Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSumardagurinn fyrsti
Spurningaskrá19 Sumardagurinn fyrsti

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1897

Nánari upplýsingar

Númer1821/1969-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið24.4.1970
Nr. 1821

p1
Sumargjafir: í gamla daga, upp úr aldamótum, voru sumargjafir í tísku í Kelduhverfi, en ekki man ég eftir neinum sérstökum siðum eða reglum í sambandi við þær gjafir. Fullkomin leynd var um þær gjafir. Í seinni tíð man ég ekki til sumargjafa. Sumardagsnóttin fyrsta: Það þótti vita á gott, ef frost var fyrstu sumarnótt. Enga siði þekki ég um þessa nótt. Fyrsti sumardagur: Alsiða var og er raunar enn, að bjóða góðan dag og gleðilegt sumar er menn sáust fyrst þennan dag. Áður fyrr var algengt að fara í heimsóknir til vina og kunningja á sumardaginn fyrsta, sem var fullkominn frídagur engu síður en stórhátíðir. Ungt fólk safnaðist saman til leikja í mínu ungdæmi. Stundum voru skemmtanir á sumardaginn fyrsta með veitingum sem ungar stúlkur stóðu fyrir og buðu ungum mönnum. Gjarnan voru slíkir fagnaðir miðaðir við aðra sams konar er ungir menn buðu ungu stúlkunum. Var mikill fögnuður að njóta slíkra boða. Ekki man ég eftir samkomum í Kelduhverfi síðustu ca. 30 árin. Lækningajurtir. Um þær þekki ég það eitt, að í mínu ungdæmi var mikið að því gert að drekka sterkt seyði af fjallagrösum við hálsbólgu og kvefi. Grasamjólkin, soðin fjallagrös í mjólk, heldur hér enn velli sem fæða og þykir hinn ágætasti réttur.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana