LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiÁheit, Átrúnaður, Heitgjöf, Kirkja, Kirkjugarður, Kirkjugripur, Trúariðkun, Þjóðtrú
Spurningaskrá111 Áheit og trú tengd kirkjum

ByggðaheitiKelduhverfi
Sveitarfélag 1950Kelduneshreppur
Núv. sveitarfélagNorðurþing
SýslaN-Þingeyjarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1919

Nánari upplýsingar

Númer17203/2009-2
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið14.9.2009/6.11.2009
TækniSkrift
Nr. 17203

Heimildarmaður: Sigurður Jónsson, f. 24.12.1919, Litla-Hvammi 8a, Húsavík.

Spurt er um áheit á kirkjur.
Ég var búsettur um 40 ára skeið í Garði í Kelduhverfi og þar er kirkja sveitarinnar og var ég lengi starfsmaður við kirkjuna, m.a. var ég meðhálpari um 20 ára skeið og safnaðarfulltrúi nokkur ár. Ég hafði þó aldrei bókhald á hendi fyrir kirkjuna en ég kannast við áheit til hennar og var beðinn að koma áheitafé til gjaldkera af tveim konum. Þetta voru smáupphæðir og þær vildu láta þetta fara leynt. Ekkert veit ég vegna hvers þær gerðu þetta en líklega hefur þeim gefist það vel því þær gerðu þetta oftar en einu sinni. Ég hef grun um að fleiri hafi heitið á kirkjuna og verið ánægðir með það en eins og áður var sagt fóru menn með þetta leynt.

Spurt er um gjafir til kirkju.
Já margar gjafir hafa borist Garðkirkju og held ég að þær hafi flestar eða allar verið gefnar í minningu látinna ástvina. Ég nefni hér orgel, ljósakross á turn hennar, kertastjaka, altarisdúk, sálmabækur og ýmislegt fleira. Ég hef ekkert meira um þetta að segja.

Með kveðju
Sigurður Jónsson.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana