Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSumardagurinn fyrsti
Spurningaskrá19 Sumardagurinn fyrsti

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1920

Nánari upplýsingar

Númer2318/1969-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið15.11.1971
Nr. 2318

p1
Þar sem sjósókn var aðal atvinna og áhættusöm á litlum fleytum, tóku menn mark á ýmsu, eins og gengur, og þá einnig draumum. Þóttu menn að sjálfsögðu mis glöggir drauma og draumaráðningamenn. Ekki man ég til að sumarmál eða sumardagurinn fyrsti hefði þar nokkra sérstöðu. En sumarmálahret var talið svo sem sjálfsagt, jafvnel mun amk. um tíma hafa lagst ótrú á að róa til fiskjar á sumardaginn fyrsta. Í fyrstu kjarasamningum verkamanna og atvinnuveitenda var sumardagurinn fyrsti talinn til helgidaga. Segir það sína sögu. Þegar slysavarnir komu fyrst til var sumardagurinn fyrsti fjáröflunardagur þeirra, og þá gjarnan efnt til skemmtunar með söng, leikþáttum og svo vitanlega dansi. Að svara í sumartunglið vissi ég raunar að var til, en ekki hvað var fyrr en ég kynntist því annars staðar. Sumardagsfagnaður gat einnig verið til að fagna Hörpu á sama hátt og meyjar skyldu fagna Einmánuði.

p2
Vissulega var sumardagurinn fyrsti hátíðisdagur. Í sjávarþorpi hefir þetta að sjálfsögðu verið með öðrum hætti en til sveita, en hlaut þó amk. hér að renna saman að einhverju leyti. Bolungavík var fyrst og fremst verstöð og það svo um munaði. Vermenn frá öllum landshlutum komu hingað og dvöldust hér lengri og skemmri tíma og þegar föst byggð fór að mótast í þorpinu, hlutu landmennirnir að vera ærið blandaður hópur. Þetta hefir örugglega sett svip á siði og venjur og málfar og sögur og sagnir, trú og allt mögulegt. Hjá foreldrum mínum var sumardagurinn fyrsti eins konar hálf-sunnudagur. Alltaf einhver dagamunur gerður, aðallega í mat. Ekki held ég þó að um neinn sérstakan mat að ræða. Fór mjög eftir veðri hvað gert var sér til gamans. Ef vel voraði komum við krakkarnir gjarna saman til leika og fengum góða sopa og meðlæti, pönnukökur, kleinur og etv. smákökur.

p3
Það var að ég hygg almennt fylgst með því hvort saman frysi sumar og vetur og átti slíkt að boða þurrviðrasamt sumar. Þegar ég var barn að aldri var hér öldruð kona sem kannaði þetta "vísindalega". Setti hún vatn í skel og seti hana upp á skúrþak yfir nóttina og athugaði hvort í henni frysi. Ekki virðist henni hafa nægt að frysi á jörð til sinna athugana. Fyrst þegar ég man eftir Björgu gömlu bjó hún í gamalli verbúð og mig minnir, að þá setti hún skelina út á búðarvegg, sem að sjálfsögðu var torfveggur. Með þessu er flest sagt, sem ég hef um þetta að segja að undanteknu því að sú var trú manna að svipað veður gerði í allar sumarþokur og þá fyrstu. Ég hygg að eymi eftir af þessari trú enn hjá gömlu fólki og jafnvel miðaldra. Ég er þar ekki alveg saklaus. Hvað átt hefur þátt í breytingum, er ekki gott að vita. Sjálfsagt hraðinn og

p4
bylting í lífskjörum almennt. Etv. útvarpið, en tæpast kennarar og skólar hér. Þar mun lengst sem hefur verið um andóf að ræða, en þá hvarf frá gömlum siðum. Sem sagt hægfara þróun, fremur en stökkbreyting, sem unnt sé að tímasetja. Skátar starfa hér nokkuð og jafnan er hér skátamessa fh. á sumardaginn fyrsta. Þó má etv. ætlað tengslin milli sjómanna og sumardagsins fyrsta hafi rofnað, því nær að fullu með tilkomu sjómannadagsins. Var þá orðið talsverð ásett. Sumardagurinn fyrsti, 1. mai, og svo sjómannadagur nálægt hvítasunnu, sem hér hefir ávallt við fermingarhátíð kirkjunnar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana