Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSumardagurinn fyrsti
Ártal1910-1940
Spurningaskrá19 Sumardagurinn fyrsti

SýslaRangárvallasýsla (8600) (Ísland), Vestmannaeyjar (8000) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1903

Nánari upplýsingar

Númer1619/1969-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið1.4.1969/4.6.1969
TækniSkrift

Nr. 1619

p1
Sumarmálahret: Margir munu hafa trúað því að tíð myndi batna þegar sumarmálahretið var liðið hjá.   Sumartunglið: Aðeins 2 sögur kann ég um það að svarað var í sumartunglið. Sú er önnur, að stúlka ein trúlofuð steig upp á stól til að ná í eitthvað upp í skáp, en þá sagði einhver við hana, varaðu þig á stólnum, hann er valtur. Þannig var henni svarað í sumartunglið, en um sumarið sveik unnustinn hana.    Hin sagan segir frá því að á bæ einum var verið að borða herta þorskhausa, að rífa vanga, sem kallað var. Þá gengur í bæinn einn heimamanna sem þá hafði nýséð sumartunglið. Gömul kona í bænum ávarpaði hann með þessum orðum: Æ, góði berðu út beinin mín fyrst þú ert á gangi. Þar átti hún við vangabeinin, auðvitað. Þannig svaraði hún manninum í sumartunglið. En það fylgir sögunni að áður en lagt leið hafi hann borið út hennar eigin bein, því um sumarið andaðist gamla konan.

p2
Sumargjafir: Í mínu heimahéraði var ekki um sumargjafir að ræða, en það mun hafa tíðkast langa lengi í Vestmannaeyjum að gefa sumargjafir, t.d. foredlrar börnum. Það var ýmist leikföng, bækur eða einhver flík, sem gefið va rog mun þetta tíðkast þar enn í dag. Og eins var það að húsmæður gáfu þernum sínum eitthvað., Ofast mun það hafa verið einhver flík eða efni í flík, og vour gjafirnar afhentar strax að morgninum. Ég veit um konur sem voru þernur í Vm. á fyrsta og öðrum tug aldarinnar og þá var þessi siður kominn á, að gefa sumargjafir, og sjálf kynntist ég því, þegar rég fór að vera þar upp úr 1920.    Veitingar: Gamall maður hefur sagt mér, að þrátt fyrir fátækt sem víðast var í sveitum, þá hafi alltaf verið reynt að gera dagamun með því að lúra á einhverju góðgæti til að hafa á sumardaginn fyrsta t.d. hangikjöti, kæfu, rúllupylsu eða einhverju þess háttar. Það þótti sjálfsagt að baka lummur og kleinur, ef hægt var og sums staðar var soðin rúsínugrautur. Það þótti vita á gott ef saman fraus sumar og vetur.

p3
Þá átti að verða smérgott það ár, nefnilega kjarngott gras og þar af leiðandi fitumikil mjólk.    Sumir settu út ílát til að sjá hvort vatnið í því frysi um nóttina. Seinast veit ég til það hafa veirð gert árið 1915 á Reynifelli á Rangárvöllum. Líka þekktist þar að ganga kringum bæinn fyrsta sumarmorgun, 3 hringi réttsælis og 3 rangsælis til að vita hverju maður mætti á þeirri göngu. Bestu þótti að mæta vinveittri persónu það vissi á gott, og gott þótti líka að mæta hundi, en ekki vissi á gott að mæta ketti. Allir fögnuðu sumri með því að fara út og signa sig, koma síðan inn og bjóða gleðilegt sumar. Allir hlökkuðu til sumardagins fyrsta ungir og gamlir og reynt var að halda til hans á ýmsan hátt. Öll vinna í bænum var látin niður falla og konur og börn bjuggust í betri föt og væri gott veður var oft farið milli bæja. Það mun sums staðar hafa verið venja að brennimerkja gemlingana þann dag og sumir fóru á hestbak sér til gamans. Það man ég að faðir minn gerði væri gott veður. Víða var beinn húslestur og sungnir sumarsálmar. Það var gert að loknu hádegiskaffi. Annars var miðdegisskammturinn gefinn kl. 3 alla daga. Það mun lengi hafa tíðkast í Vm. að

p4
húsfreyjan fengi hlut bónda síns fyrsta sumardag og mun svo vera enn. Hún vari því oft í fatakaup eða annað fyrir sjálfa sig. Þessi siður mun vera í fullu gildi enn. Þegar ég var í Vm. á árunum 1920-30 var sumard. fyrsti helgaður ungum stúlkum, en hvenær það hófst veit ég ekki.    Enn er tekið mark á verðurfari fyrsta sunnudag í sumri, eftir honum á slátturinn að fara og þótti ekki gott, ef rigning var þann dag, nú er fólk ekki eins háð veðrinu og var, og þó.

p5
Gauksþula: Í útsuðrinu gaukurinn gólar - giftast þeir sem einsamlir róla - en þeir giftu missa sinn maka - mæðu fyrir gleðina taka. Í austri auðsmannsgaukur - í vestri vesælsmannsgaukur - í norðri námsgaukur - í suðri sælsgaukur - og yfir auðsgaukur. Skráð eftir Sigfríði Einarsd. Hvammi undir Eyjafjöllum. Er frá Varmahlíð u.Eyjafj.    Gauksþula skráð eftir Bergrósu Jónsd. Norður Hvammi í Mýrdal, systur Mörtu undan Eyjafjöllum.   Ef í útsuðri gaukurinn gólar - giftast þeir sem einsamlir róla - en þeir giftu missa sinn maka - og munu sorg fyrir gleðina taka. Í austri auðsgaukur - í vestri vesælsgaukur - í norðri námsgaukur - í suðri sælsgaukur - og yfir unaðsgaukur.  

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana