LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHúsdýr, Nafn
Spurningaskrá68 Auðkenni og nöfn húsdýra

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1899

Nánari upplýsingar

Númer8535/1987-3
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.12.1987
Nr. 8535

p1
Hestar voru oft nefndir eftir lit þeirra. Eins vissi ég hest nefndan Glám af því hann var glaseygður. Annar var kallaður Skolur, en ég veit ekki af hverju. Heyrt hefi ég að hestar hafi verið nefndir eftir bæjum eða fyrri eigendum, þó ég kunni ekki að nefna dæmi. En oftast fengu þeir nöfn á fyrstu árum æfi sinnar. Mér virðist hafa verið tiltölulega meira af hyrndum nautugripum á fyrstu áratugum aldarinnar en síðar. Enda eru kollóttir nautgripir hentugri í umgengni en hyrndir. Hornin komu til greina við nafngiftir ásamt ýmsu öðru. En fleira marktækt nöfn en í skránni hefi ég fá að tilgreina. Um nafngiftir á sauðfé hefi ég litlu við skrána að bæta, þegar miðað er við lit og hornalag t.d. þó voru þær kindur kallaðar höttóttar sem voru til helminga hvítar og svartar eða mórauðar og hvítar. Var þá framhluti kindarinnar eð öðrum lit en afturhlutinn. Geitfé kynntist ég aldrei að ráði. Sá það bara á bæjum og í göngum á haustin t.d.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana