LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHúsdýr, Nafn
Spurningaskrá68 Auðkenni og nöfn húsdýra

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1907

Nánari upplýsingar

Númer8577/1987-3
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.12.1987
Nr. 8577
p1
Hestar: Hestanöfn úr skáldskaparmáli, kenningar,tek ég ekki. En hér eru n okkur hestanöfn, þó ég sé ekki fróður í þessu efni: Brúnn, Baldur, Bleikur, Blesi, Bylur, Bleikála, Blakkur, Faxi, Gráni, Glói, Hæringur, Háfeti, Harmur, Glámurr, Girðingur, Irpa, jarpur, BrúnSkjóni, Kópur, Léttfeti, Lýsingur, Léttir, Mósi, Muska, Moldi, Nasi, Skotti, Sokki, Sjarna, Stjarni, Skjóni, Sóti, Toppur, Tinna, Valur, Vinur, Þytur. Bylur skeiðar virta vel vil ég þar á gera skil Þytur sanda mörk og mel Mylur grjót. Mesta gull í myrkri og ám mjúkt á lullar grundum Einatt sullast ég á Glám og hálffullur stundum. Vísurnar sanna að þessi hestanöfn voru til eða eru til. Á 1. og 2. áratug þessarar aldar voru hjá prestinum okkar á Mosfelli í Grímsnesi eftirfarandi hestanöfn: Peli, Pitla, Skenkur, Skolkó.

p2
Nautgripir: Stórhyrnt, úthyrnt, upphyrnt, snúinhyrnt, smáhyrnt, niðurhyrnt, hnýflótt. Vísa eða vísubrot hálfgleymt, ekki rifjað upp í 60-70 ár. Kýr mínar koma ofan af fjöllunum gagna þær dryngjandi hún Dröfn og hún Hringja Íla og hún Ála ofan frá Skála Lykla og hún Lína og hún Langspena. Nokkur kúanöfn: Gullbrá, Dimma, Skjalda, Grana, Rauðka, Branda, Húfa, Flóra, Frenja, Gæfa, Bauga, Surtur, Gyðja, Hyrna, Húfa, Skrauta, Hryggja, Rós, Huppa, Búkolla, Búbót, Dröfn, Kolla.

p3
Sauðfé: Hér í sveit er bóndi einn svo fjárglöggur að þegar hann lítur yfir fé sitt og bróður síns í réttinni, þegar búið er að reka féð inn og hann rennir augum yfir féð, þá saknar hann strax ef kind vatnar, reyndar hvort sem þær eru fleiri eða færri. Þær eru allar með nafni og hann þekkir útlit þeirra og látbragð og skapferli. Sbr. kennari sem lítur yfir fjölmennan bekk nemenda, þar sem hver og einn hefði ekki fast sæti. Og ókunnir nemendur væru þar með í bland. Menn eru mjög mis mannglöggir og mis fjárglöggir. Etv. er þetta eitthvað skilt. Ekki karlagrobb: Þegar ég var 11 ára og bróðir minn 10 ára, sátum við yfir og seinna smöluðum á kvöldin 43 kvíaám. Smátt og smátt þekktum við þær allar í sjón og gáfum þeim nöfn. VIð höfðum ekki nærri nóg nafnaval, en sáum að margar þeirra líktust í andliti eða uppliti nágrönnum okkar í sveitinni, og gáfum mörgum rollunum nöfn nágrannanna, en þetta vitnaðist ekki og gleymdist, sem betur fór, en þetta var eintómur barnaskapur eða heilög einfeldni.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana