Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHúsdýr, Nafn
Spurningaskrá68 Auðkenni og nöfn húsdýra

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1896

Nánari upplýsingar

Númer8533/1987-3
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.12.1987
Nr. 8533

p1
Auðkenni og nöfn húsdýra: Ég get sagt ykkur það að ég hefi lítil kynni af húsdýrum. Ég þekkti 2 eða 3 hesta, notaða til að bera heybagga, hétu Grána og Stauragráni, var keyptur þegar sími var lagður í Súgandafjörð. Þeir vildu losna við hann þegar þeir voru búnir að nota hann og fóstir minn keypti hann. Hann var vel sterkur og þægur en Grána kvik. Einn reiðhest þekkti ég hét Glói. Brúnn, en faxið glóbjart. Þekki ekkert frekar til hesta. 1913 fór ég alveg til sjós. Nautgripir: Það er svipað að segja um þá. Fóstri minn átti 3 kyr. Gaf ég þeim að nokkru á veturna, en smalaði fé á sumrin. Ég man ekki að þær hefðu sérnöfn. Ein var rauð, önnur svört og þriðja svört með hvíta.... Fósti minn dó 1909 og fóstra hætti öllum búskap 1912. Elsti spnur hennar fékk búið leigt og eins á Knarrarnesi, var giftur átti stórt hús og garð og fjós þar inni. Ég sendi ykkur mynd af þessu húsi í sambandi við íþróttir sem voru iðkaðar þar í kjallaranum. Sauðfé. Um hornalag eru ýmsar sagnir, meira en ég veit. Við kölluðum úthyrnt ef hornin stóðu beint út frá höfðinu. Afturhyrnt ef hornin uxu upp og aftur. Skúfhyrnt ef hornin voru í boga upp og aftur. Svo vour hníflar lítil horn upp úr höfðinu ofl. Ég man nú lítið um nöfn. Hvítt, flekkótt, svartflekkótt, móflekkótt, golsótt, ef hvít kind dökk á lagðinn neðan. það var fært frá 3 ár sem ég var smali oftast 30 kindum. Geitfé er sérkennilegt. ég held nokkuð skynsamt. Er ég fór að halda heimili átti ég geit. Það var lítið um mjólk á þeim tíma. Þær mjólkuðu vel. Móðurbróðir minn átti geitur og var mín með þeim. Það gekk vel þær voru oft í klettum upp af bænum. Komu venjulega sjálfar, ef þær heyrði kall í konunni sem átti þær.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana