Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHúsdýr, Nafn
Spurningaskrá68 Auðkenni og nöfn húsdýra

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1895

Nánari upplýsingar

Númer8539/1987-3
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.12.1987
Nr. 8539

p1
Hestanöfn: Sleipnir, tilþrifamikill. Litfari, ruglaður litarháttur. Stígandi fjölhæfur fjörhestur. Frosti hélugrá litbrigði. Mósi grár, dökkur í tagl og fax. Hugi góðlundir alltaf eins og hugur manns. Fjöldi hestanafna er myndaður út frá háralit og út frá þeim ýmsu einkennum er hestarnir sýna. Eins er það með önnur húsdýr. Nöfn sauðfjár geta að vísu komið til með forystufé, en ekki hornalagi eins og spurt er um. Hrossum var yfirleitt gefin nöfn á tamningaraldri. Spurt er um vísur eða þulur sem fela í sér nöfn nautgripa: Rauðka kusa rekur við rétt um miðafnani Hún hefur lengi haft þann sið hennar er ljótur vani.

Mjólkurfroðan minnka fer má að voði heita Kýr úr doða drepst hjá mér drekk ég soðið heita.

Mikið er um þá maðurinn býr margt hefur hann að hugsa Það er á við þrettán kýr þrjátíu lömb og uxa.

Vilji einhver kaupa kau komi sá í fjósið Til er ég ef til ert þú taktu með þér ljósið.

Búið er þetta boli setti í kúna yxnis þétta ásinn sinn allt fór rétt um getnaðinn.


p3
Eldishesta ær og kýr ekki brestur manninn En eitt er verst er að honum snýr enginn festarsvanninn.

Það var heppni að Hosa fór (ærin) Hringa mælti sólin Annars hefðu engir skór orðið til um jólin.

Til ánna hleypti ég einatt hrút þær eðlis gleyptu prjóna Lömb heilsteypt fékk aftur út er svo leyft að þjóna.

Kurli hrósa maður má munarós þó falli enn skína ljósið andans frá öldnum fjósakalli. Hér fylgja líka prentaðar vísur á nokkrum blöðum.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana