LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurKristján Guðmundsson 1941-
VerkheitiSkúlptúr
Ártal1970

GreinSkúlptúr - Blönduð tækni
Stærð7 x 13 cm
Eintak/Upplag1

Nánari upplýsingar

NúmerN-284
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniPappír, Vír

Lýsing

Þurr (næstum steinrunninn) blóðmör og spakmæli á pappír. Einn keppur af 26 sem sýndur voru í gallerí SÚM í apríl 1970. Var þeim dreift um salaragólf SÚM. Sýningin hét "Skúlptúr"Í hvern blóðmörskepp var stungið pinna, með áföstu spjaldi með vélrituðu spakmæli ásamt nafni höfundar spakmælsins, fæðingar- og dánarári, þjóðerni og atvinnu. Á spjaldinu sem fylgir þessum kepp stendur:"Það er til lítils að hlaupa ef stefnt er í skakka átt.F. Nansen (f.1861 d.1930)Norskur heimskautafari."Blóðmörin var saumuð af konum hjá Sláturfélagi Suðurlands og hafði legið í mjólkursýru allmarga mánuði áður en hann varð að skúptúr.


Heimildir

Kristján Guðmundsson, ritstj. Ólafur Jónsson, Reykjavík 2001.

Þetta aðfang er í Nýlistasafninu í Reykjavík. Safnkostur safnsins telur um 2.000 verk, þar af um 700 bókverk. Heimildasöfn safnsins eru þrjú; Heimildasafn um gjörninga, Heimildasafn um listamannarekin rými og frumkvæði listamanna og skjalasafn um Nýlistasafnið sem Borgarskjalasafnið tók til varðveislu. Unnið er nú að skráningu allra verka í Sarp og er markmiðið að heimildasöfnin verði þar einnig aðgengileg. archive@nylo.is


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.