LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiÁheit, Átrúnaður, Heitgjöf, Kirkja, Kirkjugarður, Kirkjugripur, Trúariðkun, Þjóðtrú
Ártal1946-2009
Spurningaskrá111 Áheit og trú tengd kirkjum

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1936

Nánari upplýsingar

Númer17241/2009-2
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið14.9.2009/3.12.2009
TækniSkrift
Nr. 17241

Heimildarmaður: Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir f. 08.07.1936, Aðalstræti 59, Patreksfirði.

s1
Svör við spurningalista Þ.Þ. 2009
1. Já það hef ég gert. Ég hét á Þingeyrarkirkju í Húnavatnssýslu til heilla dóttur minni sem var hættulega veik. Það mun hafa haft áhrif á hvaða kirkju ég valdi, að Hulda Stefánsdóttir skólastjóri minn í húsmæðraskóla, taldi Þingeyrarkirkju máttuga til áheita en Hulda var sem kunnugt er lengi húsfreyja á Þingeyrum. Og kirkjan varð við. Ég borgaði áheitið. Eitt skipti hét ég á Strandarkirkju en hef ekki greitt það áheit enn. Strandarkirkja varð einnig við.

2. Engar reglur munu vera um slíkt.

3. Nei ekki hef ég orðið þess vör.

4. Allt mun til í þessu. Strandarkirkja ber þó höfuð og herðar yfir stofnanir sem heitið er á. Óljóst minnist ég þess að heitið hafi verið að annast um leiði tiltekins fólks ef það yrði við áheiti.

5. Nei áheit voru í fullri alvöru.

6. Fólk taldi sig hafa sannanir fyrir þessu.

7. Mjög oft að bjarga sér eða öðrum úr lífsháska, breyta atburðarásinni sér í hag.

8. Oft peningum eða stuðningi einhvers konar. Stundum bættri eða betri hegðun í lífinu.

9. Oft báru heitin árangur.

10. Send í pósti eða afhent einhverjum sem tengdist stofnunni eða manneskjunni ef maður þekkti hana ekki persónulega.

11. Nei það fór eftir hugboði heitandans.

s2
12. Samviskubit og skert sjálfsmynd.

13. Nei en þá er persónan ekki marktæk.

14. Þær eru sjálfsagt margar. Eina heyrði ég frá Rvík fyrir alllöngu. Hópur af fólki hafði ráðgert ferð til Þingvalla þetta vor á dögum hestaferðanna. Ungur maður í hópnum varð eitthvað seinn fyrir og þegar hann kom í húsið þar sem ferðafólkið ætlaði að hittast áður en lagt var af stað, var það farið. Pilturinn snöggreiddist og sagði: Þá skal ég færa Strandarkirkju gjöf ef þau komast aldrei til Þingvalla. En það er af ferðafólkinu að segja að hestar þess urðu svo staðir er nokkuð kom fram á daginn að ómögulegt var að hnika þeim úr sporunum og var ekki um annað að gera en snúa við.

15. Það á ekki að skipta máli.

16. Áheit er fornt og merkilegt fyrirbæri og tengist fórnum svo sem vitað er.

Kirkjur.
1. Man ekki eftir slíkum sögum, þó eru þær sjálfsagt til. Í Stykkishólmi er hins vegar sú sögn að ljós hafi oft sést á holtunum fyrir ofan bæinn þar sem nú er kirkjugarðurinn, löngu áður en nokkrum datt í hug sú staðsetning.

2. Margar kirkjur eru svo eða voru að minnsta kosti opnar yfir daginn, upphaflega mun það hafa verið til þess að fólk gæti átt þar guðræknistund.

3. Einkum klukknahljómurinn, draugar og tröll lögðu

s3
á hraðan flótta undan honum svo sem þjóðsögur greina frá. Eitthvað mun enn eima eftir af þessari trú.

4. Til skamms tíma var tregða á því. Mér er kunnugt að bóndi sem tók að sér það verk að rífa kirkju, gegn því að eignast viðinn úr henni, fékk litlar þakkir sveitunga sinna, þó nágranni kirkjunnar væri þá ekki lengur í byggð og hlutverk hennar því ekki augljóst. En aldrei notaði bóndinn kirkjuviðinn. (Álftamýrarkirkja í Arnarfirði).

5. Kirkjur njóta minni virðingar nú en fyrrum. Skopast var að því þegar kirkjan í Kirkjubóli í Saurbæ í Dalasýslu fauk á samkomuhús sveitarinnar og sögðu gárungar að máttarvöldunum þætti greinilega eitthvað athugavert við hegðun samkomuhúsgesta. En bæði húsin voru endurbyggð eða löguð og standa enn á hólnum sínum. Sá var í eina tíð kallaður Skollhóll en það var aflagt eftir að kirkjan kom þangað.

6. Yfirleitt jákvæð afstaða.

7. Nei. Ekki vera með skvaldur eða hávaða.

8. Misjafnt yfirleitt ræður prestur því.

9. Svo virðist sem hinir trúaðri í söfnuðinum nýti sér kirkjuna meira til allskonar fjölskylduviðburða, svo sem skírna og giftinga. Hinir efagjörnu fara milliveginn og fá prestinn heim, þeim finnst kirkjan þrengja að sér.

10. Skírnarvatn lokar fyrir skyggni ef fólk ber það í augu sér. Tvisvar veit ég til að þetta var gert á seinni hluta síðustu aldar. Að leggja messuklæði yfir sjúkling stytti dauðastríð.

11. Áheit og arfleiðsla. Getur þá táknað þakklæti eða von.

12. Nýlegur siður og mér ókunnur. Tengist trúlega náttúruvernd og vættatrú.

s4
13. Til er mýgrútur af slíkum sögum. Um álagabletti, gjafir til fararheilla og svo framvegis. Nefna má Peningagjá á Þingvöllum, Skerprestinn í Vestmannaeyjum, klettinn Gægir í Laxárdalsheiði milli Strandasýslu og Barðastrandarsýslu (ekki Dalasýslu), Gvendarbrunnana alla, slíkt væri ótæmandi.

14. Nei ekki öðrum en Gvendarbrunnunum sem Guðmundur góði Hólabiskup vígði víða um land. Vatn úr þeim á að vera betra en úr öðrum vatnsbólum. Gvendarbrunnur á Látraheiði vestra er sagður hafa lækningamátt. Til skamms tíma lét fólk í nágrenninu sækja vatn í hann ef það varð lasið.

Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir
S. 456-1676

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana