LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurListamaður óþekktur
VerkheitiNo 32. Rúnwels Jøkel i Island.
Ártal1785

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð35 x 48 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakFjall, Fólk, Klettur, Landslag

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-266
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi
Aðferð Málun

Merking gefanda

Gjöf erfingja K. Th. T. O. Reedtz-Thotts lénsbaróns 1928.


Lýsing

255-266 S.d. Tólf landslagsmyndir: 255: No 1 Fugleskiær i Island, tölumerki 47 í neðra hroni t.m. St. 35,5 x 48,3; umgerð engin. - 256: Almanna Kiau I Island No 2; tölumerki 44. St. 34,5 x 47,3; engin umgerð. - 257; No 19 Dödemeels Rönn i Island. Tölumerki 46. St. 35,1 x 48,5. Umgerð lík og nr. 247-48. - 258: No 21 Sukker Toppene i Island. Tölumerki 48. ST. 35 x 48. Umgerð eins og á nr.257. - 259: No 22 Pyramidederne i Island. Tölumerki 50. St. 35,1 x 48 cm. Umgerð sem á nr. 257-258. - 260: No 25. Flækeröe=Jökel i Island. Tölumerki 47. ST. 35,3 x 48,6. Umgerð engin. - 262: No 27. Biarne Jökel. i Island. Tolumerki 36. St.35,3 x 48,2. Umgerð sem um nr. 257-58. - 263: No 28. Rögevels Jökel. i Island. Tölumerki 37. St. 35,5 x 48,5. Umgerð engin. - 264: No 29. Katligiaus Jøkel. i Island. Tölumerki 48. St. 35,6 x 48 cm. Umgerð engin. - 265: no 31. Rævedals Jøkel . i Island. Tölumerki 52. St. 35,5 x 48 cm. Umgerð sem um nr. 257-258. - 266: No 32. Rúnwels Jøkel i Island. Tölumerki 51. ST. 35,5 x 48. Umgerð sem um nr. 257-258. - Hinar síðustu tvær eru málaðar á grófgerðan, gisinn og dökkleitan stirga; 255 og 257 eru málaðar á fíngerðan, þéttan striga, hvítleitan, en hiar á nokkru grófari striga, hvítgráan. Allar eru þær alls kostar óeðlilegar að því er landslag snertir; það er mest tindar og strýtur, fáránlegur tilbúningur; sama er að segja um nöfnin flest.
Allar þessar 24 myndir, nr. 243-66 voru boðnar og gefnar safninu af erfingjum K. Th. T.O. Reedts-Thotts, ljensbaróns á Gaunø, d. 27/11. 1923. Óvíst er nú kvaðan hann hefir fengið þær, sennilega eptir föður sinn, barón s.st. d. 1862; hann, Otto R. erfði Gaunø eftir föður sinn, Holger R.-(Th. ), d. 1797, sem hafði erft hana eftir Otto Th. greifa, d. 1785, hinn mikla bókasafnara, stjórnmálamann og forseta vísindafélagsins danska. Bókasafn sitt hafði hann í Thotts -höll við Kóngsins nýja torg í K-höfn, og þar voru í anddyri hallarinnar, þessar myndir sýndar (og boðnar) forstöðumanni safnsins í ársbyrjun 1928. Virðist ekki ólíklegt , að Otto Thott hafi keypt myndirnar. Faðir hans var Tage Thott, d. 1707, amtmaður í Holbæk. Hann var frá Skáni, sonur Otto Thott á Nesi (Nääs), d. 1656 og munu þeir feðgar ekki hafa átt myndirnar. Sennilega hafa þær verið málaðar í Danmörku af einhverjum, sem aldrei hafði sjéð Ísland, en fengið dálitla þekkingu um íslensk örnefni ogdottið í hug, sem gróðavegur, að búa þessar myndir til og fá hinn auðuga, ákafa sanfara til að kaupa þær. - Otto Thott greifi safnaði íslenskum bókum og handritum og ánafnaði konungl. bókasafninu handritasafn sitt eftir sinn dag; þar á meðal eru yfir 200 ísl. handrit, um hvers konar íslensk efni, sbr. katalog over de odln.-isl. handskr. i Københ. off. biblioteker, Hbh. 1900, bls. XLIX og 306-7. [Texti úr Aðfangabók eftir Matthías Þórðarson]

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.