LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Oline Marie Thamsen Lefolii 1860-1909
MyndefniBurstabær, Fjall, Fólk, Hestur, Kirkja, Tjald
Ártal1896

StaðurStóra-Núpskirkja
Annað staðarheitiKirkjan
ByggðaheitiEystrihreppur
Sveitarfélag 1950Gnúpverjahreppur
Núv. sveitarfélagSkeiða- og Gnúpverjahreppur
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBÁM/1958-44
AðalskráMynd
UndirskráAlmennt myndasafn
Stærð11,2 x 16,3
GerðSvart/hvít pósitíf
GefandiEugenía I. Nielsen 1916-2004

Lýsing

Mynd úr safni Oline Lefolii kaupmannsfrúar á Eyrarbakka. Kirkja, burstabær, kálgarður, fjallshlíð, hestar og tjöld.

Kirkjustaðurinn Stóri-Núpur í Gnúpverjahreppi árið 1896. Burstabærinn var rifinn í kjölfar jarðskjálfta í ágúst 1896 og var þá nústandandi íbúðarhús byggt. Kirkjan var smíðuð 1876, er upprunaleg á myndinni og endurbætt árið 1901. Hún fauk í óveðri  í desemberlok 1908. Núverandi kirkja er byggð 1909.

Nafnkunnastur presta á Stóra-Núpi var sr. Valdimar Briem (1848-1930) sem þjónaði kirkjunni frá 1880 til 1918 og er ljósmyndin tekin á hans tíma. Enn í dag syngja landsmenn sálma sr. Valdimars. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.