LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiÁheit, Átrúnaður, Heitgjöf, Kirkja, Kirkjugarður, Kirkjugripur, Trúariðkun, Þjóðtrú
Ártal1957-2010
Spurningaskrá111 Áheit og trú tengd kirkjum

SýslaSnæfells- og Hnappadalssýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1947

Nánari upplýsingar

Númer17252/2009-2
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið14.9.2009/20.1.2010
TækniSkrift
Nr. 17252

Heimildarmaður: Gylfi Georgsson f. 06.04.1947, Rauðalækur 15, 105 Reykjavík

s1
Það verður að segjast eins og er að engar hef ég upplýsingar um áheit, hvorki af eigin reynslu né af sögum.  Eitt atvik er mér þó í minni frá yngri árum úr sveitinni, bóndinn spilaði í Happdrætti HÍ og var jafnframt umboðsmaður í sveitinni, hann hét á mig eitt skipti að fengi hann vinning ætti ég að fá 10% af þeim vinningi en ekki kom sá vinningur.

Það virðist vera að kirkjur hafi um árabil verið notaðar sem samkomuhús, þá aðallega undir tónleika og hef ég sótt nokkra slíka þar sem klappað er af hjartans lyst.

Í sambandi við skírnarvatnið er það talið til góðs að dýfa fingrum í vatnið og bera á augu sín.

Við Gróuhól á Hellnum (Snæf.) er lind, svokölluð Lífslind Hellnamanna en í seinni tíð oft nefnd Maríulind vegna Maríulíkneskis sem sett var upp við lindina. Maríulindina þrýtur aldrei og hún er talin hafa lækningamátt. Samkvæmt helgisögn kom Guðmundur góði að lindinni árið 1230 og þá birtist honum og fylgdarmönnum hans kona í fylgd þriggja engla og bauð hún honum að helga lindina sem hann og gerði. (Úr vegahandbókinni).

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana