Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Sigfús Eymundsson 1837-1911
MyndefniAmtmaður, Barn, Hjón, Karlmaður, Kona, Landshöfðingi, Timburhús
Nafn/Nöfn á myndCaroline Emilie Hendriksdóttir Siemsen 1875-1958, Elín Jónasdóttir Thorstensen Stephensen 1856-1933, Magnús Stephensen 1836-1917, Theodor Jónassen 1838-1891
Ártal1880-1882

StaðurAmtmannshúsið
Annað staðarheitiIngólfsstræti 9
ByggðaheitiÞingholt
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr-424
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn (Lpr)
Stærð16,5 x 21,5
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf Gler
GefandiPétur Brynjólfsson 1881-1930

Lýsing

Tveggja hæða timburhús á steinhlöðnum kjallara reist 1879-1880. Vatnstunna undir rennu. Vermireitur með gleryfirbyggingu. Sér í næstu hús. Á tröppunum við húsið standa tvenn hjón og tvö börn.

 

Amtmannshúsið byggði Helgi Helgason tónskáld og forsmiður (f.1848, d. 1922) sem var meðal annars frumkvöðull í lúðrablæstri á Íslandi og brautryðjandi í íslenskri byggingarlist. Forsmiðir teiknuðu, byggðu og höfðu umsjón með byggingu húsa Helgi setti sterkan svip á íslenska húsagerð í Reykjavík í lok 19. aldar með húsum sínum. Með tilkomu hans öðlaðist hinn klassíski stíll á timburhúsaöld fullan þroska. Flest þessara húsa voru tvílyft og stærri en áður tíðkaðist og báru mörg hver vott um listræna nýjung. Amtmannshúsið var þeirra stærst og veglegast, tveggja hæða hús á háum sökkli og með lágu risi. Það var rifið 1973. 



Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar, bls. 84 / mynd 56:
 Amtmannshúsið við Ingólfsstræti, glæsilegt hús í nýklassískum stíl. [Leiðrétting handskrifuð í bók: Eggert Th. Jónasson] t.v. og Magnús Stephensen síðar landshöfðingi á tröppunum ásamt heimilisfólki.  Húsið stóð fyrir enda Amtmannsstíg til þess er það var rifið 1973.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 22.3.2011)


Heimildir

Hörður Ágústsson. Íslensk byggingararfleifð I: Ágrip af húsagerðarsögu. Reykjavík: Húsafriðunarnefnd ríkisins, 1998. Bls. 133 -147.

 

Þór Magnússon. Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík, 1976.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana