrum landshlutum voru gefin ný nöfn annars voru folöldum oftast gefin nöfn meðan þau gengu undir. Stundum breytt um nafn ef hrossið þótti vinna til þess og eitthvað í fari þess breyttist eða þróaðist. Oft breyttist skapgerð hesta, ekki síður en manna. Mótast jafnvel eftir manngerðinni sem þjálfar hann. Auðvelt að gera hest taugaveiklaðan. Ætti fyrst að athuga skapgerð temjarans áður en farið er að temja. Hestar voru oft kenndir við fyrri og núverandi eigendur svo og bæi. Oftast réði litur nafngift hest, oft þó augu, fax og tagl, skap, vilji, þol og fegurð. Nöfn á hryssum: Ása, Anna, Alli, Alda, Árna. Blika, Brana, Brúna-Stjarna, Buska, Brúnka, Brynja, Bleikála, Bóthildur, Bleik. Dögun, Drottning, Djörfung, Dallas, Drótt, Dúna, Dollý, Dótla, Dúkka. Elísa, Eva, Engjamósa, Elding, Flugsvinna, Freysting, Fenna. Fluga, Freyja, Frekja, Fljóð, Fönn, Fjöður. Glóð, Gyðja, Greiða, Gerla, Gletta, Gola, Garún, Gláma, Glenna, Gletta, Gná, Gígja, Grána, Gjöf, Gasella, Gutla, Góa. Hátíð, Heiðrún, Hylling, Héla, Hrefna, Hremmsa, Hrafnhetta, Hekla, Herva, Hera, Hrund, Hrafnkatla. Ylva, Yrja, Ira, Ýr. Jörp, Litla Jörp. Kylja, Kvika, Kátína, Kveðja, Kolbrún, Kolka, Kría, Kápa, Kola. Lipurtá, Lótus, Löngumyrar Skjóna, Ljúfa, Lóa, Linsa, Lonta, Lögg, Lokka. Mósa, Menja, Mugga, Móra, Mön, Mús, Molda, Mínerva. Næturdís, Nanna, Nös, Nótt, Nýpa. Otra, Óða-Rauðka, Olga, Prinsessa, Píla, Perla, Púma,Rönd, Rós, Rögg, Rán, Rauðhetta, Rjóð, Rimma, Rein, Roðadís. Snekkja, Sera, Snerpa, Skotta, Skjóna, Stjarna, Sylgja, Skeifa.

p4
Síða, Snælda, Sabína, Spök, Sunna, Snerra, Sara, Spóla, Snældublesi. Stygga Brunka, Snegla, Snotra, Svala. Toppa, Tinna, Týra, Tófa. Viðja, Vaka, Vinda, Venus, Vordís, Virðing Þoka, Þökk, Þota, Þrá, Þöll Ösp, Ör. Nöfn á hestum: Angi, Amor, Aron, Adam, Ás, Brúnir, Blossi, Brjánn, Bróðir, Barón, Bylur, Bikar, Fagri Blakkur,Fáni, Fylkir, Fitjungur, Bráinn, Feykir, Fákur, Frami, Flosi, Faxi, Brúnn, Brandur, Blíðfari, Fleygur, Blossi, Hóla-Blesi. Dóni, Dreyri, Dýrlingur, Dagfari, Dagur, Davíð Dynfari, Fjalar, Frosti, Dýri, Djákni, Eiðfaxi, Freyr, Eldur, Eðall, Eldjárn, Blær, Forkur, Funi, Fífill, Fróði, Fengur, Fönix, Elías, Erpur, Efi, Dreyri, Freyfaxi, Fagri Skjónai, Fáfnir, Fjölnir, Gráskjóni, Glófaxi, Glói, Gnyr, Glaður, Glámur, Goði, Gustur, Glaumur, Gapi, Glaseygði Glúmur, Grettir, Gösli, Gylfi, Erró, Glóblesi; Geisli, Greiði, Flugari, Erill, Gáski, Glanni, Gjálpar, Gnýfari, Gormur, Gimsteinn, Gassi, Flaumur, Glettingur, Glitfaxi, Gráni, Glanni, Fróði. Höttur, Hörður, Hrímfaxi, Hraðfari, Hlaupari, Hvítingur, Hrekkur, Húsbónda Gráni, Hóla Blesi. Hrímnir, Hrafn, Hvatur, Hervar, Hvammur, Heródes, Háleggur, Hvinur, Heljar, Hlynur, Hrollur, Haki, Háfur, Hrókur, Hannibal, Höður, Höfgi, Haubúi, Hnokki, Hljómur, Hölkvir, Hreimur, Högni, Háfeiti, Jón Haukur. Jökull Jörvi, Ísak, Kinnskær, Kári, Kjarval, Kveikur, Kraftur, Jarpur, Júpiter, Klaufi, Krummi, Kolskeggur, Skuggabaldur, Skuggi, Klúbbur, Krapi, Halsi, Kjarni, Klerkur, Kátur, Kórall, Kaldi, Kolbakur, Kópur, Kristur, Kólfur, Kjói, Laufi, Litfari, Lýsingur, leistur, Lokkur, Lati Brúnn, Litur, Litli Brúnn, Lýtingur, Ljóri, Logi, léttir, Limbó, Ljúfur, Litli Jarpur. Léttfeti,. Móri, Moldi, Móalingur, Mörður, Merkur Brúnn, Moldhrúga, Glámur, Muggur, Máni, Mjölnir, Náttfari, Prestsgráni, Prúður Outalingur. Penni, Nasi, Neisti, Núpur, Nori, Nafni, Óðinn,Otur, Orri, Ögri, Örvar, Ófeigur, Nökkvi, Trítill, Úi, Verðandi, Pá, Úlfur, Öngull, Öru, Ópal, Óður, Rauður Rauðskjóni, Ratvís, Rökkvi, Rúbin, Reykur, Randver, Randi, Rektor, Rauði Núpur, Riddari, Vindur, Vísir, Þokki, Tappi, Toppur, Bíkingur, Tvistur, Vani, Vafi, Vinur, VÖttur, Þáttur Þorri.

p5
Sörli, Sokki, Skjóni, Stormur, Sóti, Skenkur, Sleipnir, Sindri, Svalur, Sprettur, Skrauti, SKörungur, Stökkull, Skröggur, Seifur, Sporður, skolur, Snjall, Svipur, Smári, Sólfaxi, Skuggi, Skuggabaldur, Spói, Sjúss, Snillingur, Sómi, Stelkur, Sólon, Sölvi, Skór, Skolli, Strákur, Sveipur, Sproti, Stígandi Sikill, Skáti, Sváfnir, Stígur, Skyggnir, Snældublesi, Skilir, Sær, Svarri, Sorti, Sólberg, Snarfari, Skeiðfari, Stirnir, Skálmari, Spænir, Silfri, Sókron, Smugg.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana