Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSumardagurinn fyrsti
Spurningaskrá19 Sumardagurinn fyrsti

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1931

Nánari upplýsingar

Númer2887/1969-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið28.3.1973
Nr. 2887

p1
Sumargjafir fengum við börnin eftir efnum, sem voru í lakara lagi, gjarnan strigaskó, svuntu, bolta eða bók. Veitingar: Vandað var til matar á sumardaginn fyrsta. Þá var gjarnan sunnudagsmatur, og gjarnan bakaðar pönnukökur. Amma mín bakaði til hátíðabrigða "grousur", voru það eins og pönnukökur, en miklu þykkari og notuð sulta á milli tveggja kaka, sem síðan var skorið í fernt. Sumardagsnóttina fyrsta settum við systkinin út dós með vatni í, út á tröppur, og var það talið góðs viti frysi saman sumar og vetur. Á sumardaginn fyrsta þá fóru allir í sparifötin í skrúðgöngu og síðan gjarnan á einhverja skemmtun í skólum eða samkomuhúsum, þeas. börnin og síðan heim í pönnukökurnar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana