Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Sigfús Eymundsson 1837-1911
MyndefniHús, Kvennaskóli

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr-603
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn (Lpr)
Stærð15,5 x 19,5
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf Gler

Lýsing

Kvennaskólahúsið gamla og hús Steingríms Thorsteinssonar.

 

Kvennaskólahúsið byggði Helgi Helgason tónskáld og forsmiður (f.1848, d. 1922) sem var meðal annars frumkvöðull í lúðrablæstri á Íslandi og brautryðjandi í íslenskri byggingarlist. Forsmiðir teiknuðu, byggðu og höfðu umsjón með byggingu húsa Helgi setti sterkan svip á íslenska húsagerð í Reykjavík í lok 19. aldar með húsum sínum. Með tilkomu hans öðlaðist hinn klassíski stíll á timburhúsaöld fullan þroska. Flest þessara húsa voru tvílyft og stærri en áður tíðkaðist og báru mörg hver vott um listrænar nýjungar.

 



Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar, bls. 80 / mynd 55:


 Kvennaskólahúsið við Austurvöll, sem Þóra og Páll Melsted reistu 1878 og þar sem skólinn var síðan um langa hríð. Til vinstri er hús Bjarna Þorsteinssonar amtmanns og síðar Steingríms skálds sonar hans, sem síðar var stækkað mjög. Þar stendur nú Landsímahúsið, en Kvennaskólahúsið, sem var lengi eitt tignarlegasta og stílhreinasta húsið í miðbænum, stendur enn að stofni til en hefur mjög verið breytt.
  Líkneski Thorvaldsens gaf Kaupmannahöfn Reykjavík í tilefni 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar 1874 og var það afhjúpað á fæðingardegi listamannsins 19. nóvember árið eftir. Það stór á Austurvelli þar til það var flutt í Hljómskálagarðinn er styttu Jóns Sigurðssonar var komið fyrir í hennar stað á Austurvelli, árið 1931.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 22.3.2011)


Heimildir

Hörður Ágústsson. Íslensk byggingararfleifð I: Ágrip af húsagerðarsögu. Reykjavík: Húsafriðunarnefnd ríkisins, 1998. Bls. 133 -147.

Þór Magnússon. Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík, 1976.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana