LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHúsdýr, Nafn
Spurningaskrá68 Auðkenni og nöfn húsdýra

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1909

Nánari upplýsingar

Númer8600/1987-3
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.12.1987
Nr. 8600
p1
Hestalitir þeir sem upp eru taldir eru mér vel kunnir og voru nöfn hesta af þeim dregin á ýsma vegu. Þekki frá æsku nöfn eins og Grána, Rauðka, Rauður, Gráni, Gráskjóni, Nasi, Stjarni, Jarpur, Brúnn, Lýsingur, Brúnka, Mósi ofl. Kenndir við fyrra heimili: Þröstur frá Þrastarhóli, Skagi af Skagaströnd, Svaði frá Svaðastöðum. Af útliti svo sem Glámur, Kubbur, Léttir og Sleipnir voru til heima. Hestar oft keyptir að og gefin ýms nöfn. Nautgripir: Ekki þótti æskilegt að hafa hyrnda nautgripi, sérstaklega ef hornin voru útstæð, var þá oft reynt að venja þau, setja á þau vírspennu er þvingaði þau smátt og smátt saman þegar þau uxu, svo að af þeim stafaði minni hætta. Hyrndar kýr hétu: Hyrna, Gullinhyrna, Svarthyrna, Hnýfla. Önnur algengt: Flóra, Frekja, Gufa, Búbót, Búkolla, Mánakolla, Ljómalind. Ennfremur nöfn dregin af lit svipað og hestanöfn. Aðkeyptar kýr voru oft nefndar eftir bæjum, s.s. Nýpa frá Nýpá, Krossa frá Krossi osfrv. Sauðfé: Mikil fjölbreytni var í nöfnum sauðfjár, en nú mjög að leggjast niður og númer komin í staðinn. Þó munu góðir fjármenn þekkja kindur af ýmsu í útliti og háttalagi ennþá. Oft vor nöfn á sauðfé dregin af lit og hornalagi og þekki ég öll þessi einkenni sem upp eru talin í skránni og bæti ég við skeifhyrnt, af því dregið Skeifa og Skeifhyrna. Ýmis nöfn dregin af útliti s.s. Féskúfa, Skúfa, Brúska, Björt, Gulbrá, Rjóð, Nös, Bletta, Gul, Blökk, Gulhnakka, Hvcít, Fótflekka, Stuttleit, Langleit, Prúð, Brúða, Gæf, Gæfa, Skessa, Skvetta, Skella, Rella, Brana, Stygg.

p2
Endalaust mátti raða ærnöfnum saman: Hera, Brúða, Héla Frygg Hekla, Gullbrá, Kinna Vala, Kúða, Vera, Stygg Viska, Sóley, Tinna. Gamlar vísur, húsgangar: Blágrá mín er besta ær ber hún af öllum kindunum. Ég sá hana efsta í gær uppi á fjallatindunum. Flekka mín er falleg ær fylgja henni systur tvær langt í fjöllin leita þær laufatýr þeim engin nær. Geitur: Geitarækt sem var hér almenn lagðist að mestu niður um 1930, en var þó til á stöku stað til nytja fram um 1960. Síðan eru geitur naumast til nema sem eins konar gæludýr til viðhalds stofninum. Ég læt hér fylgja ljósrit af ritgerð eftir einn kunnasta geitabónda hér um slóðir og skýrir hún sig sjálf.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana