LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiÁheit, Átrúnaður, Heitgjöf, Kirkja, Kirkjugarður, Kirkjugripur, Trúariðkun, Þjóðtrú
Ártal1945-2009
Spurningaskrá111 Áheit og trú tengd kirkjum

SýslaN-Múlasýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1935

Nánari upplýsingar

Númer17239/2009-2
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið14.9.2009/30.11.2009
TækniSkrift
Nr. 17239

Heimildarmaður: Svanbjörg Sigurðardóttir f. 19.05.1935, Hánefsstaðir, 710 Seyðisfjörður

s1
Ég kann því miður engar sagnir um áheit. Eina sem ég hef heyrt héðan er um Dvergasteininn sem á að hafa rekið yfir fjörðinn en frá því er nú víða sagt og kann ég þá sögu ekki vel. Ég vil hins vegar meina að viðhorf fólks gagnvart kirkjunni hafi breyst. Á ég þá við að menn skuli geta hugsað sér að láta krakka djöflast með trommur og alls kyns hljóðfæri upp við altarið. Það eyðileggur þá helgi og hátíðleika sem mér fannst hvíla yfir kirkjunni og verður til þess að yngri kynslóðin hættir að bera virðingu fyrir kirkjunni sinni. Mér finnst alls ekki við hæfi að klappa eða hlæja í kirkju. Mér finnst heldur ekki að eigi að vera með tónleika í kirkju nema þá hátíðatónleika. Ég sé ekki athugavert við að börn séu skírð heima. Ég á líka erfitt með að sætta mig við þann sið sem nýbúið er að taka upp en það eru signingarnar, þær voru ekki stundaðar á mínu heimili eða í kirkjunni hér áður fyrr. Mér var sagt að þetta væri kaþólskur siður
Kveðja Sveinbjörg

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana