LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurNíels Hafstein 1947-
VerkheitiFyrirgefðu litli vinur
Ártal1980

GreinLjósmyndun
Eintak/Upplag1

Nánari upplýsingar

NúmerN-1810
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá


Lýsing

Brún bók með glærum plastvösum, í vösunum eru ljósmyndir af:1. portrettmynd af listamanni; 2. hluti af ferilskrá og sýningum listamanns; 3. ljósmynd af lambi með skorið eyra, maður með hníf heldur um lambið; 4. hluti af ferilskrá listamanns og blaðagreinar; 5. Ljósmynd af lambi, skorðað af milli tveggja fótleggja; 6. hluti af ferilskrá listamanns ásamt athugasemdum; 7. ljósmynd af lambi með skorin eyru, skorðað af á milli fótleggja manns sem heldur á hnífi; 8. yfirlit af mismunandi mörkum, útlínur á blátt blað; 9. Ljósmynd af lambi; 10. Hvítt A4 blað, upplýsingar um verkið á íslensku. Tvö þykk, svört karton. Á öðru þeirra eru 4 ferningar (16x11cm), raðað lárétt, úr þykkum silfruðum pappír. Á hverju ferningi eru myndir af 2 mörkum og útskýring á þeim. Á hinu kartoninu er þykkur silfurpappír, 36,5x47,5 cm, staðsettur fyrir ofan miðju. Á silfurpappírnum er sama mynd og nr. 9 í brúnu bókinni.

Þetta aðfang er í Nýlistasafninu í Reykjavík. Safnkostur safnsins telur um 2.000 verk, þar af um 700 bókverk. Heimildasöfn safnsins eru þrjú; Heimildasafn um gjörninga, Heimildasafn um listamannarekin rými og frumkvæði listamanna og skjalasafn um Nýlistasafnið sem Borgarskjalasafnið tók til varðveislu. Unnið er nú að skráningu allra verka í Sarp og er markmiðið að heimildasöfnin verði þar einnig aðgengileg. archive@nylo.is


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.