LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiÁheit, Átrúnaður, Heitgjöf, Kirkja, Kirkjugarður, Kirkjugripur, Trúariðkun, Þjóðtrú
Ártal1960-2009
Spurningaskrá111 Áheit og trú tengd kirkjum

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1951

Nánari upplýsingar

Númer17223/2009-2
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið14.9.2009/12.11.2009
TækniSkrift
Nr. 17223

Heimildarmaður: Ása Björk Snorradóttir, f. 08.11.1959, Fjólugata 4, Hafnarfjörður.

s1.
Óx upp við að lesa í Mbl. hve mikið „Sólheimadrengurinn“ og Strandakirkja fengu í áheit en þar var spalti um það en þó ekki daglega, a.m.k. vikulega. Þetta var ca. 1960+/-. Veit ekki til að það hafi verið gert í minni fjölskyldu. Þar þótti þó „gott að heita á Venna“ hann var strákur og duglegur í boltanum, þ.e. frændi minn! Amma mín hét oft á þetta barnabarn og fullyrti að hann „yrði við“, þ.e. áheitið rættist. Hann fékk yfirleitt peninga. Þar fyrir utan var ekki mikið um áheit í kringum mig. Samt finnst mér eins og ekki megi segja þeim sem heitið var á frá fyrr en allt hafði gengið eftir. Aðrir máttu vita að heitið hafði verið á einhvern.

Þar sem ég gekk af trúnni rétt um tvítugt, fannst eins og Helga Hós að það hefði verið farið aftan að mér!, þá er ég lítið inni í því sem á sér stað í/við kirkjur. Hef þó lesið mér mikið til m trúmál en þekki ekki af uppeldi/reynslu. Hef t.d. lesið að skírnarvatn skuli berast í augu. Þekki einnig alþekkta staði eins og Maríulindina á Hellnum og Heiðnaberg í Drangey annað ekki. Duga því lítið í þessum pakka.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana