Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer0/1997-841
AðalskráMynd
UndirskráAlmennt myndasafn
Stærð25,5 x 18,7 cm
GerðSvart/hvít pósitíf

Lýsing

Svarthvít mynd af þremur herramönnum sem standa prúðbúnir um borð í Öldungi ÁR 173.  Gefandi og ljósmyndari er óþekktur en myndin hefur líklega komið til safnsinss vegna sýningarinnar, Saga bátanna árið 1997.

ÖLDUNGUR ÁR-173

Smíðaður á Eyrarbakka 1923 úr eik. Einmastraður mótorbátur með hjálparsegl, súðbyrtur, stærð 8,63 brl. Vél 15 ha. Hansa.

Eigandi Guðmundur Guðmundsson, kaupfélagsstjóri. Formaður Jón Bjarnason, Litlu-Háeyri. Báturinn gerður út frá Eyrarbakka á net og línu. Skipt um vél 1925, þá sett í hann Bolinder 30 ha. Pentavélin þá sett í Olgu.

Seldur 1929 Jóni Ólafssyni í Bræðraborg, Guðmundi Einarssyni, Merkigarði og Karli Guðmundssyni, öllum á Stokkseyri. Síðan varð Landsbankaútibúið á Selfossi eigandi bátsins. Báturinn var seldur 1933 Böðvari Tómassyni og Jóni Magnússyni á Stokkseyri. Árið 1933 var skipt um vél í bátnum og sett í hann 30 ha. Bolinder. Árin 1934 og 1935 er Guðmundur Böðvarsson talinn eigandi bátsins. Síðan kaupa þeir Árni Helgason, Sveinn Árnason, Sigurður Kristjánsson og Kristinn Jónasson á Eyrarbakka bátinn árið 14. maí 1938 og gera hann út i Þorlákshöfn í þrjár vertíðir, en með dragnót á sumrinu. Þeir selja svo bátinn Óskari Halldórssyni í Reykiavík, sem selur hann aftur Páli Friðbertssyni á Suðureyri 29. okt. 1943 og fékk báturinn þá nafnið Öldungur ÍS 592. Seldur 17. júlí 1944 Gissuri Guðmundssyni og Einari Jóhannessyni á Suðureyri. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 1953 og talinn ónýtur.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.