Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHúsdýr, Nafn
Spurningaskrá68 Auðkenni og nöfn húsdýra

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1919

Nánari upplýsingar

Númer8607/1987-3
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið23.2.1988
Nr. 8607

p1
Ærnöfn: Hér um slóðir er það aldagömul venja að hver kind beri sitt nafn. En eftir 1940 hefur það farið vaxandi að menn númeri fé, ber þá kindin bæði nafn og númer. Sumir nota bara númerin og eru hættir að skíra nöfnum og fer það vaxandi. Aðrir halda sig eingöngu við nöfnin. Ærnöfn eru af ýmsum toga spunnin, þó er lang algengast að nafnið sé dregið af útliti kindarinnar svo sem lit, ullarfari, hornalagi, stærð, lundarfari og hátterni. T.d. Gul, Gulhnakka, Fönn, Bílda, Skeifa, Spíra, Smáhyrna, Stygg og Gæf. Þá er nokkuð um blóma- og fuglanöfn og rekast þar saman ær og konunfn t.d. Sóley, Fjóla, Lilja, Svala og Lóa. Það skal tekið fram, að hér var ekki siður að skíra ær alkunnum konunöfnum, ef útaf var brugðið var mönnum talið það til vansa. Ær hafa verið skírðar kunnum örnefnum s.s. Hekla og Herðubreið, sum eru hlutanöfn, hugtök og svo tilbúningur út í loftið, sumt gott annað miður. Eins og áður greinir eru nöfn mjög dregin af hornalagi kinda t.d. Háhyrna, Kreppa, Skeifa, Spjálk, Sauðhyrna, Breiðhyrna, Mjóhyrna og Hornbrota. Hér vil ég leitast við að lýsa afbrigðum af hornalagi kinda, þó það verði ekki tæmandi upptalning. Upphyrnt er kallað þegar hornin vaxa upp úr hausnum, oftast með fremur stuttu millibili og sveigjast hornin þá aftur um eða ofan við miðju. Afturhyrnt er að nokkru svipað, nema þá vaxa hornin nokkuð jafnt upp og aftur. Úthyrnt er kindin þegar hornin vaxa út úr hausnum og út frá honum. Spírhyrnt og spjálkhyrnt er að mörgu leyti svipað, en hornin eru þá stærri og á spjálkyrndu fé breið, en mjórri á því spírhyrnta. Þessi 3 síðast töldu hornaafbrigði þykja óheppileg, bæði hvað þessar kindur eru plássfrekar á garða, en þó einkum við burð, þar sem afkvæmin verða gjarnan úthyrnt líka. Skeifhyrnt er þegar hornin mynda skeifu og hrinhyrnt þegar þau eru hringlaga. Krapphyrnt þegar hornin eru lítil í kröppum hring. Kopphyrnt, þá vaxa hornin upp úr hausnum og endarnir vísa aftur og saman.

p2
Öskjuhyrnt er svipað, en hornin þá stærri og beygjurnar meiri. Kúðhyrnt er kallað þegar hornin koma upp úr hausnum og vaxa aftur út og fram án þess þó að mynda skeifu eða hring. Svo eru hornin af ýmsum gerðum, talað er um sverhyrnt, mjóhyrnt, smáhyrnt, breiðhyrnt og sauðhyrnt. Eru hornin þá svipuð og á vorgeltum sauðum. Kollótt fé er til hér um slóðir en sjaldgæft. Blanda af kollóttu og hyrntu fé verður oft hníflótt. Vaxa þá grönn horn upp úr hausnum, stutt og veikburða. Stundum eru þessi horn með krók á endunum, er það kallað krókhyrnt eða öngulhyrnt. Ferhyrnt fé var eitt sinn til hér í sveit, en er nú útdautt. Á því uxu 4 horn upp úr hausnum, oftast grönn og veikluleg. Stundum uxu þau öll beint upp, en oftar var að 2 þeirra beygðust niður með vöngunum. Í hornum á hvítu fé eru oft dökkar rákir, er þá talið að það sé duldir erfða eiginleikar fyrir dökku með kindinni. Stundum eru þessar rákir 2 í hverju horni. Hrornin geta öll verið dökk, grá eða blá, þó að kindin sé annars hvít. Dökkt fé er lang oftast með dökk horn, en mislitt oft með mislit horn. Nöfn eru dregin af öllum þessum afbrigðum s.s. Gráhyrna, Bláhyrna, Geira og Rák. Algengasti litur á sauðfé hér um slóðir er hvítt. En til eru öll litarfyrirbæri, að ég held, sérstaklega á forustufé. Dökkt er kallað þegar kindin er einlit svört, grá eða mórauð, en mislit þegar fleiri litir eru á sama einstaklingi. Mjög sjaldgæft er að litir séu fleir en 2 á sömu kind. Hér skal reynt að lýsa helstu litarfyrirbærum. Kind með hvítan blett í enni eða hankka nefnist krúnótt. Sé bletturinn stór í enni eða snoppu nefnist það blesótt. Sé hvítt neðst á fótum nefnist það leistótt.

Ef hvítt er nokkuð upp á leggina nefnist það hosótt eða sokkótt, en ef fæturnir eru allir hvítir og aðeins upp í huppana, kallast það buxótt. Dökk kind með hvítt á fótum, hálsi og í andliti nefnist glæsótt. Sums staðar á landinu er þetta kallað arnhöfðótt. Það þekkist ekki hér. Hvítar kindur með svart í andliti, kvið og aftan á lærum kallast svargoltóttar, geta einnig verið grá eða mógoltóttar. Golsótt og mögótt þekkist ekki hér, ekki heldur golótt og hölsótt. Dökkt fé með hvítan kvið, neðan á hálsi og aftan á lærum kallast botnótt. Bíldótt fé er með dökkt í andliti, annars hvítt. Flekkótt fé er með flekki um skrokkinn. Sé einn flekkur alveg yfir bakið kallað það kápótt. Séu hvítir blettir hér og þar um skrokkinn á dökkri kind, nefnist það rílótt. Höttótt fé er dökkt að framan en hvítt að aftan, nái það svarta vel afturfyrir bóga, kallast það geitöttótt, annars höttótt. Aldrei hefi ég séð kindur hvítar að framan og svartar að aftan. Baugótt fé er með dökka bauga kringum augun, annars hvítt.

p3
Kjömmótt k allast hvít kind með dökkan kjamma, fær hún þá garnan nafnið Kjamma eða Kinna. Hvít kind með dökkt á hálsi nefnist hálsótt, nái það dökka að mynda hring um hálsin kallast það krögótt. Tvö þau síðastnefndu litarfyribærin geta verið öfug, kindin dökk með hvítt á hálsi, en litarheitin eru þau sömu. Kolótt fé er blágrátt í andliti. Eftir öllum þessum litareinkennum bera kindurnar nöfn s.s. Golta, Botna, Kola, Flekka, Buxa, osfrv. Hvítt fé er oft með alls konar dökka bletti. er það algegnast á haus og fótum. Ef þeir eru dálítið stórir, kallast þeir flekkir annars blettir, dílar, dropar, doppur eða dröfnur, ef fleiri eru saman t.d. í andliti. Séu dökkir flekkir vítt um kindina kallast hún skræpótt eða rósótt. Eil er að hvítar kindur séu með dökkan haus og kallast það húfótt. Einnig hvítar með svarta rófu. Öll svona blettafyrirbæri gefa kindunum nöfn, s.s. Húfa, Rófa, Bletta, Díla, Dröfn, Síða, Skræpa, Rósa, osfrv. Ær fá líka nöfn eftir ullarfari, t.d. Ullsíð, Síðklædd, Snoðin og Sneggja. Einnig eftir svipmóti og hátterni t.d. Gæf, Háleit, Stygg og Grett. Eða stærð og vaxtarlagi, Gríur, Háfóta, Lágfóta og Netta. Algengast er að ám séu gefin nönf þegar þær fá fang í fyrsta sinn, en fram að þeim tíma eru þær kenndar við mæður sínar. Til er að menn gefi lömbunum nöfn strax og þau koma á hús. Sumir hafa ýmsa sérvisu við nafngiftir, t.d. láta sumir öll nöfnin enda á a aðrir láta þau öll byrja á sama bókstaf. Sumir vilja hafa nöfnin stutt, aðrir löng omfl. er til í svipuðum dúr. Ég vil aðeins drepa hér á séreinkenni forustufjár. Þetta er sérstakur kynstofn, kominn frá huldufólki, segir þjóðtrúin. Hrinræktað forustufé er aldrei hvítt heldur annað hvort dökkt eða mislitt og er litarfjölbreytni mikil. Hér áður fyrr var sauðalitunum á lötu fé haldið sem allra mest aðgreindum, enda krafðist tóskapurinn þess. Það er ekki fyrr en á seinni árum sem blöndun hefur átt sér stað í stórum stíl, og þá komið fram ýmsir millilitir. Með forustufé gilti annað, þar hefur alltaf verið mikil litarblöndun, enda er þar fjölbreytni mest í litarháttum. Forystukindur eru vitrari en annað fé og hefur þá sterku náttúru að fara alltaf fyrst í hóp. Séu fleiri forustukindur saman er það afar sterk venja, að sú elsta fari fyrst, en hinar raðist svo í sporaslóð eftir aldri. Það er háfætt og grannhold, létt á sér og fátt á fæti. Það er frjósamt, en vegna holdleysis ekki afurðafé, enda með allt annað sköpulag, en sóst er eftir hjá afurðafé. Hér fyrr á árum var forustufé ómissandi á hverjum bæ, en nú fer nauðsyn

p4
þess þverrandi, þar sem vetrarbeit er að falla niður. Vonandi tekst fjárræktarmönnum að halda þessum stofni við, þó óneitanlega séu þar ýmsar blikur á lofti. Forustufé ber lang oftast nöfn eftir lit. Stundum eru notuð forskeyti til að sína stöðu þess t.d. Forustumóra, Forustubílda, Forugrána og Forugolta. Um hrútanöfn má segja það sama og ærnöfn, að þau eru oftast einhver lýsing á einstaklingnum, þó er þar minna um nöfn tengd hornum. Sé hrútur aðfenginn blandast bæjarnöfn í nafngiftir, annars bera hrútar oftast nöfn eftir litarfar
i, ullarfari, svipmóti, hátterni, stærð og lundarfari. Í nöfnum hrúta gæti nokkuð meira mannanafna en í ærnöfnum. Þó er þar ekki um algeng nöfn að ræða. Bóndi einn lýsti forustuhrút sem hann átt á þennan veg: Upplitsdjarfur eldstyggur ekki stór en fallegur afturhyrntur ullþunnur er mókrúnleistóttur. Ég sendi hér með skrá með 1680 ærnöfnum og 385 hrútanöfnum. Ætti sú skrá að skíra sig nokkuð sjálf. Þarna er ekki um neina tæmandi upptalningu að ræða enda held ég að þar komist seint öll kurl til grafar. Mest af þessu eru nöfn sem notuð hafa verið hér í sveit, en sumt er fengið annars staðar frá, sérstaklega hrútanöfn.

p5
Ærnafnaskrá: Auga, Aða, Ausa, Auðbjörg, Akra, Augnfró, Alda, Allrabest, Allý, Angist, Aum, Angla, Andremma, Appelsína, Arna, Arða, Aska, Askja, Arðsæl, Assa, Álka, Ála, Álft, Álma, Áma, Ársól, Ása, Ásný, Átta, Á, Ár, Ástrós. Baga, Baka, Balbína, Bamba, Bauga, Baula, Baun, Bára, Beðja, Bella, Benja, Berta, Beisla, Best, Beta, Bera, Beyja, Bjalla, Bjartleit, Björk, Björt, Biðukolla, Birna, BIta, Bitta, Birta, Bílda, Blágrá, Blágrána, Blaðka, Blaðra, Blanda, Bláleit, Bláhyrna, Bláma, Blákolla, Bláskinna, Blástör, Blávör, Blesa, Bleikja, Bleik, Blekkja, Bletta, Bleyta, Blómleg, Blika, Blíða, Blúnda, BLæja, Blökk, Bomba, Bomsa, Bolla, Bodda, Botna, Bossa, Bóla, Bóma, Bók, Bót, Branda, Brana, Braut, Bráð, Brá, Brák, Bredda, Brekka, Brella, Beið, Breið, Bremsa, Brenna, Breibaka, Breiða, Breiðleit, Breiðdæla, Brimrún, Briðja, Bringa, Brík, Brokey, Brota, Brothyrna, Brók, Brunka, Brussa, Brúða Brún, Brúska, Brúsa, Bryggja, Brynja, Bræla, Budda, Bulla, Bumba, Bunga, Buna, Bura, Bust, Buska, Busta, Búbót, Búða, Búð, Búlda, Búkolla, Búra, Búprýði, Bústa, Byða, Bylja, Byrða, Böng. Daðla, Daladís, Dalla, Dalrós, Dalsía, Dalspíra, Dalavella, Dama, Dágóð, Dáfríð, Dávæn, Dekkja, Demba, Depla, Denna, Della, Derra, Digragul, Digrahvít, Dilla, Dimma, Dindla, Dídí, Díla, Dísa, Dís, DOðra, Dokka, Doppa.

p6
Dópa, Dóná, Dóra, Dós, Dódó, Djörf, Djörfung, Drífa, Drift, Dropa, Dropeyra, Drottning, Drós, Drótt, Druna, Drusla, Drussa, Dræsa, Dröfn, Dugleg, Dula, Dugga, Dumba, Dúða, Dúfa, Dúkka, Dúlla, Dúna, Dúska, Dyggð, Dyngja, Dyrga, Dys, Dína, Dýrð, Dæla, Dögg, Dökkbrá, Dökk, Döpur. Ebba, Eðja, Edda, Efrivör, Egg, Ekkja, Ekra, Eldvík, Eldrós, Elddís, Eldsúla, Eldþrá, Elja, Eldey, Elfa, ELli, Ella, Ellý, Elding, Erla, Erta, Engjarós, Esja, Etna, Einlit, Eygló, Eyja, Eyk, EInhyrna, Einstök, Eyrarrós, Eyra, Eysa, Eva. Fagurbrá, Fagragul, Fagradís, Fanndís, Fannhvít, Falleg, Fallegagul, Farsæl, Fasta, Fála, Fáleit, Fáséð, Fegurð, Felga, Fella, Fenja, Feyskja, Fébót, Fédís, Féleg, Féröst, Fetta, Féksúfa, Fiða, Fiðla, Fimma, Fit, Fita, Fis, Fía, Fífa, Fíkja, Fínull, Finna, Fjalla, Fjallablökk, Fjallagul, Fjallþrá, Fjára, Fjárbót, Fjárkona, Fjárprúð, Fjárprýði, Fjárskrúð, Fjóla, Fjöður, Fjöl, Flasa, Flaska, Flauma, Flauta, Flá, Flekka, Flenna, Flesja, Fleyta, Flétta, Flík, Flís, Floga, Fló, Flóka, FFluga, Flugfreyja, Flugvél, Flyðra, Flýra, Flækja, Fokka, Folda, Foldin, Fortíð, Fossa, Fora, Fosshvít, Fótflekka, Fóta, Fóstra, Framtíð, Frauka, Framsókn, Framsækin, Frábær, Frekja, Frekna, Frjó, Freyja, Frigg, Frilla, Fríð, Fríður, Fríðgul, Fríðklædd, Fríðagul, Frírós, Fríðasta, Frísk, Frostrós, Frugga, Fruma, Frú, Fræna, Fröken, Frökk, Fröm, Fura, Fylgja, Fýla, Fögurkinn, Föl, Fögur, Fönn.

p7
Gadda, Gamba, Gata, Gaupa, Gauta, Gála, Gáma, Gámsgul, Gára, Gáta, Gedda, Gensa, Gemsa, Genta, Gefla, Geil, Geira, Geit, Gerða, Gerður, Gella, Gerpla, Geirmunda, Gibba, Gifta, Gilitrutt, Giljá, GIlja, Gína, Gjá, Gjálp, Gjóla, Gjóska, Gjóta, Gjöf, Gjörð, Glámhvít, Gljá, Glaðleg, Gleði, Gláma, Glenna, Gletta, Gleið, Glirna, Glitbrá, Gloppa, Glóbjört, Glóbrá, Glóbílda, Glóa, Glóð, Glófríð, Glóey, Glóeyg, Glókolla, Glóra, Glæða, Glæpa, Glæsa, Glæta, Gljúfra, Glögg, Gná, Gnoð, Gnótt, Gnýpa, Gotta, Gola, Golta, Gota, Golbílda, Góa, Góða, Góðahvít, Góðleit, Grá, Gráð, Gráblá, Grábotna, Grábrók, Grábrún, Gráfíkja, Grágás, Grágolta, Grágæs, Gráhatta, Gráhnífla, Gráhyrna, Grákempa, Grákolla, Gráleit, Grámóra, Grána, Grábílda, Grábuxa, Gráflekka, Gráhálsa, Gráhosa, Gráleista, Grákraga, Grása, Gráska, Gráskinna, Grásíða, Gráslikja, Grásokka, Grettla, Grett, Greiða, Gremja, Grein, Gribba, Grilla, Grimm, Grimmd, Grind, Grisja, Gríður, Gríla, Gríma, Gróa, Grýta, Grön, Gubba, Gudda, Gufa, Gulla, Gul, Gulbrá, Gullbrá, Gullbaka, Gullfríð, Gulhnakka, Gullhúfa, Gulhyrna, Gullhyrna, Gulhnífla, Gulhöfða, Gulbrún, Gullbrún, Gulley, Gulkolla, Gullokka, Gulka, Gulrós, Gullrós, Gulspíra, Gusla, Gulmaðra, Gullmura, Gulskeifa, Gullskeifa, Gullskúfa, Gulrófa, Gultoppa, Gullintoppa, Gulleit, Gulrót, Gulskinna, Gulstör, Gulrún, Gullvanga, Gullveig, Gunnvör, Gulönd, Gunga, Gusa, Gúrka, Gyða, Gvendólína, Gyltakúpa, Gyltagul, Gyðja, Gylling, Gæfagrána, Gæfa, Gæf, Gylta, Gýpa, Gæðakolla, Gæja, Gæla, Gæra, Gæs, Görn.

p8
Hadda, HafbráHafbrún, Hafgola, Hagspök, Haka, Halla, Harka, Harpa, Harðagul, Hatta, Hjábjalla, Háfóta, Háfætt, Háhyrna, Hálsa,Háleit, Hákolla, Hálöng, Hálind, Háaþúfa, Háma, Háreist, Háting, Háttprúð, Hávella Heiða, Heiðbrá, Heiðbjört, Heiðarbrún, Heiði, Heiðgul, Heiðarkolla,H eiðlóa, Hella, Hempa, Hekla, Hekley, Helja, Herðubreið, Hesja, Hespa, Hetta, Hetja, Heilrifa, Hjálp, Hjörð, Hildur, Himna, Hind, Hilla, Hít, Hlaða, Hláka, Hlein, Hlíð, Hnáta, Hneta, Hniðja, Hniðra, Hnífla, Hnísa, Hnota, Hnúta, Holta, Hornbrota, Hornakolla, Hosa, Hrafntinna, Hranaleg, Hrauna, Hreða, Hreðka, Hrefna, Hremsa, Hrein, Hrjóna, hriðja, Hrina, Hringja, Hringla, Hringalín, Hríma, Hrísa, Hrísla, Hrukka, Hrund, hreysti, Hrygna, Hryggð, Hrygla, Hræða, Hrönn, Hula, Huld, Hunda, Húfa, Hvellin, Hvelja, Hvika, Hvít, Hvítkolla, Hvönn, Hvöss, Hvöt, Hýrleit, Hýra, Hyrna, Hyrntamjöll, Hugfró, Hylling, Hugrökk, Húðhyrnan, H æglát, Hæg, Hæna, Hæra, Hæsa, Hætta, Höll, Hönd, Hönk. Iða, Iðunn, Ilgja, Irja, Irpa, Íla, Íra, Ísa, Ísing, Illska, Ísrún, ístra, Ýma, Ýta. Yrsa. Jaka, Jarla, Jarley, Jófríð, Jóka, Jóra, Jórný, Jökla, Jöklarós, Jötuhvít. Kaka, Kalda Kanna, Karfa, Karta, Kata, Katla, Kallý, Kápa, Kála, Keðja, Keila, Keita, Kelta, Kelda, Kemba, Kempa, Ketja, Kiða, Kilja, Kimba, Kinna, Kisa, Kista, Klambra, Kjamma, Kjalföst, Kjarnorka, Kjúka, Klappa, Klemma, Kleina, Klessa, Kétta, Klauf, Klifurkolla, Kleópatra, Klossa, Kló, Krubba, Krukka, Klumbra, Klöpp, Kofa, Kola, Kolblika, Kolbrún, Kolbrá, Kolfríð, Kolfinna, Kolla, Kolukarta, Kolrassa, Koltrýna, Kollý, Komma,

p9
Komma, Koppa, Korga, Korka, Kornung, Kopphyrna, Korpa, Kotra, Kostakolla, Kólga, Klóra, Klukka, Knæpa, Krafla, Kráka, Kreppa, Krapphyrna, Kreista, Kringla, Kría, Kríma, Kroka, Kroppa, Kró, Króna, Króka, Krókhyrna, Krókhnífla, Krumma, Krúna, Krús, Kryppa, Kræða, Krækja, Kumra, Kurta, Kúða, Kúfa, Kúla, Kúnst, Kúpa, Kúra, Kylfa, Kynbót, Kyrna, Kvelja, Kvöl, Kvörn, Kæfa, Kæla, Kæna, Kæpa. Lagða, Lagðsíð, Lagleg, Lamba, Langa, Langbrók, Langagul, Langlúra, Langhyrna, Landa, Laufa, Lauga, Lauma, Lausn, Laut, Lata, Laxa, Laxdæla, Lágfóta,Lágfætt, Lágkúra, Látlaus, Láreist, leðja, Lega, Lengja, Lensa, Leira, Leirhúfa, Leirfóta, Leirhausa, Leirmunna, Leit, Leista, Letta, Léttlind, Léttfóta, Léttvæg, Ljóma, Ljómalind, Ljóra, LJósbrá, Ljósleit, Ljósveig, Ljót, Lidda, Lilja, Linda, Lipurtá, Linda, Lilla, Linka, Litfríð, Litlagul, Litla, Litlahvít, Litlakurt, Lífseig, Lína, Líneyk, Loðbrók, Loðna, Lofna, Lognbrá, Lokbrá, Lokka, Lonta, Loppa, Lolla, Lóló, Lotta, Lóa, Lóma, Lubba, Lumbra, Lukka, Lumma, Lund, Lura, Lúða, Lúlla, Lúpa, Lúra, Lús, Lyfta, Lygna, Lykkja, Lymska, Lýsa, Læða, Lægð, Læna, Læpa, Læra, Lögg, Lögn, Löng, Lön, Löpp, Löt. Magga, Maga, Malla, Malta, Mandla, Maríanna, Maríuerla, Marlína, Melja, Melkorka, Meldýna, Menja, Mjallhvít, Mjó, Mjóna, Mjóhyrna, Mjófætt, Mjóleit, Mjöll, Milla, Millý, Míla, Mímí, Molla, Molda, Moskva, Mosa, Móblesa, Móbílda, Móbotna, Móða, Móa, Móbuxa, Móflekka, Mógrána, Mógolta, Móeyður, Móhatta, Móhálsa, Móhosa, Mókraga, Mókrúna, Móleit, Móleista, Mónika, Móna, Mósokka, Móra

p10
Mórubotna, Móhyrna, Móska, Mósa, Mugga, Munnharpa, Munda, Munna, Murka, Mura, Murta, Múffa, Mútta, Mús, MYgla, Mylsna, Mynd, Myrja, Mysa, Mýsla, Mæða,Mæna, Mön, Mörk. Nanna, Namma, Nabba, Náð, Náhyrna, Nál, Náma, Nefja, Nefna, Nellý, Neista, Nepja, Nería, Netja, Netta, Nett, Netfríð, Nettfríður, Netthryna, Nettleg, Nettleit, Nettla, Nettfóta, Njála, Njóla, Nóra, Nóta, Nót, Nóna, Nótt, Nonna, Nibba, Nikka, Niðurleit, Niðurlút, Ninna, Nía, Níl, Nísk, Nunna, Nýfríður, Næla, Næpa, Nöf, Nös, Nögl. Ofsa, Ofsagul, Olga, Olla, Orða, Orka, Orpa, Otra, Ófeig, Ófríð, Ólga, Óla, Ól, Ósk, Óskdís, Ótta, Óvera, Óvissa, Óvís. Padda, Panna, Pála, Pása, Peggý, Peysa, Pen, Penta, Pera, Perla, Persóna, Petra, Pía, Pík, Pilla, Pitla, Píla, Pína, Pípa, Písl. Pjara, Pjatla, Pjása, Pjökk, Ponta, Pollý, Porra, Plóma, Pretta, Prinsessa, Príla, Prúð, Prýði, Púpa, Púta, Pylsa, Pyngja, Pödda. Rauðblá, Rauðbrá, Rauðgul, Rauðhetta, Rauðka, Rauðkolla, Rauðleit, Rauðskinna, Raun, Rassbót, Rangá, Ranka, Rassaría, Rauf, Raup, Rausn, Rák, Rá, Rán, Reiði, Rengla, Rnna, Remma; Reisla, Reisn, Reist, Reyn, Rikka, Rifa, Ríla, Rimma, Ringulreið, Rist, Ritja, Rita, Ritta, Ríma, Rín, Rjóð, Rjóma, Rjúpa, Roka, Rola, Rotta, Ró, Rófa, Róleg, Rólind, Róma, Rósa, Rót, Rubba, Rut, Rúlla, Rúða, Rún, Rúbla; Rúsína, Rækja, Rökkva, Rönd, Röng, Rösk, Röskva, Röst, Ræma, Ræpa, Rækja.

p11
Saga, Sakka, Salka, Sallý, Samúð, Samba, Sanda, Sandra, Sauða, Sauðhyrna, Saxa, Sála, Sápa, Sáta, Sámleit, Sefja, Seigla, Seinlát, Seinleg, Selja, Sending, Senna, Seta, Setta, Sexa, SJáleg, Sjóa, Sjöa, SJöfn, Sibba, Sigð, SIgla, Sigurlín, SIgna, Sif, Silla, Silgja, Siflra, Simbla, Síða, Síðklædd, Síðull, Síla, Sísí, Sítróna, Skakkhausa, Skakkhyrna, Skakklöpp, Skjaldbreið, Skata, Skamma, Skák, SKál, Skála, SKekkja, Skeið, Skeifa, Skel, Skella, Skeffa, Skegla, Skemma, Skepla, Skerpa, Skessa, Skráma, Skrá, Skreið, Skvetta, Skrúðhyrna, Skrúfa, Skræfa, Skurgga, Skjön, Skrítla, Skrudda, Skrukka, Skrúða, Skriða, Skinna, Skipta, Skissa, Skita, Skífa, Skíma, Skola, Skora, Skorpa, Skota, Skotta, Skógartófa, Skugga, Skuld, Skupla, Skutla, Skúffa, Skúma, Skvísa, Skyggna, Skyrta, Skytta, Skyla, Skör, Skörp, Skæla, Skækja, Slanga, Slaufa, Slassa, Sleggja, Slemma, Slembra, Sleikja, Sleif, Sletta, Slikja, Slá, Slíf, Slæða, Slæja, Sloppa, Smá, Smábrók, Smáfríð, Smáfóta, Smábeina, Smáhyrna, Smáleit, Smásöm, Smálát, Smeðja, Smella, Smokka, Smyrla, Smiðja, Smuga, Snara, Snarhyrna, Snarkolla, Snarleg, Snarleit, Sneggja, Snegla, Snerra, Snerpa, Snepla, Sneið, Snjóhvít, Snoðin, Snotra, Snjóka, Snoða, Snoðna, Snoppa, Sníkja, Snót, Snilld, Snígla, Snudda, Snuðra, Snúra, Snulla, Snyrta, Snæja, Snæfríð, Snælda, Snækolla, Snæhyrna, Snædís, Snæhvít, Snögg, Snöp, Snör, Sokka, Solla, Sonja, Sókn, Sól, Sólbjört, Sóla, Sólbrá, Sóldögg, Sólgul, Sólkolla, Sólný, Sólrák, Sólvör, Sóley, Sóldís, Sóta, Sóssa, Sóma, Spaðhyrna, Spaðleysa, Spaka, Sperra, Spjálk, Spjóta, Spenna, Sporeygðakolla, Spíra.

p12
Spík, Sproka, Sílda, Spóla, Spurning, Sprengja, Spyrða, Spreka, Spræna, Spræk, Spækja, Spæta, Spök, Spönn, Spöng, Stafrós, Staka, Stássa, Stefna, Stemma, Steina, Steypa, Steita, Steik, Stelpa, Stjarna, Stigg, Stika, Stikla, Stilla, Stillt, Strípa, Stofnbót, Storð, Stórahvít, Stórhyrna, Stórleit, Stóragul, Stórakolla, Stórfóta, Stóreyg, Stjórnsöm, Stroka, Stróka, Stroffa, Stubba, Stuttfóta, Stutthyrna, Stuttleit, Stuttrófa, Stutt, Stuna, Stúfa, Stúfrifa, Stúfugul, Stúfhyrna, Stytta, Styrja, Strýta, Stöð, Stöm, Stöng, stór, Strönd, Subba, Sumra, Sumsa, Summa, Sunna, Suga, Sulta, Surtla, Súð, Súðin, Súla, Súld, Súra, Súpa, Sút, Systa, Systir, Syrpa, Syrja, Sýld, Sýra, Sýta, Svalka, Svala, Svana, Svanhvít, Svarblesa, Svarbílda, Svarbotna, Svarflekka, Svargolta, Svarhatta, Svarhálsa, Svarhnífla, Svarhosa, Svarkola, Svargríma, Svarkraga, Svarleista, Svarsokka, Svarríla. Svarthyrna, Svartleit, Svartrós, Svarteyra, Svarteyg, Sverta, Sveskja, Sveðja, Svertal, Svelja, Svella, Sverhyrna, Sverfóta, Svipa, Svipfríð, Svipljót, Svipbjört, Svína, Svínka, Svíra, Svíakolla, Sæa, Sædís, Svæla, Svört, Sæhvít, Sæla, Sæmd, Sæld, Særun, Særós. Tannhvöss, Tafla, Tala, Taska, Tá, Tása, Tjara, Teista, Tengla, Tign, Tinda, TIgla, TItja, Tía, Tiginbrá, Tiginleit, Tína, Tó, Tóa, Tóta, Trana, Trassa, Trítla, TIppólína, Tíska, TOppa, Torfa, Trilla, Tromma, Trissa, Trossa, Trumba, Tryggð, Trýna, T
röð, Tröllkona, Tugga, Tuðra, Tunna, Tunga, Tungla, Tuska, Túða, Túna, Tútta, Trjóna, Týra, Tvíbráð, Tvígeira, Tvírifa, Tvískúfa, Tvískora, Tvístíg, Tvínóna, Tvíbrá, Tíbrá, Tæfa, Tölva, Tönn.

p13
Ugla, Ulla, Ullsíð, Urta, Urt, Urtönd, Urð, Upphyrna, Uppleit, Una, Úa, Úða, Úlla, Úla, Úthyrna, Úthyrnt, Útileit, Útskeifa, Útþrá. Vagga, Vaka, Valdís, Vala, Valka, Vanga, Valbrá, Valdína, Varða, Varpa, Varta, Vegný, Vella, Velta, Vepja, Veira, Vera, Veröld, Vesta, Vifta, Vigga, Villa, Vinda, Vina, VIppa, Visk, Viska, Vist, Vissa, VIlt, Vilpa, Vík, Víma, Vía, Vísa, Víra. Vofa, Volga, Voma, Von, Vond, Vorþrá, Væn, Væna, Væla, Værð, Vök, Vökul, Völva, Vömb, Vön, Vör, Vörn, Vösk. Þaka, Þekja, Þelbaka, Þemba, Þerna, Þétt, Þingey, Þinnka, Þinna, Þind, Þíða, Þjappa, Þjósa, Þjöl, Þraut, Þrautseig, Þrá, Þrálát, Þrjóska, Þreyta, Þrifa, Þrifleg, Þríkolla. Þruma, Þræta, Þröm, Þokkabót, Þokkadís, Þolinmóð, Þota, Þóranna, Þula, Þumallína, Þúfa, Þústa, Þvara, Þykk, Þykkakolla, Þykkleit, Þybbin, Þyrla, Þæg, Þökk. Æð, Æður, Æðarkolla, Æla, Æsa, Ættmóðir, Ættarbót, Ættgóð, Ættprýði, Ærsla, Ærslaleg. Ögn, Önd, Öngla, Ömurleg, Ölkelda, Ör, Örk, Ösp, Öxi, Öxl.

p14
Hrútanafnaskrá: Akur, Akkur, Andri, Angi, Angalangur, Aron, Askur, Auli, Austri, Ábóti, Áll, Áli, Ás, Ási. Baggi, Bakki, Bali, Banki, Baugur, Bauti, Berti, Bátur, Bessi, Birgir, Birkir, Bíldur, Bjarmi, Bjartur, Bjálfi, Boði, Bolur, BOlti, Botni, Bóndi, Blakkur, Blíðfari, Blíður, Blámi, Blettur, Bliki, Blossi, Blær, Blævar, Brandur, Breði, Breki, Brennir, Brestur, Brúsi, Busi, Búi, Bútur, Bútungur, Bylur, Bætir, Böggull, Börkur. Dalur, Dallur, Deli, Depill, Djákni, Dindill, DOði, Dofri, Drafnar, Dreki, Drellir, Dropi, Dreypnir, Dvali, Dvalinn, Dvergur, Döggvin. Eldur, Elgur, Elvar, Einir, Eitill EYkon, Eilífur. Falur, Fannar, Fantur, Fauti, Fálki, Fáni, Feldur, Fengur, Feykir, Fori, Formann, Foss, Forkur, Fífill, Flekkur, Flosi, Flóki, Fótur, Frakkur, Frami, Frosti, Freyr, Frændi, Fylkir, Funi, Fölur. Gaddur, Garmur, Garri, Gauti, Gautur, Gámur, Geir, Geiri, Geisli, Glaður, Glanni, Glampi, Glámur, Glitur, Glói, GLókollur, Gluggi, Glæsir, Girðir, Goði, Gormur, Gosi, Grani, Gráni, Greifi, Gulur, Gutti, Gylfi, Gyllir, Gýgur, Göltur. Hagi, Haki, Háleggur, Hlíðar, Hlutur, Hlyni, Hlynur, Hnakki, Hnallur, Hnellir, Hnykill, Hnoðri, Hnokki, Hnútur, Hnöttur, Holti, Hosi, Hrafn, Hrauni, Hreinn, Hrifluþór, Hringur, Hrókur, Hrói, Hvatur, Hængur, Höður, Hörgur. Jaki, Jarl, Jökull, Jötunn. Kali, Kauði, Kain, Kappi, Kargur, Ketill, Kísill, Kistill, Kjarni, Klaki, Klaufi, Klettur, Klunni, Kolur, Kóngur,

p15
Kópur, Kragi, Krans, Kraftur, Krati, Krókur, Keppur, Kubbur, Kuggur, Kuldi, Krummi, Kúði, Kútur, Krúsi, Kvistur, Köggull, Köttur, Kjækur. Latur, Landi, Laukur, Lalli, Lambi, Lansi, Leggur, Leiri, Leynir, Ljómi, Ljótur, Ljúfur, Loki, Lokkur, Lopi, Loðinbarði, Lómur, Lubbi, Lundi, Lurkur, Laufi, Lækur. Mari, Maki, Máni, Melur, Mjaldur, Miði, Mímir, Moli, Mosi, Móri, Mósi, Muggur, Mörður. Nafar, Nasi, Neisti, Natan, Nói, Njáll, Nubbur, Númi, Nökkvi. Pan, Patti, Peli, Pési, Pjakkur, Píus, Ponti, Prins, Prúður, Púði, Pækill. Ofstopi, Ofsi, Otur, Orri, Ófeigur, Óðinn, Ótti, Ósmann. Rani, Randi, Randver, Rammi, Rasmus, Ráðsnjall, Regin, Reykur, Reyr, Rjómi, Roði, Ropi, Rosi, Rosti, Runni, Rútur, Röðull, Rökkvi. Safi, Salli, Selur, Salómon, Sesar, Seifur, Silfri, Skalli, Skarfur, Skáli, Skári, Skildingur, Skuggi, Skúfur, Skúmur, Skröggur, Smiður, Smyrill, Smjörbiti, Smári, Snerill, Snjóki, Snorri, Snúður, Snær, Soldán, Sopi, Sori, Sorti, Sólon, Sómi, Sópur, Sóti, Spakur, Spíri, Spori, Staður, Stakkur, Strammi, Straumur, Stapi, Starri, Steðji, Stormur, Stólpi, Stubbur, Stuttfótur, Stúfur, Styr, Suðri, Surtur, Svaki, Svanur, Svalur, Sveppur, Svíri, Svoli, Sær, Sörli. Tal, Tanni, Tappi, Tarsan, Tengill, Toppur, Tóri, Trítill, Tumi, Túni, Tvistur, Týr. Uggi, Ufsi, Úði. Ýmir, Öngull. Vafi, Valur, Vargur, Vindur, Vinur, Víxill, Vogur, Vopni, Vængur, Vöggur, Vörður, þari, Þokki, Þistill, Þjónn, Þófi, Þór, Þorri, Þristur, Þróttur, Þrymur, Þurs, Þyrill, Veggur.

p16
Geitur og geitanöfn: Þegar fráfærur lögðust af hér í sveit í kringum 1920, fjölgaði geitum mikið. Urðu þær nærri 400, þegar flest var. Nú er engin geit í sveitinni. Nöfn á þeim voru að flestu svipuð og á ám, þó var lítið að geitanöfnum dregið af hárafari og hornalagi. Oftast voru þau bundin við lit, lundarfar, svipmót og hátterni. Einnig voru notuð fugla og blómanöfn, fleira var þar og gjaldgengt. Sem dæmi um geitanöfn eru t.d. Hvít, Mjöll, Hetta, Flekka, Mjallhvít, Lind, Gribba, Blíða, Fífa, Fjóla, Rós og Erla. Lang algengasti litur á geitum var hvítt og svarthöttótt. Stundum voru þær flekkóttar eða kápóttar. Þá var einn nokkuð sérstæður litur á geitum, sem kallað var krímótt. Voru þær hvítar með gráa tauma á haus og hálsi. Geitur voru stundum bíldóttar og goltóttar, en aldrei botnóttar. Aldrei man ég heldur eftir mórauðum lit í geitum, en þær gátu verið gráhöttóttar, en aldrei einlitar dökkar. Geitur voru yfirleitt upp og afturhyrntar, en aldrei úthyrntar. Til var hér sérstakur geitastofn, sem var hornalaus. Þessar geitur fluttust ekki hingað fyrr en seint á geitaskeiði. Geitur voru grimmar og geðillar og bitu hver aðra, stundum svo á sá. Þær voru afar fimar að klifara og var engin hægðarleikdur að ná þeim ef þær komust í kletta eða björg. Til að nytja geitur til mjólkur var þeim fært frá. Var þá farið með kiðlingana það langt burt að þeir náðu ekki aftur í mæður sínar. Einnig var talsvert um það að kiðlingum var slátrað um fráfærnatíma. Geitur voru kulsælar, en þær gátu mjólkað mikið með góðri meðferð. Ég ætla að ljúka þessu spjalli um geitur, með einni gamansögu. Einbúi hér í sveit átti eina geit lengi, sem hann kallaði Kiðu. Þetta var að öðrum þræði dekurdýr, sem komst upp á að éta allt matarkyns. Fyrir kom að hún náði í ýmislegt sem ekki var ætlað í hennar munn. T.d. rúsínur og annað góðgæti, en aldrei varð henni meint af slíku áti. Karl fór með Kiðu sína til nágranna, sem átti hafur,svo hðún gæti eignast kiðling. En það merkilega við geitina var það að hún lét kiðlinginn aldrei sjúga nema annan spenann, hinn hafði húsbóndinn og hafði ávalt næga mjólk.

p17
Hestanöfn: Hér hefur ávalt verið fátt um hesta aðeins til nauðsynlegrar notkunar. Flestir hestar voru aðkeyptir og var lögð áhersla á að þeir væru góðir. Staða hestsins hefur breyst mjög á seinni árum, ekki síður hér en annars staðar. Þar sem hann er ekki lengur nauðsynlegur á okkar vélaöld, enda eru mörg heimili, sem ekki eiga neinn hest. Nú er hestaeign orðin sportmennska og veit ég ekkert þar um nafngiftir. það sem hér verður sagt miðast við fyrri tíma. Þegar hestar voru keyptir hingað báru þeir yfirleitt ekki nafn. Þeir fengu sitt nafn hjá nýjum eigednum, þau voru langoftast bundin við lit eða sérstök einkenni. T.d. Rauður, Skjóni, Jarpur, Bleikur, Jörp, Gráni, Brúnn, Stjarni, Blesi, Blesa, Faxi, Sokki, Sokka, Mósi, Mósa og Vindur. Þá man ég eftir nöfnum eins og Reykur, Góa, Krafla, Brandur, Fluga, Svipur og Graddi, af því að illa tóks titl með geldingu á honum. Einnig man ég eftir hesti með hvítan hring í auga, og bar hann nafnið Hringur. Annar hestur var með hvítt vagl í auga og hlaut nafnið Glámur. Þar sem aðeins voru fáir hestar á hverjum bæ var ekki um fjölbreytt nafnaval að ræða.

p18
Kýrnöfn: Hér hefur alltaf verið fátt um kýr og nafngift þeirra ekki fjölskrúðug. Flest þeirra eru bundin við lit, en sum þeirra við eiginleika kýrinnar eða skapgerð. Hyrntar kýr voru til hér og hníflóttar og báru sumar nafn af því, en mikið sjaldgæfari en kollóttar. Algengasti litur á kúm hér var svart og rautt, einnig var nokkuð af gráum kúm. Svo voru alls konar millilitir, huppótt, skjöldótt, leistótt, sokkótt, grábröndótt, rauðbröndótt og hjálmótt, en þær voru dökkar á skrokk með hvítan haus. Til var að gráar og rauðar kýr væru með svarta rák eftir hrygg og var það kallað hryggjótt. Þar sem ég þekkti til var að algengast að konur gæfu kúnum nöfn og oftast mjólkuðu konur kýrnar fyrst. Fyrst að ég er farin að tala hér um konur og kýr, vil ég geta þess, að konur í þessari sveit stofnuðu mjög merkilegt tryggingarfélag árið 1885. Er það áreiðanlega fyrsta búfjártryggingarfélag á landinu og hlaut það nafnið Kýrábyrgðarfélag, enda tryggði það eingöngu kýr. Þetta var mjög merkilegt framtak hjá konunum, en þær lögðu skatt á hverja kú sem safnað var í sjóð og honum síðan varið til að bæta skaða á kúm. Félagið starfaði í nær 100 ár, og var alla tíð stjórnað af konum. Nú er það liðið undir lok vegna kýrfæðar. Að lokum set ég hér nokkur kýrnöfn, sem ég man að voru notuð: Blíða, Branda, Búbót, Búkolla, Dimma, Flekka, FLjóra, Gjöf, Grána, Grön, Hjálma, Hnífla, Hryggja, Huppa, Hyrna, Lukka, Leista, Lind, Ljómalind, Mána, Mön, Nótt, Perla, rauðka, rjómalind, Skjalda, Skrauta, Sokka, Surtla, Þoka.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana