LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHúsdýr, Nafn
Spurningaskrá68 Auðkenni og nöfn húsdýra

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1901

Nánari upplýsingar

Númer8582/1987-3
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið9.2.1988
Nr. 8582

p1
Hestar: Ég er hræddur um að ég geti litar upplýsingar gefið um það sem hér um ræðir. Á Reyðará voru oftast 4 hestar, mest 5. Það var því ekki um mörg nöfn að ræaða. Oftast voru þau dregin af litarfari. Ég kannast ekki við nein slík nöfn sem ekki eru nefnd í meðfylgjandi skjali, og ekki kannast ég við þau öll. Ég fylgdist lítið með hestanöfnum á öðrum bæjum. Ég var einu sinni kaupamaður á Hofi Í Álftafirði. Þar var hestur sem hét Haukur og annar hét Hörður. Ég man ekki hvað hinir hétu. Tvílitir hestar voru auðvitað skjóttir, nautgripir skjöldóttir og sauðkindur flekkóttar. Svo mun það sennilega vera um allt land. Nautgripir: Um þá er sama að segja og hestana. Ég hef engu við að bæta upptalingu þá sem er í skránni. Á Reyðará voru venjulega 4 kýr, svo að ekki þurfti mikið hugarflug til að finna nöfn á þær. Oftast voru þau eftir litarfari. Þó man ég eftir Búbót og Búkollu. En eitt vil ég minnast á sem raunar kemur ekki þessu máli við. Flestir sem hafa umgengist þessar skepnur vita að hestar standa fyrst upp á framfætur, en nautgripir upp á afturfætur. En til er einstaka nautgripir, sem standa upp eins og hestar. Þegar ég var að alast upp var ein kýr á Reypðará, sem stóð alltaf upp eins og hestar. Og ég man eftir að amma mín sagði: Það er kallað að þær hestrísi, þegar þær standa svona upp. Hún kannaðist við þetta og hafði líka orð yfir þetta fyrirbæri. Sauðfé: Ærnar voru allar skírðar einhverjum nöfnum, og þá þurfti auðvitað meira ugarflug en í sambandi við nöfn á strógripunum. Ég man lítið eftir nöfnunum. Ég hef alltaf verið mjög óglöggur bæði á menn og skepnur. Það átti samt að heita að ég þekkti ærnar með nöfnum. Þær fengu sín nöfn þegar hleypt var til þeirra í fyrsta skipti, og þá voru þau skráð í ærbókina.

p2
Mér dettur í hug að minnast á eitt, það er hvernig álftfirðingar númeruðu ærnar sínar með skorum í hornin. Einingar voru markaðar í annað hornið en tugirnir í hitt. Ein skora framan (ofan) á einingahornið táknaði 1. Tvær skorur 2, 3 skorur 3 og 4 skorur 4. Ein skora í enda hornsins táknaði 5. Þá þurfti enga aðra skoru. Hinu megin á hornið voru gerðar 1, 2,3,4 skorur sem þá táknuðu 6,7,8,9. Á hitt hornið voru svo tugirnir markaðir á sama hátt. Væru ærnar hundrað eða fleiri þá var 100 táknað með skoru á flatt horn. Hvort þetta skorukerfi hefur komið í staðinn fyrir nöfn veit ég ekki, en sennilega hefu rþað verið. Ég veit ekki hvort þetta merkjakerfi hefur tíðkast víðar, en það var ekki í Lóni.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana