Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSumardagurinn fyrsti
Spurningaskrá19 Sumardagurinn fyrsti

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1902

Nánari upplýsingar

Númer2577/1969-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.4.1969
Nr. 2577

p1
Dreymt fyrir sumri: Ekki orð á því gert almennt. Sumarboðar, engir það ég man. Sumarmálahret: Það var talið alegengt að gerði illviðri að þá mundi verða gott veðurfar á eftir. Ekki sérstaklega sumarmálahretið heldur t.d. páskahret, fardagahret ofl. Heyrði aldrei neitt um sumartunglið. Veitingar: Hjá okkur var það aðallega að taka á móti Hörpu og skyldu drengir og ógiftir menn annast það. Stúlkur áttu að taka á móti einmánuði. Var það oftast nær pönnukökur eða lummur með morgunkaffinu.

p2
Sumardagsnóttin fyrsta: Það var almennt tekið mikið mark á því hvort frysi saman sumar og vetur, sem kallað var. Það er að frost yrði um nóttina fyrir fyrsta sumardag. Ef svo var, þá átti að verða þurrkasumar og góð nýting á heyjum og skepnum. En þá var alls staðar fært frá og ásauðir nýttir til mjólkur. Enda var það eina smjörgerðin og skyr og sýruöflun handa heimilunum og leigugjöld með meiru. En ef óþurrkasumur komu nýttust hey illa og eins allur mjólkurfénaður. Öll önnur viðbrögð, húslestrar ofl. var þá að deyja út, en var í fersku minni alls eldra fólks og mikið um talað sem minningar frá fyrri tímum.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana