68 Auðkenni og nöfn húsdýra
Nr. 8497
p1
Hestar: Ég þekki
vel flest þau nöfn á hestalitum sem skráð eru í skránni. Þó ekki móskóttur,
vindóttur, skottóttur. Í mínu byggðarlagi er sérhverju hrossi gefið nafn.
Oftast fær folald nafnið og hver hestur heldur yfirleitt nafni sínu alla
tíð. Þó eru nokkur dæmi þess að skipt hafi verið um nafn, einkum ef eigandaskipti
urðu á hesti. Flest hestanöfn fara eftir litum. Fleira kemur þó til greina,
svo sem sérstök auðkenni, útlit eða skap hesta, nafn eftir sveit eða bæ,
nafn úr Eddu, öðrum fornritum eða ýmsum sögum. Hér skal nefna dæmi. Nöfn
eftir lit: Blakkur, Blesi, Bleikur, Brúnn, Börkur dökkrauður, Dökkur, Dreyri,
Fífill ljósrauður, Glámur, Glói glófextur, Gráni, Gyllir, Hæringur dökkgrár,
Jarpur, Litfari, Lýsingur, Máni, rauður, Skjóni, Skolur skolbrúnn. Skuggi,
Sokki, Sóti, Sörli. Nöfn eftir sérstökum auðkennum: Blettur, Glæsir
glaseygður, Gyrðir með hvíta rönd yfir skrokkinn. Hringur með ljósan hring
í auga. Kinni, Laufi, Nasi, Skór dökkur með hvítan hóf, Sokki, Stjarni,
Toppur.
p2
Samansett nöfn eftir
litum: Rauðaskjóna, Brúnblesi, Grástjarni. Nöfn eftir litum, þannig
að hesti er líkt við fugl eða annað dýr: GÖltur, Kópur, Krummi, Skúmur.
Nöfn eftir vaxtarlagi eða öðru útliti: Háleggur, Litliskjóni, Stóri Rauður
Víkingur, Þokki. Nöfn eftir gangi eða skapi: Eitill harðger. Hrani brokkgengur,
hastur, nafnið getur þó verið fengið úr ritum. Stígur greiðfær, þróttmikill.
Vindill flimpinn, óstilltur. Nöfn þannig að einn hestur er greindur frá
öðrum eftir aldri: Eldri Rauður, Yngri Gráni. Nöfn eftir fyrra heimkynni:
Austri, bóndi í Svínafelli keypti hest austan úr Breiðdal og skírði hestinn
Austra. Hólarauður. Nöfn eftir veðri eða vissum atvikum: Frosti hryssa
kastaði um sumarmál í miklu frosti. Eigandinn gaf folaldinu þetta nafn.
Stormur, folaldið fæddist í illviðri og fékk þetta nafn. Nöfn úr
fornritunum: Falur, Faxi, Óðinn, Sleipnir, Vöttur. Hryssur: Með nöfn
á hryssum er farið eftir sambærilegum reglum og með nöfn á hestum. Þegar
nöfnin fara eftir litum þá eru þau smasvarandi.
p3
Nöfn eftir lit: Blesa,
Bleik, Bleikála, Brúnka, Fífa, Glóa, Gráma, Grása, Hrefna, Irpa, Jörp,
Löpp, Mósa, Mön, Vör, Rauðka, Skjóna, Stjarna, Tinna, Toppa, Gylta, sbr
Göltur. Bláma. Á fyrst aog öðrum áratug þessarar aldar var á Hnappavöllum
hryssa með þessu nafni, hún var dökkgrá.
Nöfn af ýmsu tagi:
Skopra, Snörp, Ögn, Gletta, Snegla, Bára, Fluga, Freyja, Frigg, Hlökk.
Nautgripir: Fyrrum voru flestar kýrnar í mínu byggðarlagi hyrndar og talað
var um stórhyrndar kýr, smáhyrndar og hníflóttar. Sjaldan voru þó nöfn
kúa leidd af hornalagi. Með búfjárrækt á síðari árum hefur þetta breyst
svo að nú eru kýrnar yfirleitt kollóttar. Kýr eru á litinn svartar, hvítar,
rauðar, gráar, bröndóttar, skjöldóttar, bíldóttar, hálsóttar, húfóttar,
huppóttar, skrámóttar. Nöfn margra kúnna fara eftir lit svo sem Dimma,
Surtla, Hvít, Reyðir, Grána, Branda, Skjalda, Skrauta, Skráma, Húfa, Huppa,
Díla, Bílda, Eyra. Nöfn af öðrum toga:
p4
Auðhumla, Búbót,
Búkolla, Flóra, Frenja, Gæfa, Gyðja, Drífa, Rjúpa. Sauðfé: Um hornalaga
á kindum er sagt afturhyrnd, framhyrnd, gashyrnd, gleiðhyrnd, hrinhyrnd,
krókhyrnd, kiðhyrnd, krapphyrnd, krókhyrnd, skeifhyrnd, spjálkhyrnd, sverhyrnd,
úthyrnd, veikhyrnd. Eftir hornastærð: Stórhyrnd, stutthyrnd, hnífilhyrnótt,
örðótt. Orðið vaninhyrnd þekki ég einnig. Létthyrndur er sagt um hrút með
smá horn. Eftir vexti og byggingarlagi er kind talin stór, lítil, þrekin,
þybbin, þéttvaxin, þykkvaxin, grannvaxin, mjóslegin, þunnvaxin, háfætt,
lágfætt. Þótt aðal litir sauðfjár séu hvítt, svart, mórautt og grátt þá
eru einnig önnur og sérstök litarauðkenni algeng, svo sem flekkótt, flikrótt,
rílótt, arnhöfðótt, brúnótt, bíldótt, blesótt, murnsótt, kúfótt, hálsótt,
kápótt, klukkótt, golótt, mögótt, hosótt, botnótt. Sumt orðafar um
litarauðkenni kinda er misjafnt eftir bæjum eða sveitum. Sumir kalla golótta
þá kind sem er hvít, en þó með dökkan kvið, dökka fætur og dökkt höfuð.
p5
Þeir kalla þá mögótta
kind, sem er svört nema með hvítan kvið. Hjá öðrum er þetta gangstætt.
Þeir kalla svarta kind en þó með hvítan kvið golótta, en kind hvíta á skrokkinn
með svartan kvið mögótta. Ég þekki hvort tveggja. Fé sem hefur gul
eða rauðleit hár í ullinni á höfði, fótum og að meira eða minna leyti á
hrygg er nefnt írautt, gult eða rellótt. Öll þessi orð um sama eða svipaðan
lit eru vel kunn, en misjafnelga algeng. Á mínum bæ er helst talað um írautt
fé, þegar um þennan lit er að ræða. Ef höfuð og fætur er nálega brúnt,
kallast það fé kolótt á litinn. Í minni sviet hefur verið vengja
að gefa sérhverri kind nafn. Eitthvað hefur dregið úr þessu á síðari árum
síðan tekið var að merkja fé með ál eða plastplötum. Þá eru það eigi síður
númerin sem gilda til aðgreiningar. Her skulu nenfd allmörg ærnöfn.
Þau eru vísbending um nokkra fjölbreytni í nafnavali. Nöfn eftir aðal litum:
Bjartleit, Björt, hvít, Mjallhvít, Mjöll, Dimma, Hrefna, Njóla, Svarsla,
Svertla, Surtla, Tinna, Morsa, Móra Grána, Hera.
p6
Nöfn eftir ýmsum
litarauðkennum: Brá, Dröfn, Gríma, Gul, Ima, Ira, Irsa, Kola, Skráma, Vella,
Arnhöfða, Bílda, Blesa, Botna, Díla, Eyra, Flekka, Flikra, Fóta, Gola,
Golsa, Hálsa, Hosa, Kápa, Klukka, Krúna, Kúfa, MOrvosa, Maga, Nös, Ríla,
Skrauta, Treyja svört aftur fyrir bóga.
Nöfn eftir ýmsum
einkennum: Bletta, Brúska, Férák, Féskúfa, Gullbrá, Rák svört rák í horni.
Nöfn eftir hornalagi: Arða, Hnýfla, Hróka, Kiða, Krókhnýfla, Skakkhyrna,
Skeifa, Spjálkhyrna, Sverhyrna, Veikhyrna. Nöfn eftir vaxtarlagi eða öðru
útliti: Brúða, Budda, Fríða, Loðnakolla, Mjóna. Rpúð, Síðklædd, Snotra.
Samsett nöfn eru af ýmsu tagi, þó einkum eftir litum eða fjárkyni, þannig
að fyrri hluti samsetta orðsins gefi til kynna undan hvaða á lambið er:
Morflekka, Svartkolla, Bílduhnýfla, Kiðarbrá, Morsuhyrna. Nöfn eftir haglendi:
Fjallahyrna, Hólmakolla. Nöfn eftir skapgerð og eðlisfari: Frenja, Gæfa,
Stygg, Spök. Nöfn eftir uppruna eða fyrri eiganda:
p7
Neshyrna, Halldórs
Flekka. Nöfn eftir fuglum, fiskum eða öðrum dýrum: Dúfa, Gæs, Hæna, Rjúpa,
Flyðra, Lúða, Spraka, Tófa. Eddunöfn: Bylgja, Eir, Gefn, Gjálp, Hrönn,
Lofn, Sif, Sjöfn.