68 Auðkenni og nöfn húsdýra
Nr. 8587
p1
Hestar: Hrossalitirnir
sem taldir eru upp í skránni eru þekktir hér nema muskóttur, vindóttur
og móvindóttur. Auk þeirra eru mósóttur, kúfóttur og ljósaskjóttur. Hringur
var nafn á hringeygum hesti. Glámur hefur líklega stundum átt við glámeygan
hest, en ég set það fremur i samband við orðið glámóttur, þe. stórblesóttur.
Fór þetta tvennt oft saman. Hér var folöldum gefið nafn hvað sem annars
hefur tíðkast. Bleik hross nefdust oft Bleikur og Bleiksa. Brún,
Brúnn og Brúnka. Jörp hross Jarpur, Jörp og Irpa. Leirljós Leiri. Grá Gráni
og Grána. Moldótt Moldi og Molda. Móálótt Móalingur. Blesótt Blesi og Blesa.
Rauð Rauður og Rauðka. Dreyrrauð Dreyri. Sótrauð Sóti. Skjótt Skjóni og
Skjóna. Brún Brúnskjóni og Brúnskjóna. Jarpskjótt Jarpskjóni og Jarpskjóna.
Rauðskjótt Rauðskjóni og Rauðskjóna. Sokkótt Sokki og Sokka. Skottótt Skotti
og Skotta. Kúfótt Kúfur og Kúfa. Stjörnótt Stjarni og Stjarna. Glámótt
Glámur og Glama. Höttótt Höttur, Glófext Glófaxi. Mósótt Mósi og Mósa.
Ljósaskjótt Ljóska. Bleikálót Bleikála. Varla fer á milli mála hvað
átt er við með litaheitum þessum, þó skal tekið fram að ljósaskjóttur hestur
var leirljós með hvítum skellum. Nöfn dregin af lit: Laufi með lauf í enni:
Tvistur með 2 stjörnur. Blakkur og Blökk grásvört. Hvítur og Lýsingur hvítir.
Löpp með ljósan fót. Skór með hvítan hóf. Nasi með Blett á nös. Hæringur
og Hæra öll smáyrjótt eins og öllum mögulegum litum væri blandað saman
en engin hreinn. Faxi með dökkt fax eða faxið á einhvern hátt sérkennilegt.
Grani með ljósan flipa. Rauðkolla þetta hryssunafn hef ég aðeins heyrt
í vísu: Rauðkollu minni ég ríða skal þá ræningjarnir koma Á henni
flyt ég allt mitt bú konuna mína og börnin þrjú og á hana set ég alla mína
von og trú.
p2
Nöfn á viljugum fjörhestum:
Píla, Þytur, Kólfur, Léttir, Léttfeti, Smyrill, Fálki, Svipur, Þruma, Elding,
Gustur, Ofsi. Nöfn dregin af stærð hrossa t.d. Langur. Annars var
oft skeytt lýsingarorði framan við nafntið t.d. Litla Blesa, Stóri Bleikur
og átti ekki Páll Ólafsson Langa Brún? Skapmiklir hestar fengu nöfn eins
og Hrani og Svaði. Þokki hefur eflaust verið fallegur. Dýna og Dúna hafa
verið þýðar, dúnmjúkar í spori eins og Vakri Skjóni. Nautgripir:
Auðvitað var hægt að segja að kýr væru stórhyrndar, smáhyrndar, stutthyrndar
og hníflóttar, en fá kýrnöfn hef ég heyrt sem dregin eru af hornalagi nema
Hyrna og Hnýfla og svo Kringla, sem dregið var af því að hún var kringilhyrnd.
Kringilhyrndur var nautgripur sem var með hringlaga horn og var þá gjarnan
blá stykillinn dálítið snúinn. Kolla vitnaði aftur um hornaleysi og var
svo notað í samsettum nöfnum t.d. Búkolla. Nöfn sem bentu til gæða voru
Búbót, Búkolla, Lind, Rjómalind, Dropsæl að ógleymdri Auðhumlu. Flátta
og Þríspen eru þekkt kýrnöfn, en Stássa er bara auðvirðilegt tíkarnafn.
Svartar kýr hétu gjarnan Dimma, Tinna, Svört. Nöfnin Grána, Hvít,
Rauð, Rauðka og Reyður skýra sig sjálf. Skjalda var svört með stórum hvítum
skellum. Brandskjalda bröndótt með hvítum skellum. Fræna og Skrauta voru
með ságerari bletti. Gjörð og Rönd voru með hvíta rönd þvert yfir
skrokkinn og náði jafnvel alveg kringum skepnuna. Á hryggju var röndin
eftir endilöngum hryggnum. Huppa með hvíta huppa og Gríma með
óreglulega bletti í andliti. Húfóttar kýr voru hvítar í framan og upp á
hnakkann. En skrokkurinn ýmist svartur, rauður eða grár.
p3
Það gæti dottið í
hug að Svarthúfa væri með svarta húfu, en svo var ekki. Skrokkurinn var
svartur, en húfan hvít. Rauðhúfa var rauð með hvíta húf og Gráhúfa var
grá með hvíta húfu. Til va rhúfótt kýr sem hét Bjartleit. Snegla var snegluleg
og Löt var löt. Kola var kolótt um hausinn og aftur á háls. Hjálma var
eiginlega húfótt. Grýla og Ljót þóttu ekki fallegar. Krossa hét svo af
því hún var frá Krossgerði. Malla var frá konu er svo var kölluð, en hét
Máfríður. Héla var grá. Hálsa var hálsótt.Svo eru eflaust mörg kýrnöfn,
sem engin veit hvað þýða. Í svipinn dettur mér i hug Dyngja og Brynja.
Tarfarnir áttu sjaldnast nafn. Þó voru til Glæsir, Grettir
og Skjöldur. Nú má finna fjölda af nnautanöfnum í skrám og skýrslum og
vísast þá til þeirra. Sauðfé: Við notum öll þau orð sem þið
tilfærið um hronalag sauðfjár nema öngulhyrnt, auk þess tölum við um sauðhyrnt,
skeifhyrnt, skakkhyrnt, snúinhyrnt, kiðhyrnt, þykkhyrnt, mjóhyrnt, upphyrnt,
úthyrnt, breiðhyrnt, stúfhyrnt, einhyrnt, fúlhyrnt, snarhyrnt og krapphyrnt.
Í samræmi við allat þetta orðafar eru svo þessi nöfn: Hyrna, Stórhyrna,
Smáhyrna, Sauðhyrna, Vaninhyrna, Skakkhyrna, Skeifhyrna, úthyrna, Kiðhyrna,
Þykkhyrna, Mjóhyrna, Upphyrna, Gleiðhyrna, Breiðhyrna, Stúfhyrna, Stutthyrna,
Einhyrna, Skáhyrna, Hálfhyrna, Snúinhyrna, Snarhyrna, Fúlhyrna. Auk þess
Einhyrnd, Kiðhyrnd og Snarhyrnd. Bláhyrna og Randhyrna voru kennar við
lit hornanna. Af hornalit voru líka þessi nöfn: Rönd, Rák, Reim. Næst talin
nöfn minntu á hornalagið: Kreppa, Koppa, Hringja, Sylgja, Skeifa, Skúta,
Spíra, Sveðja, Álma, Spjálk, Kiða, Geit, Gemsa, Steingeit, Hjálma og Króna.
Mjög mörg ærnöfn minntu á lit ærinnar. Svartar ær hétu gjarnan Svertla,
Svört, Surtla, Dimma, Tinna, Hrefna, Sorta, Nótt, Njóla, Gríma, Krúmma,
Daðla, Svala, Teista,
p4
Mósa, Mósvört, Brúnka,
Hrafnhetta, Náttsvört. Gráar ær hétu Grána, Héla, Þoka, Hríma, Hæra,
Silfra, Dögg, Aska, Assa, Lodda, Grágæs, Kæpa og Urta. Svo bættust þessi
við þegar farið var að koma upp sem flestu af gráu fé: Húmgrá, Hélugrá,
Blágrá, Úlfgrá, Steingrá, Dökkgrá og Ljósgrá. Bjartar ær hétu: Hvít, Rjúpa,
Birta, Fönn, Fífa, Drift, Drífa, Björt, Bjartleit, Dúfa, Mjöll, Hrein,
Jökla, Álft, Fölleit, Hvítleit, Mjallhvít, Krít, Mjallhvít, Svana, Snjóka,
Alhvít og Snæunn. Mórauðar ær: Móra, Morsa, Mósa, Móska, Brúnka, Mógrá,
Grámóra, Móleista, Mórubotna, Mórahálsa, Móleit, Æður og Önd. Við
kölluðum það fé írrautt sem var gult eða rauðleitt á höfði og fótum, en
að öðru leyti hvítt, en var þó stundum gulflekkótt um allan skrokkinn og
jafnvel allt gult eða írautt. Sums staðar var þetta allt nefnt gult og
enn aðrir gerðu mun á þessu tvennu eftir því hvað sterkur liturinn var.
En þó að við kölluðum þetta allt írautt fé voru nöfnin stundum dregin af
gula litnum. Ærnar gátu heitið írsa, írleit, Gullhúfa, Rauðhetta, Gulleit,
íra og eflaust fleira. Í okkar máli var botnótt fé ljóst á maga
og milli afturfóta og ljós rönd að aftan og klofnaði hún um dindilinn og
náði upp með honum sitt hvoru megin. Aðal litur kindarinnar var svo svartur,
grár eða mórauður og þá komu fram nöfnin Botna, Svartbotna, Grábotna og
Morubotna. Sums staðar var þetta nefnt mögótt fé og þar af kom nafnið Maga.
Hér á næstu grösum, þe. í Skriðdal og líklega víða í Fljótsdalshéraði segja
þeir að mögótt fé sé hvítt á skrokkinn með dökkan maga, rass, fætur
og höfuð, en það köllum við golótt og þar af nafnið Gola, og svo Svartgola
og Morugola eftir atvikum. Aragrúi af ærnöfnum helgast af
flekkjum og blettum hér og þar um skrokk og útlimi og eru nú talin upp
þau helstu án þess að gera grein fyrir hvar bletturinn er í því trausti
að þeir sem þetta lesa, ef einhverjir verða, skilji hvað við er átt: Flekka,
Bletta, Lokka, Bót, Díla, Dropa, Depla, Vanga, Kría, Hnakka, Krúna, Brá,
Vör, Nös, Kónga, Dindla, Snoppa, Kverk, Hóst, Klauf, Sokka, Bílda, Kjúka,
Vala, Löpp, Leista, Skella, Tunga,
p5
Hetta, Húfa, Bauga,
Arnhöfða, Hálsa, Kápa, Doppa, Frekna, Ríla, Gjörð, Kinna, Valbrá, Komma,
Grön, Toppa og eflaust mætti lengra telja. Nöfnin Fjöður,
Féfjöður, Fétoppa og Féprúð af sveip eða skiptingu í hári á snoppu, en
slíkt var kallað fjöður eða féfjöður. Hnyflóttu ærnar hafa
orðið útundan í upptalningunni, en nöfn á þeim voru t.d. Hnýfla, Töpp,
Arða, Bóla, Krækja, Lykkja, Karta. Kollóttu ærnar hétu Kolla, Skallakolla
og svo eftir lit Grákolla, Svartkola, Morukolla, Glókolla osfrv. Nöfn
eftir skapgerð: Snör, Þrá, Þykkja, Ylgja, Hvöt, Gletta, Harka, Linja, Skvetta,
Óþæg, Glenna, Flenna, Gála, Fála, Bredda, Fenja, Prúð, Bryðja, Ólga, Iða,
Dáð, Rausn, Retta, Spök, Frekja, Rella, Vina, Blíða, Órög, Rög, Óspök,
Varkár, Stygg, Trygg, Stilling og Röskva. Mörg ærnöfn voru ekki í
neinum tengslum við útlit og eiginleika skepnanna og svo virðist að flest
kvk. nafnorð geti gengið sem ærnöfn. Nú verða rituð slík nöfn en tæmandi
upptalning verður það ekki: Böng, Hnyðja, Kilja, Næða, Gjóla, Nepja, Kólga,
Skumpa, Dávæn, Gylta, Svínka, Rjóð, Glóð, Menja, Flyðra, Spraka, Lúða,
Lirfa, Lúpa, Sneypa, Gyðja, Viðja, Hnyðra, Hnáta, Sleggja, Búlda, Skúfa,
Brúska, Budda, Vepja, Eðla, Erla, Edda, Bleikja, Flækja, Hnota, Flóra,
Beðja, Keila, Álka, Vía Nýpa, Lóa, Rita, Súla, Ör, Öxl, Læna, Veisa, Seyla,
Lind, Hera, Hýra, Setta, Megða, Ógæfa, Ólund, Órækja, Ómynd, Röst, Lús,
Fló, Fluga, Padda, Bjalla, Mús, Mýsla, Rotta, Valska, Otra, Tófa, Rebba,
Læða, Lágfóta, Kisa, Ketta, Branda, Murta, Lonta, Loðna, Langa, Púpa, Dúða,
BIða, Gæf, Stygg, Skegla, Begla, Simla, Hemra, Hind, Glotra, Spök, Elding,
Þruma, Skrugga, Háleit, Breiðleit, Langleit, Bjartleit, Dökkleit, Fölleit,
Móleit, Hvítleit, Mjóleit, Hýrleit, Gulleit, Rauðleit, Bláleit, Írleit,
Byssa, Stubba, Kubba, Busla, Grön, Ögn, Velta, Kemba, Bolla, Katla, Dyngja,
Dyrgja, Sjöfn, Síðklædd, Lokkprúð, Selja, Smuga, Lubba, Subba, Kelda, Linda,
Geira, Dýna, Hekla, Hræða, Snúra, Lína, Brana, Hetja, Lukka, Höpp, Kola,
Kolleit, Fýla, Skalla, Gedda, Fáséð,, Þvara, Loðbrók, Pína, Kráka, Píla,
p6
Mjóna, Ýsa, Nóva,
Nóra, Fræna, Skessa, Trölla, Gríður, Íra, Breið, Þétt, Flumbra, Ugla, Murka,
Kussa, Dávæn, Dáfríð, Stássa, Snotra, Falleg, Lagleg, Prýði, Fríða, Drottning,
Röskva, Sunna, Eygló, Glóey, Brúða, Dúkka, Grettla, Ljót, Dröfn, Alda,
Bára, Bylgja, Hrönn, Rán, Drós, Snót, Gná, Hlín, Hrund, Mær, Kerla, Kerling,
Kona, Frú, Fjóla, Lilja, Sóley, Rós, Hvönn, Geitla, Maðra, Mura, Ösp, Stör,
Hrísla, Björk, Nettla, Næpa, Helja, Dúða, Damla, Beðja, Guldröfn, Gulrófa,
Trana, Blómleg, Háfætt, Nunna, Höst, Gaupa, Brák, Hágóna, Haða, Gráma.
Nokkur hrútanöfn: Óðinn, Þór, Ljómi, Kisi, Lubbi, Spakur, Smári,
Svaði, Ljúfur, Prúður, Sómi, Fífill, Roði, Bjartur, Mörður, Bárður, Eitill,
Hnýfill, Valur, Vöggur, Gosi, Karri, Þrymur, Sóti, Svanur, Víðir, Baugur,
Freyr, Hörður, Óspakur, Gjafar, Kópur, Melur, Sindri, Korgur, Mosi, Kóngur,
Írsi, Dindill, Ufsi, Geisli, Glói, Beli, Busi, Fannar, Jökull, Þáttur,
Móri, Kiljan, Kamban. Þegar ég lít yfir þessi blöð sé að þar
eru allar sagnir í þátíð, en það hefði ekki þurft að vera svo. En þá eru
til hestar sem heita Blesi og Brúnn og Grána og Hjálma standa enn á bás.
Hver og ein ær á sitt nafn og svona verður það vonandi meðan nokkrum leyfist
að eiga nokkra skepnu. Og nú verðið þið að taka viljann fyrir verkið.
p7
Ærnafnavísur, sléttubönd:
1. Selja, Fjóla, Gylta, Grönn, Geitla, Njóla, Sunna Elja, Bóla, Hálsa,
Hvönn Hekla, Gjóla, Nunna. 2. Kiða, Setta, Rauðka, Rós Rebba, Netta, Gola
Biða, Ketta, Daðla, Drós Dimma, Gletta, Kola. 3. Menja, Hetta, Lukka, Lús
Lirfa, Skvetta, Hæra Fenja, Retta, Maga, Mús Mjóna, Bletta, Gæra. 4. Trana,
Sokka, Molda, Mön Megða, Lokka, Bera Brana, Dokka, Gaupa, Grön Golta, Smokka,
Hera. 5. Lóa, Myrja, Harpa, Höpp Héla, Syrja, Murka, Tóa, Styrja, Lobba,
Löpp Langa, Tyrja, Purka. 6. Snortra, Lúða, Dyrja, Dröfn Damla, Kúða, Subba
Otra, Dúða, Síða, Sjöfn Sorta, Brúða, Lubba. 7. Bylgja, Grýla, Kjamma,
Krít Katla, Díla, Hosa, Sylgja, Ríla, Huppa, Hvít Hnypra, Píla, Mosa. 8.
Perla, Týra, Loðna, Löng Lodda, Íra, Gæfa Erla, Hýra, Bílda, Böng Botna,
Spíra, Tæfa. 9. Leista, Bjalla, Fríða, Fljót Flekka, Dalla, Svala Teista,
Skalla, Birta, Bót Beðja, Halla, Vala. 10. Grettla, Flækja, Bára, Björk
Buxa, Rækja, Skúta Nettla, Krækja, Assa, Örk Alda, Spækja, Hnúta. 11. Hremsa,
Kæpa, Láskra, Lind Lykkja, Skræpa, Fifa Gemsa, Læpa, Hemra, Hind Harka,
Næpa, Drífa. 12. Freyja, Hryðja, Brúska, Blökk Blesa, Gyðja, Flóra, Treyja,
Viðja, Þerna, Þökk Þoka, Hnyðja, Móra. 13. Dyngja, Snoppa, Valska, Vör,
Vella, Toppa, Kría Hringja, Loppa, Elfa, Ör Ugla, Doppa, Vía. 14. Hjálma,
Gríma, Lúpa, Ljót Linja, Ýma, Snjóka Álma, Hríma, Snúra, SNót Sneypa, Díma,
Jóka. 15. Gedda, Skúfa, Brynja, Brá Búlda, Kúfa, Vepja, Edda, Húfa,
Þruma, Þrá Þykkja, Dúfa, Nepja. Gunnlaugur Guðmundsson, Berufirði.