LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiÁheit, Átrúnaður, Heitgjöf, Kirkja, Kirkjugarður, Kirkjugripur, Trúariðkun, Þjóðtrú
Ártal1970-2009
Spurningaskrá111 Áheit og trú tengd kirkjum

StaðurTungulækur
ByggðaheitiMýrar
Sveitarfélag 1950Borgarhreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaMýrasýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1958

Nánari upplýsingar

Númer17201/2009-2
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið14.9.2009/5.11.2009
TækniTölvupóstur
Nr. 17201

Heimildarmaður: Einar Óskarsson, f. 17.10.1958, Tungulækur, Borgarnes.

Sæll Ágúst og fyrirgefðu hve seinn ég er að svara þessu en ég fékk aldrei þessa fyrri sendingu sem vitnað er til.  Ég er hins vegar afar lélegur brunnur í þessum fræðum.  Þó ég sé formaður sóknar þá er trú mín afar takmörkuð og hef aldrei fundið neitt sem getur bundið traust mitt á einn hlut umfram annan og þá örugglega aldrei neinn manngerðan hlut eða náttúrulegan sem á að teljast kröftugri en aðrir.  Þess konar trú finnst mér reyndar verulega tengd gömlu kaþólskunni og þar á undan heiðni sem trúna
byggðu á meira eða minna "stokkum og steinum" ef svo má að orði komast. Það er svosem vitað að kristin trú er uppsuða úr fjölmörgum eldri trúarbrögðum og því kannski ekki nema eðlilegt að eftir eimi af allskonar kreddum sem grónar voru inní daglegt líf fólks.  Að leggja trúnaðartraust sitt á látið fólk, byggingar, styttur eða eitthvað annað tíðkaðist ekki á mínu æskuheimili og hef ég aldrei kynnst slíku og get því náttúrulega ekki tjáð mig um það. Mér finnst hins vegar sjálfsagt (og það var meginskoðun foreldra minna) að fólk megi trúa á það sem veitir því fró eða traust ef það ekki skaðar aðra. Mér finnst nefnilega að flest mannlegt sé nokkurn veginn í lagi svo fremi að það ekki skemmi eða trufli fyrir öðrum og að þrengja sér uppá aðra með trú eða skoðanir hefur mér alltaf þótt hvimleitt. Aðalatriðið er að vera ekki öðrum til ama og reyna frekar að hjálpa meðbræðrum sínum eftir megni. Þannig held ég að mörg vandamál yrðu minni en ella.  Fyrirgefðu hvað þetta er rýrt í roðinu en betur get ég ekki.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana