LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiÁheit, Átrúnaður, Heitgjöf, Kirkja, Kirkjugarður, Kirkjugripur, Trúariðkun, Þjóðtrú
Ártal1925-1931
Spurningaskrá111 Áheit og trú tengd kirkjum

StaðurEyri í Mjóafirði
ByggðaheitiMjóifjörður
Sveitarfélag 1950Reykjarfjarðarhreppur
Núv. sveitarfélagSúðavíkurhreppur
SýslaN-Ísafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1918

Nánari upplýsingar

Númer17267/2009-2
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið14.9.2009/2010
TækniSkrift

Nr. 17267

Heimildarmaður: Ingibjörg Guðný Jónína Jónsdóttir, f. 11.11.1918, Aðalstræti 30, Akureyri.

s1
Um kirkjur.
Vatnsfjarðarkirkja. Henni hefur sennilega verið valinn staður þar sem hún stendur vegna þess að það er miðsvæðis í sveitinni.

Reynt var að hugsa um grafreiti um sumartímann. Þá voru jafnvel sett niður blóm.

Ekki mátti klappa eða hlægja í kirkjum. Allir áttu að sitja hljóðir og hlusta á prestinn.

Kirkjan var ekki notuð til samkomuhalds eða tónleika.

Skírnir í heimahúsum giltu til jafns við skírn í kirkju. Ef um var að ræða skemmri skírn þurfti að skíra aftur áður en viðkomandi fermdist.

Þegar fólk fór til kirkju var það yfirleitt til að vera við guðsþjónustu eða jarðarfarir. Giftingar fóru gjarnan fram heima hjá prestinum.

Ýmsir töldu að skírnarvatn hefði vörn gegn illum öflum vegna þess að prestur var búinn að blessa það.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana