Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSumardagurinn fyrsti
Spurningaskrá19 Sumardagurinn fyrsti

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1904

Nánari upplýsingar

Númer1600/1969-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.4.1969
Nr. 1600
p1
Dreymt fyrir sumri: Ekki er ég kominn út af draumspöku fólki, og hef ekki hlotið þá gáfu að tekið væri eða takandi væri mark á slíku. Sumarboðar: Oft þótti vorboði að heyra í lóunni á sumardaginn fyrsta, en þrátt fyrir lóuhljóð vildi það bregðast að sumarið setti svip sinn á. Hér fyrr þegar mikið var um rjúpu fóru karrarnir að láta til sín heyra um sumarmál, ef gott var skelltu þeir sér niður á hússtafna með miklu glæsibrag og löngu rophljóði. Var þá sagt: Nú er komið vorhljóð í ropkarrann.

p2
Sumarmálahret: Oft kom sumarmálahretið eftir áður betri tíð, og þá gengið út frá því að yfir gengi og aftur komi Vor í dal. Sumartunglið: Ekki var það almennt farið eftir spásögn um sumarunglið, en ef við sáum nýmána að mæta steinþegjandi öðrum og þá ef spásögn drypi af hans vörum með svörum ekki alltaf sem notalegust. En þetta var í barnæsku þegar litið var til lofts sér til gamans. Sumargjafir: Ekki þekki ég sumargjafir eða efnt væri til þeirra.

p3
Veitingar: Í ungdæmi mínu var ævinlega tilhald í mat og drykk á sumardaginn fyrsta. En þar var ætíð tekið af birgðum heimilisins, og þá jafnframt bakað til tækifærisins. En matarglaðning sú ver ekki eð sérstöku nafni. Sumardagsnóttin fyrsta. Jafnan var tekið eftir veðri fyrstu sumarnótt: Frjósi sumars fyrstu nótt - fargi enginn á né kú - gróðakonum gjörist rótt - gott mun verða undir bú. Var vísan þá höfð í huga en ekki veit ég hvort trúin var sterk, en hvað um það að oftast var kuldinn meira ráðandi en hitinn, en ekki dugar það nú seinni árin að þrátt fyrir frost að gott sé undir bú.

p4
En fyrrgreind vísa mun hafa verið gerð á fráfærnatímanum, því gott undir bú var að búsmali skilaði miklum kostum. Ekki þekkti ég að k onur eða aðrir sprönguðu kringum bæjarhús til könnunar á því hvort freðið væri. Sumardagurinn fyrsti: Sama fótaferð og venjulega, því genga þurfti búpeningi þennan dag sem aðra. Var þá bónda jafnan gengið út að sækja sumarið og bera inn í bæinn. Og síðar buðu menn Gleðilegt sumar með textanum Góðan dag og gleðilegt sumar. Ef ekki var samkoma skiptust menn oft á heimsóknum.

p5
Þegar morgunverkum var aflokið var farið í betri föt og man ég eftir að lesinn var sumarmálalestur og sungið þá hver með sínu nefi sumarsálma. Oft var samkoma þennan dag með ýmsum gleðskap. Ræða, upplestur, söngur, oft leikþættir og dans. Oft þóttu þetta hinar bestu samkomur. Móðir mín fór ekki að jafnaði í fjárhús, en fastur siður var að þau hjón fóru bæði um hús og hlöður að skoða birgðir af fóðri og fénaðinn, brokkuðu börnin þá jafnan með og þá ekki súr í sinni og eru þær ferðir mér í minni sem blíðviðri og vorkoma. |p6 Nýir hættir: Farið á fætur ekki síðar en venja var til að vera búinn með morgunverk áður en Lárus Pálsson las sumarkvæði Matthíasar. Enginn húslestur. Nóg fæst af öllu slíku á vegum loftsins. Gamli tíminn smá víkur fyrir nýjum háttum.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana