Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSumardagurinn fyrsti
Spurningaskrá19 Sumardagurinn fyrsti

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1906

Nánari upplýsingar

Númer2259/1969-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráEfni óháð spurningaskrám
SentMóttekið1971
|b19 |k2259 |p1 Spurt var nánar um nokkur atriði varðandi sumardaginn fyrsta. Það var áreiðanlega talið heldur til baga, ef lóan kom snemma. Sumargjafir voru aðallega flíkur. Jólagjafir svipaðar. Betri matur á sumardaginn fyrsta merkti: gott saltkjöt, söltuð svið, hangikjöt. Skál með vatni var raunverulega sett út nóttina fyrir til að sjá hvort saman frysi. Gætt var að þessu eldsnemma. Málnytan var mikil að magni, ef rigndi fyrstu sumarnótt, en gæðin, fitan meiri, ef þá var frost.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana