Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHúsdýr, Nafn
Spurningaskrá68 Auðkenni og nöfn húsdýra

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1908

Nánari upplýsingar

Númer8941/1987-3
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.12.1987
Nr. 8941

p1
Þegar að þið á sl. ári senduð mér spurningalista um nöfn á húsdýrum, einkenni ofl. í sambandi við nafngiftir, þá fannst mér nú að ég hefði heldur lítið til málanna að leggja í sambandi við nöfn á stórgripum framyfir þu sýnishorn sem vor í skránni frá ykkur. Hestanöfn ráðast mikið af útliti, byggingu, lit og öðrum einkennum. Ég man eftir hesti sem var stór en krangalegur, sem var nefndur Háleggur og það var réttnefni. Eftir Öðru hestnafni man ég þar sem litur réði eingöngu nafni, sem var sérkennilegur, sambland af rauðu og svörtu nefndur Korgur. Annar hestur stór og mikill hvítur að lit var nefndur Hvítfeldur og svona mætti etv. telja upp nöfn á hestunum, en ég læt hér staðar numið. Aftur á móti eru nöfn á sauðfé afar fjölbreytt í stórum hjörðum, gefu rauga leið að litur og sérkenni á hverri kind nægir ekki til nafngiftar t.d. þegar féð er hub. allt hvítt. Ég snéri mér til sauðfjárbænda sem ég var kunnugur og falaðist eftir fjárbókum, en það voru víða daufar undirtektir, báru ýmsu við illa skrifaðar og krassaðar athugasemdir, þó fékk ég lánaðar bækur hjá 2 bændum. Annar er í Lýtingsstaðahr. og skrifaði ég upp úr þeirri bók ærnöfn sem ég sendi ykkur hér með.

p2
Mér er kunnugt um að í Eyhildarholti voru miklir fjárrætkarmenn. Gísli Magnússon og synir hans. Ég snéri mér því til Árna sonar hans og sagði honum frá því að þið hefðuð áhuga á að fá fjárbækur eða amk. fá afrit af fjárnöfnum sem þessar bækur hefðu að geyma. Það var liðinn svo langur tími frá því að ég fór þess á leit við Árna með bækurnar að ég var orðinn vonlaus um að heyra frá honum, en svo kom hann alveg óvænt fyrir nokkrum dögum og hafði þá meðferðis 3 bækur og sagði að ég mætti nota þær eins og ég vildi til afritunar, en tók það fram við mig að hann vildi ekki láta bækurnar af hendi nema að spjalla fyrst um það við bræður sína, en hann sagði við mig í lok samtalsins: Að svona bækur væru auðvitaðbest komnar á söfnum. Af þessu held ég að megi ráða að bækurnar fáist, en það tekur etv. sinn tíma að koma því í framkvæmd, en ég skal gera hvað ég get til þess að koma þesu í framkvæmd, ef ykkur er áhugamál á að fá þessar bækur, en þær eru vel skrifaðar og allur frágangur með ágætum, enda var Gísli í Holti orðlagður fyrir ritleikni og málfar. Þessar 3 bækur sem ég hefi hérna við hliðina á mér eru frá 1914-45. Árni sagði mér að það væri til meira af þessum bókum,

p3
ef vel væri leitað, en mig grunar nú að í þessum 3 bókum sé allgotts sýnishorn af sauðfjárnöfnum amk. frá þessum bæ. Ég býst við að ykkur þyki ég vera heldur svifaseinn við þetta fyrst núna að svara tilmælum ykkar, en etv. er betra seint en aldrei. Svo er hérna á borðinu hjá mér spurningar um söng og tónlistarlíf í héraðinu. Ég veit ekki vort ég hefi nokkuð um það að segja sem máli skiftir. Hefi litla þekkingu á því sviði. Orðlengi þetta svo ekki frekar, vona að þið getið komist fram úr að lesa þetta, ég er orðinn stirður við að skrifa.

Ef þið viljið hafa samband við Árna í Holti viðvíkjandi ærbókunum, þá er utanáskrift hans Árni Gíslason, Eyhildarholti, Skagafirði.

p4
Ærnafnaskrá tekin upp ú rærbók frá Eyhildarholti í Skagafirði frá árunum 1914 og fram yfir 1920. Hringa, Klettagul, Freyja, Gamla Kolla. Gimla, Bílda, Kempa, Breiðhyrna, Frigg, Kúða, Fála, Kitta, Fríða, Skeifa, Þunnhyrna, Gulbrá, Prúða Kolla, Greinda Kolla. Mjöll, Gerða, Dröfn, Nánös, Fúsa Kuða, Fúsa Kolla. Gelda Hyrna. Sigga, Stygga Gul, Fagra Gul. Drottning, Prinsessa, Mjóa Gul, Eva, Grettla, Læða, Digra Gul, Hringa, Bíldudóttir, Kempu Kúða, Kisa, Gamma Hyrna. Fora. Strympa, Grábílda, Grábotna. Stóra Móra. Héla. Mjall Golta,. Lamb Golta, Litla Golta, Mógolta, Adda Kúða, Langa Töng, Brana, Lata Hvít, Úrvalshyrna, Holdagul.

p5
Blálöng, Litla Hvít yngri. Gulkrúna, Píla, Fossár Sunna. Kempugul. Hvítnefja. Stökkmjöll. Þjófska, Snara Kúða. Digra Kúða. Minni Spjálka. Bjartleit. Löngulík. Síðbæra, Málhyrna, Langbjalla, Hábjalla, Gulhjalla, Stuttarabjalla. Sperribjalla. Skálabjalla. Fríðbjalla. Lágbjalla, Kota Botna. Vambkolla. Brún, Skjanna. Stökkmús. Hjálma. Þrifa, Gyða. Kviðleysa. Skrýtna Kolla. Mjóa Súla. Markleysa. Mjallargul. Ófeig. Höttur, Surtla, Baugudóttir. útilega. Kúsata. Fríða Gul. Litla Grábotna. Hatta. Skessu Héla. Freyjudóttir, Mjókolla, Loðkinna. Ljómadröfn, Bláhyrna, Feita Surtla. Héludröfn, Grábotna, Bólukolla, Skessa, Flenna, Þynnka, Skringikolla. Prýðiskolla, Mjöll yngri. Hornhyrna, Abba Flekka. Kúðudóttir.

p6
Eftirfarandi nöfn á suðfé eru tekin úr ærbók frá bónda í Skagafirði: Gashyrna, Mókrúna, Gassa, Perla, Kubba, Killa, Kinna, Grákolla, Gráhyrna, Gránefja, Silfra, Grása. Þoka, Gráhatta, Surtla, Gísla Gul. Gulkolla, Dugga, Stygg, Hlíðar Hyrna. Móra, Doppa, Músa, Mótoppa. Surtla, Mórukolla. Skata, Rjóð, Ósk, Skathyrna, Glókolla, Gulstjarna, Elding, Hvít, Svala, Gilja Svört, Ljótunn Loðna, Golta, Krúna, Lilly, Böng, Flekka, Lóa, Bletta, Harpa, Skerpla, Stjarna, Frigg, Prúð, Skakkhyrna, Fjóla, Geira, Skeifa, Væna, Björt.

p7
Kúla, Hnota, Bjartleit, Féröst, Krissa, Féleg, Fenja, Bílda, Rjúpa, Dúfa, Stygga Kúða. Sóley. Nafnlaus. Bletta, Gulhálsa, Menja, Snotra, Skúfa, Hornasurtla. Hafrakolla, Hafrakolla, Hafragul, Brúnkolla, Mína, Brana, Gufbjört, Skrúfa, Lilja, Kóngsagul, Skálhyrna, Gulhyrna, Kóngsa, Snoða, Hnyðja, Spök, Móra, Skessa, Brá, Bryðja, Brúsa, Lúpa, Skála, Smáfríð, Digrakolla. Digra, Rófukolla, Gulrófa, Breiðbaka, Rófa, Hnellin, Baka, Blaðstífða Kolla. Hvítkolla. Fríða, Linda, Hvítnös, Múlakolla, Bauga, Æsa, Flekkskolla, Dröfn, Grábrún, Bylgja, Alda, Sjöfn, Fjalla Hvít, Eyrnastífða Kolla.

p8
Kolla, Stýfing, Gríma, Hringhyrna, Hringalín, Fluga, Sauðkolla, Sauðhyrna, Litlagul. Nasahvít, Álka, Rita, Gulkolla, Síðublesskolla. Nefljót, Ugla, Músarauga. Mýsla, Mús, Fjöður, Hnífla, Assa, Hnyðra, Gulkolla, Lísa, ýsa, Blökk, Roppa, Slikja, Ljósbrá, Hyrna, Drottning, Grábauga, Mjallhvít, Ögn, Arða, Kola, Krúna, Gul, Lágfóta, Kisa, Hetta, Brúska, Bóla, Breiðbit, Drífa, Gulvanga, Tuska, Hnífla, Skotta, Kringla, Bleikja, Dropeyra, Litla Surtla, Vatnshyrna, Mjöll, Mjóna, Hnífla, Ófeig, Holta, Farsæl, Fésæl, Ljósnál, Kempa, Gránös, Króknefja, Kolrassa,

p9
Sverhyrna, Blávör, Grána, Sunna, Trissa, Frekja, Lufsa, Flís, Tófa, Digrak. Digragul, Túngul, Stjarna, Vofa, Nasahvít, Pína, Keila, Negla, Mjóna, Ása, Spíra, Hnyðja, Spóla.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana