Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSumardagurinn fyrsti
Spurningaskrá19 Sumardagurinn fyrsti

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1899

Nánari upplýsingar

Númer2896/1969-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið3.4.1973
Nr. 2896

p1
Jafnan var búist við sumarmálahreti, en að því loknu myndi
tíðarfar batna.
Því var veitt athygli að hverju maður var spurður, eða hvað var
sagt við hann, næst á eftir að hann leit sumartunglið. Einnig
hverju maður svaraði. Þótti þetta boða eitthvað sumrinu
viðkomandi, en frekar get ég ekki greint frá þýðingu þessarar
venju.
Menn gáfu því gætur hvort frysi saman aðfaranótt sumardagsins
fyrsta, og var það kallað að frysi saman sumar og vetur, og talið
góðs viti.
Á barnsaldri mínum var talið að við drengirnir ættum að "taka á
móti sumrinu", þ.e. fara fyrstir á fætur á sumardaginn fyrsta og
fara út. Þetta gerðum við yngstu bræðurnir nokkrum sinnum, en þá
var þessi siður að fjara út. Húslestur var lesinn að morgninum
áður en nokkur klæddi sig.
Það var fastur siður á barnsaldri mínum að ef við börnin skárum
okkur, t.d. í fingur eða hendi, að blað af græðisúru var lagt við
sárið, eins og það kom af jörðinni. Ætti fyrst og fremst að
græða sárið, var neðra borð blaðsins lagt að sárinu, en öfugt ef
ná þurfti út greftri. (Verið getur að þessa sé öfugt).

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana