Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHúsdýr, Nafn
Spurningaskrá68 Auðkenni og nöfn húsdýra

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1912

Nánari upplýsingar

Númer8702/1987-3
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.12.1987
Nr. 8702

p1
Auðkenni og nöfn húsdýra: Afar mörg húsdýranöfn voru dregin af lit eða öðru sem einkennandi var fyrir viðkomandi skepnu. Allmörg nöfn urðu þó til af öðrum ástæðum. Flest nöfn held ég að hafi skapast á öðru eða þriðja ári. Nöfn hrossa þó stundum nokkru síðar. Vegna þess að ég hef heldur fátt um skepnur að segja, set ég hér á blað nokkur nöfn sem mér hefur tekist að rifja upp. Hestar: Blakkur, Bleikur, Blesi, Blær, Breki, Brúnblesi, Brúnn, Draumur, Dreyri, Eldur, Faxi, Fáfnir, Fengur, Feykir, Flosi, Freyr, Funi, Gáski, Glaður, Glói, Glæsir, Gráni, Gráksjóni, Háfeti, Heiður, hringur, hrafn, Hvítingur. Höður, Högni, Höttur, Illugi, Jarpur, Klaki, Kolbakur, Kópur, Krans, Krummi. Leiknir, leiri, leistur, léttfeti, Léttir, Litli Jarpur, Ljóri, Lýsingur, Máni, Mergur, Moldi, Mósi, Náttfari, Óðinn, Rauðskjóni, Rauðr, Rekkur, Skór, Sokki, Sómi, Sóti, Stjarni, Stormur, Stóri Brúnn. Skjóni Surtur Svánfir, Sörli, Toppur, Viðar, Vindur, Vinur, Vöggur, Þáttur, Þokki, Þráður. Hryssur: Blesa, Brana, Dís, Grána, Gráskjóna, Hringja, Jörp, Kolka, Lýsa, Megra, Mugga, Muska, Nótt, Perla, Rakel, Rauðka, Skjóna, Slaufa, Sokka, Stjarna, Tinna.

p2
Kúanöfn: Aría var frá Ara og gaulaði sérkennilega sem kvíga. Bauga, Branda, Búbót, Búkolla, Dumba, Flekka, Flóra, Grána, Hrísla, Hryggja, Húfa, Lind, Ljóma, Ljómalind, Rauð, Skjalda, Skrauta, Sletta, Sutthyrna, Syrsla, Svört. Í Búnaðarritinu mun vera hægt að finna fleiri kúanöfn og einnig alls konar frumleg nöfn á kynbótanautum. Ærnöfn: Bauga, Bílda, Björt, Bletta, Botna, Brúska, Doppa, Dröfn, Elding. Fála, Flekka, Geira, Geirudóttir, Glenna, Golsa, Golta, Grákolla, Grána, Gul, Hnífla, Hosa, Hrefna, Hringja, Hvíta, Kápa, kinna, Kjamma, Kola, Krubba, Kúpa, Komma, Mjóhyrna, Mókolla, Móra, Mórudóttir, Nös, Órækja. Prýði, Rófa, SKál, Skakkhyrna, Skeifa, Sóley, Spíra, Stökkfim, Surtla, Svartakolla, Svört, Sæmd, Tinna, Tunga. Geitur. Um geitfénað get ég ekkert sagt. Sá þó aðeins þann fénað fyrir um hálfri öld. Til afsökunar fátæklegum upplýsingum læt ég nægja stöku: Latur var ég og lítill bóndi líka stutt ég bjó Oftast nær á annað góndi sem aldrei hlaut ég þó.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana