Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHúsdýr, Nafn
Spurningaskrá68 Auðkenni og nöfn húsdýra

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1915

Nánari upplýsingar

Númer8745/1987-3
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið20.6.1988
Nr. 8745

p1
Kýrnöfn: Auðhumla, Blóma, Búkolla, Búbót, Bletta, Blíðrós, Glóð, Dimma, Dökk, Dumba, Dilla, Grána, Gullbrá, Grýla, GUlbrá, Gletta, Hetta, Húfa, Hnýfla, Hyrna, Hosa, Hel, Flóra, Fífa, Fræna, Jóla, Frekja, Kola, Kápa, Kempa, Kría, Kinna. Laufa, LJósbrá Langbrók, Lukka, Mána, Mön, Mús, Móra. Penta, Phú, Reyður, Rauðbrá, Rauðka, Rjóð, Rjúpa. Þessi nöfn eru skráð af Sigríði Árnad. Arnarbæli, Grímsnesi.

p2
Kýrnöfn: Grön, Gjörð, Flóra, Kríma, Dagrós, Dalla, Ponta, Fríð, Gullhúfa, Gullbrá, Grýta, Mána, Von, Malargjörð, Kolgrön, Gríma, Skessa, Hjálma, Stygg, Lokka, Ýma, Laufa, Kríma, Randa, Rönd, Hyra, Rák, Holta, Hít, Skupla, Krúna, Blökk, Brana, Skrauta, Skessa, Baula, Vaka, Mön, Rún, Tíbrá, Blika, Dropeyra, Alvíð, Snælda, Júlla, Súla, Dögg, Brúska, Frekja, Skella, leista, Skvetta, Nös, Hæra, Rella, Auðsæld, Mús, Héla, Slæða, Murta, Drós, Skvetta, Þoka, Ljómalind, Lind, Gola, Sæmd, Klauf, Gjöf, Snotra, Tungla, GIlda, ósk, Huppa, Kápa, Hekla, Katla, Spóla, Sperra, Nika, Birta, Stássa, Mön, Tinna, Svört, Kinna, Alda, Hálsa, Dugga, Randsý, Stássa, Mána, Drífa, Krossa, Frekja, Héla, Brúska, ljótunn, rauðhetta, Ögn, Flekka, Kolbrá, Sæunn, Sóta, Hatta, Rín, ófeig, Fífa, Hetta, Blanda, Bót, Doppa, Mjöll, Mygla, Bonn, Stemma, Sóley, Lukka, Bella, Björk, Skrauta, Dugga, Týra, Ábót, Á, Gyðja, Lísa, Rauðskinna, GLóð, Ísafold, Hnyskja, Bauga, Baula, Tign, Drottning, Dugga, Bjalla, Svört, Sækja, Mold, Glæða, Trína, GÆfa, Freyja, Lína, Dröfn, Harpa, Brella, Búbót, Hæglát, Búkolla, Bára, Díla. Gára, Dúfa, Eygló, Hryðja, Beita, Síða, Grýta, Depla, Lykkja, Snegla, Snepla, Týr. Þessi kýrnöfn eru skráð af Guðbjörgu Bogad. frá Minni Mostungu.

p3
Hyrndar kýr vor mjög fáar, þar sem ég umgengst kýr fyrr en kluftanaut voru tekin í notkun, en þá fjölgaði þeim, þó ekki mikið. Hef litla getu til að lýsa breytilegu lagi horna. Af hornum dregið nafnið Hyrna, Gullhyrna, Hrisla. Fláttur og þríspena kýr voru óþekktar þar sem ég umgengst kýr og því ekki dregin af einkennum þeim. Svartar kýr voru fæddar alsvartar. Nöfn dregin af litnum voru Svört, Dimma, Tinna, Hrefna. Af svartskjöldóttu: Svartskjöldótt. Rauði liturinn er mjög breytilegur, allt frá bleiku og ljósrauðu til mjög dökkrauðs. Nöfn dregin af því: Bleik, Rjóð, Reyður, Reyðir, Rauðbrá. Dumba af dökkrauðu, Lýsa, Glóð. Grár litur var einnig breytilegur: Grána, Grása, Myugla, Ljósgrán, Rjúpa, Drífa, Blá, Gráskjalda. Bröndóttur litur einnig mjög fjölbreyttur allt frá örfáum dökkum rákum á rauðum feldi yfir í gagnstætt, örfáar rauðar á dökkum feldi. Nöfn Branda, Tauma, Randa, Randalín. Hryggjóttur litur var hér mjög fátíður. Hryggja, Mön. Skjöldóttar kýr voru margar: Skrauta, Díla, Rós, Skráma, Laufa, Malagjörð, Doppa. Kolóttar kýr voru og eru algegnar, þe. kálfarnir fæðast rauðir, en verða dökkir eða svartir eftir fyrstu hárfellingu. Nöfn. Kola, Kolbrún, Kolgrön, Kolka, Kolbrá. Rauð kýr dökk um augnaboga og granir þar af nafn Múla.

p4
Ég hef heyrt sérkennilega sögu af bónda. Sagan gerist skömmu fyrir síðustu aldamót. Efnaður bóndi réð kaupakonu. Þegar hún kom og fór að vinna leist honum ekki alls kostar vel á verklag hennar. Hann reyndi hana þannig að láta hana mjólka bestu kúna í fjósinu og þegar hún gat ekki látið reyða í fötunni við mjöltun kýrinnar, þá rak hann hana úr vistinni. Kvistveiki var veiki í sauðfé, sem hlaust af því að í jarðbönnum náði fé ekki til jarðar eftir grasi, svo vöntun varð á jótursfóðri. Hey oft ekki til í harbýlum sveitum, en kjarr til beitar, svo sem í Þingvallasveit. Í bók sem heitir Gegnum slóðir er grein eftir Sigríði Árnad. sem heitir úr fjósinu og er eins og nafnið bendir til frásagnir af fjósi og fjósverkum bls. 333 og fyljga greininni kýrnöfn í þulum.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana