LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiSleggjuhaus

StaðurSólheimatunga
ByggðaheitiStafholtstungur
Sveitarfélag 1950Stafholtstungnahreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaMýrasýsla
LandÍsland

GefandiGuðríður Tómasdóttir 1933-, Guðrún María Tómasdóttir 1929-, Sigurður Tómasson 1931-2018

Nánari upplýsingar

Númer2011-6
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð24 x 9,3 x 9,7 cm
Vigt6,3 kg
EfniJárn

Lýsing

Stór sleggjuhaus úr járni, líklega forn. Hann líkist mjög reksleggju nr. Þjms. 3300. Sú er sögð geta verið allt frá síðari hluta 10. aldar og notuð til að reka (berja) járn í smiðju. Í annan enda sleggjuhaussins er digur skalli, ferhyrndur, mjög barinn. Hinn endinn mjókkar fram en er einnig mikið barinn. Lengd sleggjuhaussins er 24 cm, breidd mest 9,3 cm og hæð 9,7 cm. Í miðju (en þó nær ferhyrnda endanum) er stórt gat eða auga sem sleggjuskaftið hefur gengið í gegnum. Þvermál augans er um 5,5 cm fyrir miðju gati, en það víkkar út eftir því sem nær dregur brúnum beggja vegna. Sleggja þessi hefur lengi verið til í Sólheimatungu og var á síðustu öld höfð til að slá niður girðingastaura. Gunnar Bjarnason smiður skoðaði gripinn og að hans mati er helst annað hvort um grjótsleggju eða rauðablásturssleggju að ræða.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana