Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurMagnús Tómasson 1943-

GreinSkúlptúr - Blönduð tækni
Eintak/Upplag1

Nánari upplýsingar

NúmerN-252
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá


Lýsing

Harðspjalda af bók (engar síður að innan). Á kili bókarinnar stendur með gylltu 'Bjarni Thorarensen', ' Kvæði'. Inni í bókinni eru oddhvassir naglar límdir með þykku og glæru lími, hausinn niður og oddurinn upp. Naglarnir eru svartir, með breiðan haus og á báðum spjöldum. Hægt er að loka bókinni svo að hún lýtur út eins og 'venjuleg' bók (án þess að naglarnir rekist saman og án þess að hún lokist of mikið).

Þetta aðfang er í Nýlistasafninu í Reykjavík. Safnkostur safnsins telur um 2.000 verk, þar af um 700 bókverk. Heimildasöfn safnsins eru þrjú; Heimildasafn um gjörninga, Heimildasafn um listamannarekin rými og frumkvæði listamanna og skjalasafn um Nýlistasafnið sem Borgarskjalasafnið tók til varðveislu. Unnið er nú að skráningu allra verka í Sarp og er markmiðið að heimildasöfnin verði þar einnig aðgengileg. archive@nylo.is


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.