LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurHermann Wilhelm Bissen 1798-1868
VerkheitiMinnisdís

GreinSkúlptúr - Lágmyndir
Stærð36 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakKona

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-7025
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniMarmari

Heimildir

Matthías Þórðarson færði marmaramyndirnar inn í skrá Listasafnsins (Höggmyndasafnins) 23.4.1929 með svofelldum orðum: Myndkringlur 4 með upphleyptum myndum (eftir danska myndasmiðinn Hermann Vilhelm Bissen?) Þær voru gerðar á minnisvarða Tómasar prófasts Sæmundssonar á legstað hans í kirkjugarðinum á Breiðabólstað í Fljótshlíð, en nú teknar úr honum eftir tilmælum þjóðminjavarðar, þareð þær voru farnar að skemmast, og settar í stað þeirra (af)steyptar bronzimyndir, nákvæmlega eftirmyndir af þessum myndkringlum, sem eru úr marmara. -22., af framhlið minnisvarðans, mynd af sjera Tómasi, vangamynd; sjer á vinstri hlið. - 23., af suðurhlið steinsins, hjarðmaður ("pastor") skyggnist eftir kindum. -24., af norðurhliðinni, menntadís ("genius") bendir rithöfundi (þ.e. sjera T.), hve hann skal rita. 25., af bakhliðinni, minnisdís ("memoria", sagan), stendur hjá öskukeri á stalli og hengir sveig á það. Þessi kringla er með RR neðst vinstra megin, og virðist þar sje um upphafsstaði myndasmiðsins, að minnsta kosti þessarar myndkringlu, að ræða, en svo er haft eftir Páli Melsted sagnfræðingi, að myndin af sjera Tómasi, þ.e. myndkringlan nr. 22., hafi verið gerð af Herm. Vilh. Bissen. -Nr. 22. er um 34 cm að þverm, nr. 23. um 35, nr. 24 um 35,5 og nr. 25. er 36 cm. - Nr. 22 hefir nú verið dálítið endurbætt og sett í umgerð úr trje, mahóní, br. 7, þ. 5,5 cm. - Menntamálaráð greiddi 600.00 kr. 23/4 og n.á. [=næsta ár] 15/3 54,45 kr. fyrir bronzimyndirnar, sem settar voru á minnisvarðann í stað þessara myndkringla" (sbr. Halldór J. Jónsson, "Myndir af Tómasi Sæmundssyni", Árbók hins íslenska fornleifafélags 1998, bls. 37-38).

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.