LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiÁheit, Átrúnaður, Heitgjöf, Kirkja, Kirkjugarður, Kirkjugripur, Trúariðkun, Þjóðtrú
Ártal1965-2009
Spurningaskrá111 Áheit og trú tengd kirkjum

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1953

Nánari upplýsingar

Númer17242/2009-2
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið14.9.2009/14.12.2009
TækniTölvuskrift
Nr. 17242

Heimildarmaður: Finnbogi Rútur Hálfdanarson, f. 20.09.1953, Brattholt 15, Mosfellsbær.


Sæll Ágúst og kærar þakkir fyrir síðast,

Það veitti okkur mikla ánægju að fá að heimsækja ykkur í Hólminum fyrir rúmu ári.

Ég fékk beiðni frá þér um upplýsingar um áheit og trú tengd kirkjum í bréfi dagsettu 26. október sl.
Fyrst biðst ég afsökunar að hafa ekki svarað fyrr, en bréfið lenti milli laga eins og vill gerast.
Á hinn bóginn hef ég eiginlega ekkert um þetta að segja þar sem trúmál voru sjaldan rædd á mínu æskuheimili og enn minna á mínu heimili.
Ég ólst upp við afskaplega jarðbundnar skoðanir á flestum hlutum og þá trú að eðlisfræðilegar og náttúrvísindalegar skýringar væru til á öllu sem gerðist. Draugar og huldar vættir væru einber hjátrú og ofsjónir fákæns fólks og ekki þýddi neitt að reyna að breyta framtíðinni með því að gefa kirkjum gjafir.

Svo ég held að ég verði bara að skila auðu í þetta sinn.

Við óskum ykkur hjónum gleðilegra jóla og ég vona að náir í einhverja skárri heimildarmenn en mig.

Kær kveðja

Finnbogi Rútur

===============================================
Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur/pharmacist
Brattholt 15
270 Mosfellsbær
Iceland
Tel.: +354 566 7155; Mobile: +354 820 1173

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana