68 Auðkenni og nöfn húsdýra
Nr. 8798
p1
Hestar: Nöfn á hestum
og hryssum voru bæði eftir lit og eins eftir því hvað fólki datt i hug
að nefna þau. Gráir hestar: Gráni, Valur, KJói, Smyrill, Úði, Hrímnir,
Kuldi, Geysir. Hvítir hestar: Svanur, Lýsingur, Frosti. Rauðir hestar:
Eldur, Blossi, Rauður, Funi, Neisti, Röðull, Sindri, Glói og Ljómi ljósrauðir.
Sóti og Dreyri sótrauðir. Bleikir hestar: Bleikur, Fölskvi, Fífill.
Jarpir hestar: Jarpur, Faxi með dökkt fax en ljósari á skrokk. Brúnir
hestar: Brúnn, Blakkur, Skolur, Brúnki, Krummi, Hrafn, Kolskeggur, Kolur,
Skuggi. Skjóttir hestar. Skjóni, Bliki brúnskjóttur, Gráskjóni, Brúnskjóni,
Rauðskjóni, Bleikskjóni, Jarpskjóni, Móskjóni, Dýnus brúnn eða rauður með
eins og hvíta dýnu ofan á bakinu. Höttóttir hestar: Höttur. Skottóttir
hestar: Skotti. Kúfóttir hestar: Kúfur. Kinnóttir hestar: Kinni. Sokkóttir
hestar: Sokki, Leistur. Blesóttir hestar: Blesi, Hjálmur með mjög breiða
blesu. Stjörnóttir hestar: Stjarni, Tvistur með 2 stjörnur. Þristur með
3 stjörnur. Nösóttir hestar: Nasi, Laufi með hvítt lauf á nös eða
annars staðar. Mósóttir hestar: Mósi, Kópur. Moldóttir hestar:
Moldi. Vindóttir hestar: Vindur. Hringeygðir hestar: Hringur, Glámur.
p2
Önnur hestanöfn:
Draumur, Smári, Hrannar, Njáll, Gyrðir, Stormur, Villingur, Hrammur, Straumur,
Nói, Stólpi, Sörli, Randver, Hjalti, Latur, Starri, Trausti, Börkur, Gáski,
Hvatur, Þjálfi, Geisli, Freyr, Hjörtur, Gormur, Ljótur, Spói, Baldur, Þytur,
Lappi, Vilji, Grani, Abraham, Rosi, Sesar, Grautur, Grettir, Skúmur, Svalur,
Héðinn, Hrappur, Hugi, Adam, Spakur, Týr, Þokki, Klaufi, Snarfari, Köttur,
Kisi, Fákur, Skjöldur, Þumlungur, Ægir, Gustur. Þetta heita hestarnir
Hörður, Kjói, Grani, Ljósaskjóni, Lýsingur, Léttfeti og Hrani.
Hryssur: Elding, Svöl, Húfa, Stella, Eva, Svala, Sletta, Ljótunn, Sóley,
Perla, Mýsla, Ljóska, Vina, Snælda, Hremmsa, Menja, Gletta, Hvönn, Hugljúf,
Fjöður, Kvika, Kolka, Hæra, Iðunn, Álft, Freyja, Gjöf, Ófeig, Löpp, Brana,
Gretta, Hrönn, Mön, Sara, Padda, Kisa, Fífa, Gæra, Drífa, Sjöfn, Kleópatra,
Ósk, Píla, Snerra, Vaka, Saga, Fenja, Fluga, Löt, Hrefna, Lind, Hrafnhetta,
Nótt, Harka, Ljúf, Dúfa, Lukka, Skessa, Huld, Spönn, Sneggla, Ljót, Kolla,
Mona Lísa, Gola, Sóta, Lipurtá, Lóa.
p3
Nautgripir. Kúaþula:
Þegiðu, þegiðu sonur minn sæli Þangað til kýr koma oafan af fjöllum. Ganga
þær drynjandi Dröfn og hún Hringja Ila og hún Ála ofan úr skála. Flekka
og hún Fræna fylla þær skjólu. Geit og hún Græna ganga í helli. Hvað
er í helli, Hofmannsskella. Þríspýtandi Hamramóðir Lykla og hún Lína
og hún Langspena. Ekki eru upp taldar kýr kerlingar. Vantar
hana Sokku og hana Dokku og hana Kirtilrokku. Göngum fram á dalinn Gönguhryggja,
Aldinskjalda, Brók og hún Brynja. og hún Bjarnarreyður. Heyrði
það Rögnvaldur handan af mýrum. Dúfa og hún Dalla dunar í malla kýr með
kálfum, Hofmannshyrna Komin er hún Hjálma og hún Greppilhyrna. Gullinhyrna
gengur fyrir þeim öllum mjólkar fullan kútinn handa börnum. Þar brokkar
á eftir Skörungur, Skolamaki, Skinnbrók, Spegill, Vegill, Hnútur, Stykill
og Stúfur velbrokkandi.
p4
Ærnöfn: Golta, Hetja,
Grána, Mjöll Gulbrá, Hosa, Tófa Draumlynd, Kinda, Drífa Þöll Dáfríð, Bletta,
Rófa. Kápa, Hatta, Kuða, Grön Kisa, Ljótunn, Móra
Surtla, Dúfa, Drottning, Mön Dalahyrna, Nóra. Breiðleit, Síðklædd,
Brúða, Gjöf Blíða, Smáfríð Lóa Linda, Ketta, Litfríð, Nöf Langahyrna, Góa.
Bílda, Frekja, Bleiða, Hrönn, Brana, Kolla, Tína Hekla,
Katla, Hýra, Fönn Hnífla, Toppa, Pína. Bjartleit, Flekka, Brúska,
Dröfn Botna, hugljúf, Leifa Svana, Gæra, Svala, Höfn Sóla, Iðunn, Skeifa.
p5
Fora, Skessa, Fáséð,
Hlín Fála, Genta, Kríma Gæfa, Lúpa, Greppitrýn, Grýta,
Stella, Víma. Sumra, Fjósa, Fluga, Björt Fríða, Lonta, Krúna Vaninhyrna,
Vesta, Svört Væna, Hæglát, Brúna. Blæja, Gulka, Bringa, Sjöfn
Betlinös og Geira Hér eru komin hundrað nöfn Ég hef það ekki
meira.