68 Auðkenni og nöfn húsdýra
Nr. 8530
p1
Eftir lestur skrár
68 fór ég að hugleiða hvernig eða hvort ég gæti á nokkurn hátt svarað spurningunum.
Ekki hef ég fjárbækur né kúabækur við höndina, svo það vað ofaná að rifja
upp nöfn á búpeningi sem ég mundi frá uppvaxtar- og búskaparárum mínum
á Smáhömrum. Þessar nafnaskrár sendi ég þó ófullkomnar séu. Mjög
mörg nöfn eru dregin af lit og tel ég að þau skýri sig sjálf og svo er
um fleiri nöfn að þau þurfa ekki skýringa við. Hestar: Ég ætla að fara
nokkrum orðum um þarfasta þjóninn. Flesta liti sem getið er um í skránni
kannast ég við. Heimaöldum hestum var strax gefið nafn. Ef aðkeyptir hestar
komu nafnlausir vour þeir oft kenndir við fyrri eiganda eða bæjarnafn sbr.
Sakki af Sakarías. Dalgeir af Dalgeirsstöðum. svo eitthvað sé nefnt. Brúnstjarni
fæddist brúnn með stjörnu í enni, lýstist með aldrinum, varð steingrár,
en nafninu hélt hann til æviloka. Flest nöfn á skránni sem ég hef
skrifað eru af Smáhamrahestum, þó eru undantekningará því. Efstur á lista
er Blakkur. Árið 1960 var stofnað hestamannafélag í Strandasýslu. Stofnfélagar
voru 15 úr þremur hreppum, þe. Hólmavík, Kirkjubæ og Óspakseyrarhr. Félaginu
var gefið nafnið Blakkur eftir góðhesti sem J.Ó. á Kollafjarðarnesi og
síðar Þingeyrum átti og saga er af í Horfnir góðhestar, skráð af syni eiganda,
Ásgeiri frá Gottorp. Víðar hefur þetta nafn þekkst. Þingmaður Strandamanna
Hermann Jónasson forsætisræaðherra kvað: Við skulum brokka Blakkur minn
- báðir stutta ævi - Varla held ég vekurðin - veröldinni hæfi.
p2
Nautgripir: Viðvíkjandi
nautgripum eðr ég að mestu að láta nafnaskrá nægja. Í mörgum nöfnum felst
lýsing á gripnum lit eða öðrum einkennum. Algengir litir nautgripa rauður,
grár, hvítur, bröndóttur, flekkóttur, skjöldóttur, svartur. Nautgripir
og sauðfé átti það sameiginlegt að vera nefnt svart, en hestar í sama lit
voru nefndir brúnir, sbr. Brúnn og Brúnka. Sauðfé: Ekki er
ég fær um að lýsa byggingarlagi sauðfjár og verður nafnalistinn að duga
í því efni, það sem hann nær. Mér til afsökunar skal þess getið að glögg
verkaskifting var milli karla og kvenna á þeim árum sem ég hef til viðmiðunar.
Sauðir eru ekki nenfndir í nafnaskrá þeirri er ég sendi, en þeir settu
mikinn svip á fjárhópinn á fyrrihluta aldar. Í fjárbókum er þeirra ekki
getið, þó þeir væru gullsígildi í orðsins fyllstu merkingu meðan þeir voru
seldir á fæti til Englands og greiddir í gulli. Sauðir voru veðurglöggir
og góðir til forystu. Vel man ég hvítan forystusauð með bjöllu á horni,
sauðaklukku. Ég hripa hér niður gamla vísu, óvíst um höfund og aldur: Mórauður
með mikinn lagð - mænir yfir sauðakrans (fans) - Hófur, netnál, biti, bragð
- á báðum eyrum mark hans er. Geitfé var ekki til í Strandasýslu
svo ég vissi.
p3
Nafnaskrá hestar:
Blakkur, Sörli, Smári, Snarfari, Sprettur, Léttir, Spói, Baldur, Korgur,
Austri, Blesi, Skjóni, Rauður, Gráni, Bleikur, Krummi, Skussi, Mökkur,
Þokki, Glaður, SKuggi, Trausti, Tryggvi, Sakki, Sokki, Frosti, Hreggviður,
Snillingur, Sníkir, Jarpur, Mosi, Dalgeir, Skúmur, Léttfeti (Feti), Glassi
galseygur hestur. Posi, Randver, Fóthvatur, Hnokki, Póstur, Fífill, Lýsingur,
Skröggur, Faxi, Björkur, Brúnstjarni, Stjarni, Tvistur 2 stjörnur á enni.
Glói, Gáski, Kolskeggur, Finnur. Hryssur: Freyja, Perla, Blesa, Bleik,
Rauðka, Brúnka, Grána, Stjarna, Kúfa, Mósa, Ljóska (ljósa Skjóna). Ófeig,
Skjóna, Skvetta, Skoppa, Gletta, Padda smávaxin. Öld f. 1901. Sokka, Fönn,
Fífa, Mön, Dögg, Drífa, Lýsa.
p4
Nafnaskrá, kýr: Ljómalind,
Auðhumla, Grána, Skjalda, Kolgrön, Búkolla, Búbót, Hvít, Flekka, Rósamunda,
Branda, Lukka, Húfa, Gufa, Brana, Hyrna, Gæfa, Drottning, Dumba, Dimma,
Flóra, Fríða, Reim. Nafnaskrá, ær: Mjöll, Freyja, Mjallhvít, Krúna,
Grána, Héla, Gulakolla, Hrefna, Svört, Svarthyrna, Kola, Dimma, Svartakolla,
Nös, Skessa, Spök, Hetta, Flekka, Fáséð, Botna, Rófa, Gleiðhyrna, Kúpa,
Hnífla, Hosa, Kápa, Læða, Gæfa, Lukka, Budda, Gullbrá, Fjárprúð. Ófeig,
Gibba, Gimba.
Hrútar: Vinur, Smári,
Garpur, Grettir, Bjartur, Gámur, Freyr, Rútur, Spakur, Gáski, Blakkur,
Svipur, Trölli, Óðinn, Ófeigur, Hnífill, Óspakur.